Austri


Austri - 08.07.1977, Blaðsíða 1

Austri - 08.07.1977, Blaðsíða 1
22. árgangur. Egilsstöðum, 8. júlí 1977. 25. tölublað. Efni í blaðið þarf að berast í síðasta lagi á þriðjudegi eigi það að birtast í sömu viku, auglýsingar þurfa að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á miðvikudögum. Að gerðum samningum i. Almennir kjarasamningar teljast ætíð til stórviðburða í lýðræðisríkjum. í einræðisríkjunum er þeim málum ráðið til lykta með öðrum hætti. Framkvæmd samninga hér er oft gagnrýnd harðlega. Bein afskipti þorra manna í launþegasamtökunum virðast hins vegar lítil. Fáir munu þó kjósa okkur til handa aðfarir ein- ræðisþjóða. II. Lengi var setið við samningaborð- ið að vanda. Skopteiknarar sýndu liðsodda undir köngulóarvef, rykfall- na. Öðrum þræði valda þessum seina- gangi úrelt vinnulag, gamlar hefðir sem ekki virðast skynsamlegar. Á hinn bógínn kemur til gerð samninga, margslungin og beinlínis flókin. Örð- ugt getur verið að breyta hvoru tveggja, þótt flestir viðurkenni þörf- III. Löngum hefur sú orðið raunin að almennir kjarasamningar hafi þá fyrst tekist þegar allsherjarverkfall hefur staðið drjúga hríð og lamað allt atvinnu og athafnalíf í landinu, öllum til tjóns, Nú var ekki gripið til sömu úrræða að þessu leyti en "yfirvinnubann" stóð nokkrar vikur. Yfirvinnubannið hefir vafalaust dregið verulega úr framleiðslu. Og vitanlega olli það tekjuskerðingu meðal launþega. IV. En þetta bann hefir haft víðtæk- ari verkanir. Flestir munu á eitt sáttir um að yfirvinna hafi á síðari árum verið unnin langt úr hófi. Dæmi: Gamla vertíðarformið krafð- ist nær ótakmarkaðrar yfirvinnu í hrotunum. Stöðug vinna fiskvinnslu- stöðva með næga hráefnisöflun er allt annars eðlis. Menn mun greina á um áhrif yfir- vinnubannsins á nýgerða kjarasamn- inga. Menn björguðust betur án yfir- vinnu en ætlað var. En án efa: Yfir- vinnubannið hefir vakið menn til aukinnar umhugsunar um stöðu manns og framleiðalu. Alþýðusambandið lýsti það stefnu sína að jafna nokkuð laun manna. Ymsir studdu þessa stefnu og voru ekki síst afgerandi yfirlýsingar for- manns Framsóknarflokksins og stjórnar Sambands ísl. samvinnufé- laga. Ekki verður annað séð en. veru- lega hafi miðað í þá átt við endan- lega samninga. Verður það ekki sagt um ýmsa aðra samningsgerð síðustu missera. VI. Samningsaðilar sneru sér til ríkis- stjórnarinnar, sem að ósk þeirra beitir sér fyrir allveigamiklum að- gerðum. Menn eru ekki á eitt sáttir hvort slíkt sé yfir höfuð æskilegt. En þetta er orðin hefð hér og víðar. Verulegur hluti aðgerða ríkisvalds- ins felst í skattalækkun og auknum útgjöldum ríkissjóðs. Slíkar ráðstaf- anir hljóta að segja til sín á öðrum sviðum ríkisbúskaparins. Fyrir nokkrum misserum urðu Is- lendingar að mæta stórversnandi við- skiptakjörum og kaupmáttur launa þvarr. Nú hafa viðskiptakjör batnað og í nýgerðum samningum var á- kveðin launahækkun, sem í nálægum löndum væri talin mjög mikil — ó- varleg. Kaupmáttur launa hækkar þannig mjög og vonandi tekst að tryggja stöðugleika hans. Þetta hef- ir þó oft reynst örugt og er þá höfð í huga reynsla þjóðarinnar frá fyrri kj arasamningum. VII. Ekki fer milli mála að síðustu kjarasamningar eru eftirtektarverð- ir: Það var samið án allsherjarverk- falls. Hver hefir tapað á því? Eeynt er að jafna launin og það tekst að nokkru. Það er nýtt. Það er unnt — og æskilegt að draga nokkuð úr yfirvinnu. Óvissa um varanleik kaupmáttar- aukningar er litlu minni en