SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 4
4 1. maí 2011 SUMARHÚS OG FERÐALÖG Gas-kæliskápar 100 og 180 lítra Gas-hellur Sólarrafhlöður og fylgihlutir. 10-80w Gas-ofnar Gas-vatnshitarar 5 - 14 l/mín Kælibox gas/12v/230v Gas-eldavélar Sólarrafhlöður fyrir húsbíla og fellihýsi. Þunnar 130w B  Reykja k   Opið virka daga frá kl     Gleðilegt sumar Led-ljós Borð-eldavél Í þróttamótum fyrir börn og unglinga hef- ur fjölgað gífurlega hérlendis á seinni ár- um; hundruðum saman streyma börnin hingað og þangað til að etja kappi við jafnaldrana. Foreldrar þekkja þetta mætavel og frí eru oft skipulögð með slíka keppni í huga. Enginn efast um að íþróttaiðkun er börnum góð en deildar meiningar eru um það hvort þeim sem skara fram úr á barnsaldri sé hollt að vera hampað umfram aðra. Stefna Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) er skýr. Að til 10 ára aldurs fái allir jafna viðurkenningu fyrir þátttöku en í keppni 11-12 ára vinni lið til verðlauna og hver og einn í ein- staklingsgreinum. „Við skilgreinum barnaíþróttir þegar 12 ára og yngri eiga í hlut. Mótin sem slík eru ekki slæm fyrir krakkana, svo fremi umgjörðin sé innan þess ramma sem íþróttahreyfingin setur; að íþróttaiðkunin sé skemmtun og alhliða lík- amsrækt, burtséð frá íþróttagrein og kyni,“ segir Viðar Sigurjónsson, sviðsstjóri fræðslu- sviðs ÍSÍ við Sunnudagsmoggann. „Mér er fullkunnugt að brotalamir eru á að farið sé eftir því ákvæði að ekki séu veitt ein- staklingsverðlaun og í mínum huga er það mjög slæmt, því ég er staðfastur í þeirri trú að það sé til góðs að í keppni 10 ára og yngri fái allir jafna viðurkenningu fyrir þátttöku.“ Viðar segir alls ekki um að ræða hentistefnu sem einhverjum hafi dottið í hug án þess að gild rök séu að baki. „Á öllum þeim fyrirlestrum sem ég haldið um málið á 12 ára starfsferli hjá ÍSÍ hef ég aldrei heyrt haldbær rök fyrir annarri skoðun en þeirri sem ég set fram. Ég hef fengið mótbárur en jafnan sent þær til föðurhúsanna, og þegar ég hef útskýrt okkar hlið hafa flestir skilið hvað við eigum við.“ Viðar nefnir eitt dæmi máli sínu til stuðnings: „Ég hef upplifað að átta ára barn sem hafði gert sér vonir um að vinna til verðlauna í fyrsta skipti í íþróttakeppni, en varð í 4. sæti, skildi ekki hvers vegna það fékk ekki verðlaun, og brast í grát. Það hafði ekki þroska, frekar en önnur börn á þessum aldri, til að átta sig á því hvers vegna það fékk ekki verðlaun.“ „Af hverju fær hann verðlaun?“ „Ég þekkti barnið ekki neitt en gaf mig að því, og fékk að heyra þetta: Ég er búinn að mæta á allar æfingar, hef alltaf verið kurteis við þjálf- arann, gert allt sem hann segir og lagt mig 100% fram. En sá sem fékk þriðju verðlaun hefur stundum skrópað á æfingum, hefur stundum verið ókurteis og ekki gert það sem þjálfarinn segir. Af hverju fær hann verðlaun?“ Viðar segir þessi viðbrögð barnsins eðlileg og í takt við þroska þess. „Við verðum að sníða okkar reglugerðir að því að börnin séu ekki brotin niður heldur byggð upp til framtíðar.“ Viðar segir íþróttafélögum ekki bera skylda til að fara eftir reglugerð ÍSÍ um þessi mál, en hún sé samþykkt á Íþróttaþingi þar sem sitji forystumenn alls staðar að og eigi að kynna málin í grasrótinni. Hann segir verðlaun geta verið slæm bæði fyrir þá sem þau hljóta, og hina sem ekkert fá. „Það er mikil upplifun fyrir barn að fá sérstök verðlaun umfram aðra, en með auknum and- legum og líkamlegum þroska getur verið erfitt ef viðkomandi ná ekki að standa undir þeim kröfum sem umhverfið gerir til þeirra sem framúrskarandi íþróttamanna.“ Það leiði gjarnan til brottfalls. „Auðvitað verða sumir toppíþróttamenn sem eru bestir strax sex eða sjö ára en oftar held ég að mjög erfitt sé að sjá fyrr en við lok grunn- skóla hverjir muni skara fram úr.“ Viðar segir að á síðustu árum finni hann fyrir auknum skilningi á sjónarmiði sínu. „Það er kristaltært í mínum huga að börnin eru ekki vandamálið. Sigurvegarar kvarta örugglega ekki þótt þeir fái samskonar viðurkenningu og aðrir ef þeir heyra ekki talað um það. Börnin vita eftir sem áður hver röðunin er; hverjir vinna og hverjir eru neðar og tala um það sína á milli. En það er ekki gott að sigurvegararnir séu settir á sérstakan stall og gerðir að „betri“ að- ilum en aðrir. Mér finnst mikilvægt að mót barna séu ekki framkvæmd sem smækkuð út- gáfa af íþróttakeppni fullorðinna, heldur að all- ir hafi gaman af, því það leiðir frekar til þess að við eignumst góða íþróttamenn til frambúðar.“ Allir hafi gaman af Mikið umfang íþróttakeppni barna á Íslandi Mjög hefur færst í vöxt að foreldrar fylgi börnum sínum á íþróttamót. Myndin er tekin á N1-knattspyrnumóti KA 2010. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vikuspegill Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Margir kunnir íslensk- ir íþróttamenn hafa fyrst vakið athygli á einhverju hinna svo- kölluðu barnamóta Mörgum er t.d. enn í fersku minni þegar Eiður Smári Guðjohn- sen lék við hvern sinn fingur á Tomma- mótinu í Vestmanna- eyjum og á ESSO- móti KA á Akureyri. Strax þá, um 10 ára aldurinn, virtist mönnum ljóst hvert yrði lifibrauð þessa snjalla glókolls úr ÍR. Snemma beygist krókurinn

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.