SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 6
6 1. maí 2011 „Sai Baba var ákaflega eftirminnilegur og heillandi maður og klárlega eitthvað óvenjulegt við hann,“ segir Erlendur Haraldsson, sálfræðingur og prófessor em- eritus, en fáir fræðimenn, ef nokkur, kynntu sér líf gú- rúsins betur. Erlendur hitti Sai Baba nokkrum sinnum og skrifaði um hann bók, Miracles Are My Visiting Cards (1987). Hún hefur komið út á ellefu málum. Gúrúinn vildi aldrei leyfa fræðimönnum að rannsaka hæfileika sína í miklu návígi en Erlendur staðfestir eigi að síður að hann hafi látið ýmsa smámuni, ekki síst skartgripi, birtast að því er virtist án fyrirhafnar. „Það merkilega var að þetta var daglegt brauð. Sai Baba gat látið hluti birtast upp úr þurru allt að tuttugu sinnum á dag og það var alveg sama hvar hann var staddur. Allt þetta gaf hann viðstöddum. Þá færði hann mönnum stundum nákvæmlega það sem þeir báðu um, eða fá- gæta gripi. Það var mun merkilegra,“ segir Erlendur sem sjálfur þáði skartgrip að gjöf frá Sai Baba. Annað sem einkenndi Sai Baba var vibhuti, ellegar heilög aska, sem hermt er að komið hafi fyrir að hann hafi hóstað upp meðan hann var yngri. Erlendur upplifði það ekki en sá öskuna hins vegar oft koma fram úr höndunum á honum. „Síðan birtist vibhuti oft víðsfjarri Sai Baba, svo sem á myndum af honum. Ég heimsótti marga slíka staði og heimili, sá þetta t.d. einu sinni hjá indverskum manni. Hann átti lífshættulega veika dótt- ur sem læknaðist eftir að maðurinn bað til Sai Baba. Í þakklætisskyni fékk maðurinn sér mynd af honum og það var á þessari mynd sem vibhuti byrjaði að birtast. Hann kunni enga skýringu á þessu.“ Erlendur ræddi við fjölmarga, bæði aðdáendur og gagnrýnendur, um samskipti þeirra við Sai Baba og skýrðu þeir frá ýmis konar furðu- legum fyrirbærum. Var fátt um full- nægjandi skýringar á undrunum nema þá hreinar tilgátur. „Vegna undranna var hann mjög umdeildur maður og margir töldu þetta einungis töfrabrögð. Ef grannt er skoðað reynist sú skýring hins vegar vafasöm um margt það sem gerðist í kringum hann,“ segir Erlendur. Spurður hvort hann trúi því að Sai Baba hafi verið kraftaverka- maður svarar Erlendur: „Hafi einhver verið það sem ég hef hitt, þá var það hann.“ Það eru þó ekki kraftaverkin sem Sai Baba verður fyrst og fremst minnst fyrir, að dómi Erlendar, heldur ósérhlífið starf hans í þágu samfélagsins. „Sai Baba stóð fyrir og boðaði góð gildi og hafði veruleg áhrif á endurreisn hindúismans á Indlandi. Það er engum blöðum um það að fletta að hann gerði þjóð sína gjaf- mildari og tillitssamari í garð náungans en hún hafði verið. Hann hafði einstakt lag á að virkja fólk til góðra verka og þegar hann talaði hlustuðu allir.