SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 10
10 1. maí 2011 M iðstýringarárátta Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, birtist okkur með ógnvekjandi hætti í ný- samþykktum fjölmiðlalögum. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, náði að fá fjölmiðlafrumvarp sitt samþykkt sem lög, rétt fyrir páska og þar hygg ég að Alþingi, að vísu ekki nema 30 þingmenn, hafi stigið óheillaskref. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn frum- varpinu og það gerði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsókn- arflokksins, einnig. Sjálfsagt kunnum við fjölmiðlafólk, a.m.k. vel- flest, þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og Vigdísi Hauksdóttur þakkir fyrir að hafa reynt að koma í veg fyrir að þessi skelfilega „andað ofan í hálsmálið- miðstýringarárátta“ yrði að lögum. Raunar finnst mér mennta- málaráðherrann hafa farið ansi frjálslega með sannleikann, svo ekki sé meira sagt, þegar hún hefur svarað fyrir helstu gagn- rýniatriðin á lögin, sem fram hafa komið. Gagnrýnin frá okk- ur fjölmiðlafólki hefur einkum beinst að stofnun svokallaðrar fjölmiðlanefndar, sem á að hafa víðtækt eftirlit með fjölmiðlum, heimild til að kalla eftir ýtarleg- um skýrslum frá þeim, fram- kvæma húsleitir ef nefndar- mönnum sýnist svo og auk þess hefur nefndin heimildir til þess að beita fjölmiðla viðurlögum ef þurfa þykir. Pravda hvað?! Katrín hefur fullyrt að fjöl- miðlanefndin, sem hún mun skipa, eigi að sinna eftirliti, ekki ritskoðun og að nefndin eigi að starfa sem sjálfstæð stjórn- sýslunefnd, óháð ráðuneytum, og því geti hið pólitíska vald ekki haft áhrif á úrskurði nefnd- arinnar. Þessar staðhæfingar ráðherrans fá ekki staðist, sé lagatextinn gaumgæfður. Þar segir m.a. í III. kafla, um stjórnsýsluna, í gr. 7: „Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir mennta- og menningarmálaráðherra.“ Og í 8. gr. sama kafla um skipan nefndarinnar segir m.a.: „Mennta- og menningar- málaráðherra skipar fimm manns í fjölmiðlanefnd til fjögurra ára í senn. Tveir fulltrúar skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Hæsta- réttar Íslands, einn samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar há- skólastigsins og einn samkvæmt tilnefningu Blaðamannafélags Ís- lands en þann fimmta skipar ráðherra án tilnefningar.“ Ráðherrann skipar formann nefndarinnar. Svo reynir ráðherrann að telja al- menningi trú um það að nefndin verði sjálfstæð stjórnsýslunefnd! Nefnd sem samkvæmt lögunum heyrir undir mennta- og menn- ingarmálaráðherra og ráðherra skipar formann nefndarinnar, án tilnefningar. Ráðherrann, hver sem hann er, hverju sinni, getur haft þau póli- tísku áhrif á störf nefndarinnar, sem hann kærir sig um. Þetta er óþolandi fyrir okkur blaða- og fréttamenn, árið 2011. Algjörlega óþolandi og sömuleiðis er það óþolandi að við á fjölmiðlum eigum að sæta eftirliti frá háskólasamfélaginu. Hið sjálfsagða og eðlilega eftirlit með fjölmiðlum á að koma frá fjölmiðlaneytendum, les- endum, áheyrendum og áhorfendum. Svo einfalt er það. Hvers vegna skipar ekki menntamálaráðherra blaðamenn til þess að hafa eftirlit með akademísku starfi háskólastigins?! Svo getur Katrín Jakobsdóttir kvakað eins og henni sýnist um að hér sé einungis á ferðinni aukið eftirlit með fjölmiðlum, ekki rit- skoðun. Það er sorglegt til þess að vita, að VG sjái sóma sinn í því að neyða svona lögum upp á landsmenn með þeim tilkostnaði sem óhjá- kvæmilega fylgir slíkri stofnun: launuð nefndarstörf, launaðir starfsmenn nefndarinnar, skrifstofuaðstaða og annar kostnaður, sem slíkri „eftirlitsnefnd“ fylgir. Hér þurfti VG, sem gefur sig út fyrir að gæta fyrst og síðast hags þeirra sem minna mega sín, standa vörð um velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfi landsmanna, ekki að forgangsraða í þágu þeirra sem minnst