SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 12
12 1. maí 2011 Þriðjudagur Ilmur Kristjáns- dóttir Hitti forsætis- ráðherra Skotlands áðan, hann tók í hönd mína og ég þakkaði hon- um fyrir matinn – ég hélt að hann væri eigandi veitingastað- arins sem ég var að borða á, svo spurði hann mig hvort ég mælti með einhverju á matseðl- inum.... ég sagði honum bara að fá sér ostrurnar. Það er gam- an í Glasgow:) Miðvikudagur Fjalar Sigurðarson Úr fjölmiðlalögum: „Í hljóð- og myndsend- ingum í við- skiptaskyni skal ekki beita tækni til að hafa áhrif á fólk neðan marka meðvitaðrar skynjunar.“ Hvernig ratar svona bull inn í samþykkt lög frá Al- þingi? Þetta er gamall draugur sem virðist seint vera hægt að kveða niður. Gerður Kristný hlustar á yndisdisk- inn Bezt með Önnu Pálínu Árnadóttur. Fésbók vikunnar flett E ruði ekki að grínast? Þvílíkt þrugl að sýna beint frá brúð- kaupi þessa Colgate- brosandi kóngafólks. Hver hefur áhuga á að fylgjast með brúð- kaupi fólks, hvers helsta framlag til lífsins hefur verið það eitt að hafa fyrir því að fæðast? Það getur verið að það hefði verið áhugavert að fylgjast með brúðkaupi einhverra af þeim morð- óðu forfeðrum stráksins sem komust til valda út á fallegt miskunnarleysi sitt, þarsem þau með græðgisblik í augunum gátu sinnt því áhugamáli sínu að pína saklausa borgara og hafa fé af einstæðum mæðrum til að halda uppi svalli sínu og kynlífsveislum. En þetta lið með slétta andlitshúð sína sem hefur verið böðuð uppúr rjóma frá því þau fæddust og hverra mestu áhyggjur hafa snúist um hvort koní- akið sem þau fá um kvöldið sé bara hundrað ára gamalt eða hvort það sé eldra er ekki fólk sem maður hefur áhuga á að fylgjast með. Útsending- arstjórar sjónvarpsins sem þurfa að sitja yfir þessu eiga alla mína samúð, enda verður þeirra helsta skemmtun fólgin í voninni um að vindurinn þeyti upp kjól brúðarinnar þannig að það sjáist í nærbuxurnar hennar eða að prinsinn breytist í frosk við koss brúðarinnar sem gæti verið fallegur endir á þessu annars leiðinlega æv- intýri. MÓTI Börkur Gunnarsson rithöfundur og skáld G etur einhver haldið því fram með góðri samvisku að það hafi verið rangt að sjónvarpa beint frá þessu glæsilega konunglega brúðkaupi? Já, já, sjálfsagt verður einhver kverúlantinn til að finna því allt til foráttu. Sumir mega ekki vita af neinu skemmtilegu án þess að setja upp fýlusvip. Á íslenskum sjónvarpsstöðvum er stöðugt verið að sýna frá íþrótta- viðburðum sem fæstir skilja hverjir hafa áhuga á. Þar eru líka sýndir framhalds- þættir í tugatali þar sem handritshöf- undar geta ekki haldið uppi sæmilegum söguþræði. En maður lætur þetta yfir sig ganga og röflar ekkert að ráði því fólk á að hafa sitthvað betra við tíma sinn að gera en að grenja yfir sjónvarpsdagskránni. Ef manni líkar ekki sjónvarpsdagskráin þá slekkur maður bara. Það þykir kannski ekki fínt að hafa gaman af fallegum prinsum og prins- essum, en innst inni höfum við öll áhuga á lífi þessa fólks. Allt sem minnir á gömlu ævintýrin sem við lásum í æsku gleður okkur á vissan hátt. Svo er þetta unga fólk einkar geðugt, virkar jarð- bundið og notalegt. Þetta eru semsagt vænar manneskjur. Reyndar er ekki allt kóngafólk jafn aðlaðandi, en þá er bara að sýna því sama viðhorf og sjónvarps- dagskrá sem manni líkar ekki; maður fylgist bara ekki með. Það er sannarlega gaman að fylgjast með Vilhjálmi, ekki síst vegna þess að hann er sonur Díönu. Hann virðist ljómandi vel heppnaður, og Kata er jafnvel enn betri, hún ljómar af fegurð og virðist líkleg til að hafa vit fyrir þeim báðum á þeim stundum sem þess þarf. Það finnst vart betra sjónvarpsefni en konunglegt brúðkaup þar sem brúð- hjónin eru svona ljómandi falleg og góð. Allir eru vel klæddir og umhverfið er glæsilegt. Og svo stendur brosmild al- þýðan á götum úti og veifar fánum og hrópar húrra. Hver vill ekki fá svona skemmtilegheit inn í stofu til sín? Og vinnuveitendur sem hafa sómakennd og eiga sinn rómantíska streng gefa starfs- fólki sínu freyðivín og aðrar veitingar í tilefni dagsins. Meira að segja á Íslandi. Og vinnustaðir gleðjast og fagna og skála fyrir fallega kóngafólkinu. Sjónvarpsstöðvar fá svo nauðsynlegar auglýsingatekjur og verslunareigendur græða því fólk gerir vel við sig í einn dag. Þetta konunglega brúðkaup er miklu betra en Evróvisjón og skilar langtíma ávöxtun því í þessu hjónabandi verða til litlir prinsar og prinsessur sem munu blómgast og dafna og gleðja okkur al- múgann með tilvist sinni. MEÐ Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður Var rétt að sýna beint frá hinu konunglega brúðkaupi hér á landi? VIÐ ERUM GÓÐIR Í DÆLUM Dalshrauni 5 Hafnarfirði Sími 585 1070 Fax 585 1071 vov@vov.is www.varmaverk.is Þýsk gæðavara G ra fik a 11                     

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.