áður. Er ekki orðið óhjákvæmilegt að undir- byggja aðgerðir í kjaramálum á "faglegri" hátt og með lengri fyrir- vara en tíðkast hefir til þessa. VIII. Að gerðum almennum kjarasamn- ingum koma upp margar spurningar. Ég hef nefnt dæmi — og tel æski- legra að menn ræði þessi mál í ró- legheitum meðan samningagerðin er fersk í hugum manna — og smám saman eftir þvi sem fram vindur þróun íslenskra efnahagsmála á næstu misserum. V. H. Frá S.S.A. Dagana 9. og 10. júní s.l. var hald- in ráðstefna að Hallormsstað um orkumál á Austurlandi, á vegum Sambands sveitarfélaga í Austur- landskjördæmi. Ráðstefnuna sóttu sveitarstjórnar- menn af sambandssvæðinu, orku- málastjóri, rafmagnsveitustjóri rík- isins, ráðuneytisstjóri orkumála- ráðuneytisins, auk sérfróðra manna um verkfræði og orkumál. Þá sóttu ráðstefnuna, Vilhjálmur Hjálmars- son, menntamálaráðherra og þing- mennirnir Helgi Seljan, Sverrir Her- mannsson og Tómas Arnason. Fyrri ráðstefnudaginn var farin stutt skoðunarferð að Valþjófsstað og Hóli í Fljótsdal, þar sem áformað er að stöðvarhús Bessastaðaárvirkj- unar og Fljótsdalsvirkjunar rísi. Að þeirri ferð lokinni skýrði Sig- urjón Helgason, verkfræðingur ráð- stefnugestum frá fyrirhugaðri mann- virkjagerð vegna Fjarðarárvirkjunar og Leifur Benediktsson, verkfræðing- ur skýrði tilhögun og mannvirkja- gerð Bessastaðaárvirkjunar. Sýndar voru myndir, kort og teikningar til skýringa. Að því loknu greindi Hauk- ur Tómasson, jarðfræðingur frá þeim rannsóknum, sem nú fara fram á vatnasvæði Fljótsdalsvirkjana og því, sem ætlað er að ljúka í þeim efnum á þessu sumri. Loks flutti Sveinn Þórarinsson, verkfræðingur athyglisvert erindi um fjarvarmaveitur. Síðari ráðstefnu- daginn var ráðstefnan formlega sett af formanni S.S.A. og ráðuneytis- stjóri orkumálaráðuneytis flutti á- varp og kveðjur frá orkumálaráð- herra, sem var erlendis. Að þvi búnu hófust framsöguer- indi: Jakob Björnsson, orkumálastjóri flutti erindi um: Orkuspár fyrir Austurland. — Orkurannsóknir og orkuvalkostir á Austurlandi. Kristján Jónsson, rafmagnsveitu- stjóri ríkisins flutti erindi er nefnd- ist: Stefna rafmagnsveitna ríkisins í orkumálum Austurlands. Erling Garðar Jónasson og Reynir Zöega fluttu erindi um stefnu aust- firðinga í orkumálum. Að framsöguerindum loknum hóf- ust almennar umræður um orkumál og stóðu til hádegis. Eftir hádegi störfuðu ráðstefnufulltrúar og gestir í tveim umræðuhópum.: Annar hópurinn, undir stjórn Ja- kobs Björnssonar, orkumálastjóra fjallaði um efnið: Orkuspár og orku- valkostir á Austurlandi. Hinn hópurinn undir stjórn Krist- jáns Jónssonar, rafmagnsveitustjóra ríkisins fjallaði um efnið: Stefnu- mörkun í orkumálum Austurlands. Klukkan 16 þennan dag hófst svo almennur fundur að nýju og skiluðu þá umræðuhópar áliti. Að því loknu fóru fram frjálsar umræður og tóku margir til máls. Kom eindregið fram í áliti um- ræðuhópa, svo og máli fundarmanna, að megináherslu beri að leggja á öfl- un grunnafls heima í fjórðungnum, samhliða samtengingu orkuveitu- svæða landsins. Voru menn mjög einhuga um, að ákvörðun um virkjun Bessastaðaár yrði ekki dregin lengur en til hausts- ins, þannig að f ramkvæmdir við virkj- unina gætu hafist af fullum krafti þegar næsta vor. Þá lagði fundurinn ríka áherslu á,. að S.S.A. markaði skýra stefnu í skipulagi raforkumála Austurlands á npísta aðalfundi. Ráðstefnunni, sem var mjög vel sótt, var slitið um kl. 18 síðdegis.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.