mega sín. Enn hefur ekk- ert verið upplýst um hver kostnaðurinn verður af þessu gæluverk- efni VG, en hins vegar liggur fyrir, að það verða skattborgarar þessa lands, sem greiða fyrir ósköpin, því allur kostnaður greiðist úr rík- issjóði. Miðstýringar- árátta VG Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Katrín Jakobsdóttir Vigdís Hauksdóttir ’ Hvers vegna skipar ekki menntamála- ráðherra blaðamenn til þess að hafa eftirlit með akademísku starfi háskólastig- ins?! Þórhallur Jónsson ljósmyndari og eigandi Pedromynda á Ak- ureyri hefur haft í nógu að snúast þessa viku. Hefur ásamt tveimur félögum sínum verið með myndavélarnar og aðrar tilheyr- andi græjur í Hlíðarfjalli á Andr- ésar andar leikunum. Þórhallur lýsir síðastliðnum miðvikudegi. 07.00 Fer á fætur og fæ mér morgunmat með syninum Andra Má, sem er á leið í skólann. 7.55 Búinn að bera allt myndavéladótið út í bíl og dríf mig af stað upp í Hlíðarfjall. 08.25 Kominn upp í Strýtu með lyftunni. Þá er að velja sér góðan stað í brekkunni, þar sem hægt er að ná góðum myndum. 09.00 Keppni hafin í stór- svigi 13-14 ára. Þetta eru krakkar sem „keyra“ orðið dálítið hratt og verkefni mitt er því krefjandi og skemmtilegt. Við erum með mjög öflugar vélar sem taka allt að tíu myndir á sekúndu. Því er ekki óalgengt að maður taki hátt í 3.000 myndir á dag! 11.00 Það var rok í morgun en hefur lægt og veðrið orðið flott. Þess vegna ákveð ég að mynda seinna ferðina líka. Markmiðið er að taka góða mynd af öllum keppendum þannig að þeir sem vilja eigi þess kost að eignast mynd af sér í braut. Segja má að það sé vegna eftirspurnar frá foreldrum að við myndum hvert einasta barn. Þegar ég var að mynda Andrésar andar leik- ana fyrir Morgunblaðið fyrir mörgum árum hnipptu foreldar oft í mig og báðum mig að mynda. „Minn er númer sjö!“ 12.00 Renni mér niður í Strýtu, hitti strákana og við gleypum pylsu. Notum svo há- degið til þess að setja myndir inn í tölvu og velja þær sem við ætl- um að nota. Tökum þá líka vett- vangsmyndir af fólki sem er að næra sig eða spjalla. Hittum marga sem koma ár eftir ár. 13.30 Kominn aftur upp í brekku. Mynda nú stórsvig 10 ára. Er með frábæra 500 milli- metra linsu, bjarta og góða, sem ég leigði hjá Nýherja; ekta íþróttalinsu, sem gerir mér nán- ast kleift að sitja neðst í brekk- unni og mynda þá sem eru efst! 15.00 Bruna í bæinn. Við opnum hverja einustu mynd í tölvunni og vinnum; þrengjum rammann og gerum hana eins flotta og mögulegt er. Svo er farið í að kópíera myndirnar á pappír. 19.45 Kem upp í íþróttahöll með síðustu myndirnar. Verð- launaafhending er að hefjast og við erum með myndir til sýnis og sölu í anddyrinu. 22.00 Verðlaunaafhending- unni lokið. Fengum mjög jákvæð viðbrögð frá foreldrum. Þeir eiga ekki tæki og tól til að standa í svona myndatöku og hafa heldur ekki tíma til þess því nóg annað er að gera í fjallinu. En margir segja: ég vildi óska þess að ég ætti svona mynd af mér þegar ég var á skíðum á yngri árum! 22.15 Kominn aftur í vinn- una og nú græjum við myndirnar sem teknar voru á verðlaunaaf- hendingunni. Síðan veljum við og stækkum nokkrar myndir því við drögum alltaf út nöfn nokk- urra barna á leikunum og gefum þeim stóra mynd af sér. 00.30 Kominn heim. Átta mig á því að ég hef gleymt að borða síðan í hádeginu. Fer því í eldhúsið og sest svo niður og kveiki á sjónvarpinu. Veit ég get ekki sofnað strax. 01.30 Loks orðinn syfjaður en man ekki einu sinni hvað ég var að horfa á enda geri ég það bara til að tæma hugann. Dríf mig því inn í rúm og legg höfuðið á koddann. skapti@mbl.is Dagur í lífi Þórhalls Jónssonar ljósmyndara hjá Pedromyndum Þórhallur Jónsson í Hlíðarfjalli. Þau mót sem honum finnst skemmtileg- ast að mynda eru Andrésar leikarnir og Arctic Open golfmótið í júní. „Minn er númer sjö“

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.