“ Klárlega eitthvað óvenjulegt við hann Erlendur Haraldsson H ann var sagður kraftaverkamaður. Hóstaði heilagri ösku og veraldlegir hlutir eins og armbandsúr, hringar og hálsmen komu fram úr höndunum á honum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Efa- semdamenn sökuðu hann alla tíð um sjónhverf- ingar en fylgismenn hans, milljónir manna, sögðu gáfuna til marks um guðdóm gúrúsins. Sjálfur leit hann á sig sem endurholdgun hins fallna trúar- dýrlings og kraftaverkamanns Shiridi Sai Baba. Indverjinn Sathya Sai Baba lést fyrir réttri viku, 84 ára að aldri. Hann var mikilsvirtur andlegur leiðtogi en talið er að fylgjendur hans hafi ekki verið færri en sex milljónir, líklega mun fleiri. Hermt er að 1.200 Sathya Sai Baba-miðstöðvar séu starfræktar í 114 löndum. Sathyanarayana Raju fæddist í þorpinu Putta- parthi á Indlandi 23. nóvember 1926 og bar móðir hans, Eswaramma, að hann væri eingetinn. Strax á barnsaldri fór það orð af Sathya að hann væri af- burða vel gefinn og örlátur. Þrettán ára gamall var hann stunginn af sporðdreka og upp frá því varð umtalsverð breyting á hegðun hans, Sathya varð ákaflega tilfinninganæmur, hló og grét á víxl, og hóf að kyrja kvæði á sanskrít, tungumáli sem hann kunni ekki áður. Þegar drengurinn lét svo blóm- vönd birtast upp úr þurru frammi fyrir fjölskyldu sinni var föður hans nóg boðið. „Hver ertu?“ þrumaði hann. „Ég er Sai Baba,“ svaraði Sathya pollrólegur. Með þessu átti Sathya við að hann væri Sai Baba frá Shirdi endurborinn en gamli gúrúinn og kraftaverkamaðurinn gaf upp öndina átta dögum áður en Sathya fæddist. Fékk fjögur hjartaáföll en læknaði sig sjálfur Kraftaverkið spurðist hratt út og söfnuður tók að myndast kringum Sathya Sai Baba. Hann lagðist í ferðalög um héruð og árið 1944 var fyrsta hofið reist honum til heiðurs í nágrenni Puttaparthi. Auk þess að fremja kraftaverk og leiðbeina fylgj- endum sínum gaf Sathya Sai Baba sig snemma að góðgerðarmálum og árið 1954 stóð hann fyrir byggingu sjúkrahúss í þorpinu sínu. Árið 1963 fékk Sai Baba fjögur hjartaáföll en tókst, að því er fylgjendur hans trúa, að lækna sig sjálfur. Alltént var hann við ágæta heilsu fram á síðustu ár. Þrátt fyrir mikla hylli víða um lönd yfirgaf Sat- hya Sai Baba Indland aðeins einu sinni. Skrapp í heimsókn til Úganda árið 1968. Við það tækifæri kvaðst hann hvorki vera kominn til að kássast upp á aðra andlega leiðtoga né safna liði, heldur til að boða ást og kærleika. Kveikja bál í hjörtum lands- manna. Engum sögum fer af árangri en ljóst er að Idi Amin hefur alltént ekki meðtekið boðskapinn. Heilsu Sathya Sai Baba hrakaði er aldurinn færðist yfir og síðustu sex ár lífs síns var hann í hjólastól. Ekki bætti úr skák að Sai Baba lærbrotn- aði árið 2006 þegar ungur skjólstæðingur hans var að sýna jafnvægislistir á stól og datt í kjöltu meist- ara síns. Stóllinn, sem var úr járni, fylgdi á eftir. Hratt dró af Sai Baba á þessu ári og í lok mars var hann fluttur á spítala. Hann átti ekki aftur- kvæmt. Fylgismenn hans þurfa þó ekki að ör- vænta en Sai Baba var fyrir margt löngu búinn að lofa að endurfæðast átta árum eftir andlátið … Indverjar syrgja hinn fallna leiðtoga, Sathya Sai Baba, í vikunni. Reuters Gat látið gull og gersemar birtast Gúrúinn Sathya Sai Baba var andlegur leiðtogi milljóna Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sathya Sai Baba var dáður víða um heim. Ömmubakstur ehf. Kársnesbraut 96a | 200 kópavogi | S: 545 7000 Veljum íslenskt gott í dagsins önn... Ömmu kleinur Ömmu spelt flatkökur Ömmu flatkökur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.