SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 13.03.2011, Blaðsíða 4
4 13. mars 2011 M uhammad Yunus fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2006 fyrir að stofna banka, sem veitir fátæk- um smálán án ábyrgðar og hefur hjálpað milljónum manna að koma fótunum undir sig. Heima fyrir í Bangladess nýtur Yunus hins vegar lít- illar hylli meðal hinna valdameiri, sem nú reyna að bola honum út úr bank- anum. Í fararbroddi andstæðinga Yun- us er Sheikh Hasina forsætisráðherra. Í byrjun vikunnar úrskurðaði dóm- stóll á millistigi í Bangladess að Yunus ætti að víkja úr Grameen-bankanum. Seðlabanka Bangladess hefur verið beitt í herferðinni gegn Yunus. Sam- kvæmt lögum í Bangladess eiga stjórn- endur í bönkum að setjast í helgan stein. Grameen-bankinn samþykkti árið 1999 að æviráða Yunus sem yf- irmann bankans. Seðlabankinn segir að þessi ákvörðun hefði aldrei verið borin undir bankann eins og átt hefði að gera og sé því ólögleg. Dómstóll á millistigi í Dhaka tók undir þessi rök Nóbelshafi í stríði við stjórnvöld Muhammad Yunus í ónáð ráðamanna Muhammad Yunus, stofnandi Grameen-bankans, ræðir við blaðamenn í Dhaka í Bangladess. Reuters Vikuspegill Karl Blöndal kbl@mbl.is FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 53 86 4 02 /1 1 *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. Seyðisfjörður Ísafjörður Akureyri

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.