SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 14

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 14
14 1. maí 2011 á ferðinni og þarf að hafa mikið í gangi. Það er alltaf allt að gerast í einu. Ég er að laga þetta núna með því að fara líka í jóga, hugleiða og læra að slaka á,“ segir hún en í bókinni ráðleggur hún um hvaða líkamsrækt henti mismunandi týpum. Listin að hvetja fólk áfram 10 árum yngri á 10 vikum hefur eins og áður segir notið mikilla vinsælda í Danmörku og er líka komin út í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Aðspurð telur Þor- björg lykilinn að vinsældunum vera þann hvernig hún tali við fólk. „Hvernig nær maður til fólks? Það er áskorunin. Þetta snýst um listina að hvetja fólk áfram,“ segir hún en skilaboð bókarinnar eru upp- byggileg en henni eru þessi samskipti hugleikin. Offituvandamálið verður sífellt stærra í heiminum en orsakavaldurinn er mataræði og lifnaðarhættir nú- tímans ásamt streitu og hreyfingarskorti. Mörg sjálfs- próf eru í bókinni en hið fyrsta er „Hversu gamall er líkami þinn?“ sem segir til um líffræðilegan aldur viðkomandi manneskju. Góðu fréttirnar eru að með því að fara eftir leiðbeiningum Þorbjargar má búast við því að „yngjast“ á þeim tíu vikum sem pró- grammið tekur. Misjafnar ástæður eru fyrir því að fólk leitar til Þorbjargar og gefa nokkrar reynslusögur bókarinnar góða mynd af því. „Það getur verið vegna aukakílóa, magavandamála, þreytu, höfuðverks eða bara vegna þess að viðkomandi er í einhverju sleni og ekki með sjálfum sér. Það þarf hver og einn að taka þessa ákvörðun fyrir sjálfan sig. Góðar spurningar til að spyrja sjálfan sig er: Hvað fæ ég út úr þessu? Ef ég geri þetta ekki hvar er ég þá eftir þrjú ár? Og sömu- leiðis ef ég tek mig á, hvar verð ég þá eftir þrjú ár? Það er skemmtilegra að vinna að jákvæðu takmarki, eftir því markmiði að verða hressari, glaðari og ham- ingjusamari.“ Engin æskudýrkun Hún leggur áherslu á að æskudýrkun sé ekki boð- skapurinn. „Margir vilja misskilja titilinn. Það eru allir sammála þeirri fullyrðingu að við getum verið eldri en við erum,“ segir hún og útskýrir að þetta geti sömuleiðis verið öfugt og líkaminn hafi að einhverju leyti þann aldur sem við ákveðum sjálf. „Þegar við erum búin að ákveða hvað þessi líkami á að gera fyrir okkur og hvað hann á að geta, þurfum við að leggja eitthvað í sölurnar til að ná því tak- marki. Þá kemur mataræðið og lífsstíllinn þarna inn.“ Hún segist samt alls ekki halda því fram að hún sé með endanlega lausn á öllu og hafi fundið æsku- brunninn. „Þetta er það sem hefur virkað vel á mig og mína skjólstæðinga, mínar konur allar, og þessar þúsundir sem hafa lesið bókina og fylgt þessum ráðum eftir. Þessi skrif mín eru byggð á vísindalegum grunni og tuttugu ára reynslu minni á að vinna með fólki.“ Hún gætir þess að segja fólki ekki aðeins hvað það á ekki að borða (byrja á því að fleygja hvítum sykri, hvítum grjónum og fínu mjöli) heldur leggur áherslu á hvað fólk eigi að borða (eins og rótargrænmeti, heilgrjón, gæðaprótein, hnetur). Til viðbótar ráð- leggur hún um hvaða bætiefni hjálpi til á þessari veg- ferð til betri heilsu. Hún styður lífsstílsbreytingar til framtíðar en ekki kúra. „Þegar maður er kominn í gegnum tíu vikur af þessu er viðkomandi kominn með góða reynslu og þjálfun og getur ekki hugsað sér að fara til baka,“ segir hún en blæs á allt tal um „fall“ og segir að ekki eigi að láta hliðarspor of mikið á sig fá. „Byrjaðu aftur og haltu áfram.“ Stóra offituvandamálið Skemmst er að minnast fréttar þess efnis að Íslend- ingar væru fjórða feitasta þjóðin í Evrópu en liðlega helmingur Evrópubúa er of feitur og hefur hlutfallið rúmlega tvöfaldast á tuttugu árum. Erindi Þorbjargar og annarra sem berjast fyrir bættu mataræði er því brýnt. Næringarþerapistanum líst að sjálfsögðu ekki á þessa þróun. „Offitan á rætur að rekja til lífsstíls, það er svo auðveldlega hægt að koma í veg fyrir hana,“ segir hún og útskýrir að það þurfi samstöðu til að ná ár- angri. „Allir eru sammála um það að viðbættur sykur og allt þetta hvíta er það sem er að ríða þjóðinni að fullu. Þetta er það sem er að drepa okkur og hreyf- ingarleysið. Setjumst niður og áttum reynum að átta okkur á því hvernig við getum komið þessum skila- boðum til fólks,“ segir hún en henni er hugleikið að ná til almennings. Hún útskýrir að hennar boðskapur sé ekkert svo ólíkur opinberum mataræðisráðlegg- ingum en munurinn sé hvernig skilaboðunum sé komið á framfæri. Hún hefur orðið vör við það að fólk haldi að það sé að borða hollara en það er. „Svo þegar við erum búin að kíkja yfir vikuplanið þá er það ekkert svo rosalega hollt. Fólk er kannski að borða eina gulrót á dag, drekkur eitt glas af safa og er búið að skera kók- drykkjuna niður í þrjú glös úr einum og hálfum lítra á dag. Af því að fólk er ekki bara að borða hamborgara og pulsur eða heilt súkkulaðistykki á dag heldur það að það sé að borða hollt. Það vantar að vera meðvit- aðara um það hvað er í matnum, hvað leynist í til- búna matnum. Samsetning matarins og magnið skiptir líka máli. Það þarf líka að drekka nógu mikið vatn og oft er hreyfingin engin.“ Hún segir að það þýði ekki að láta eins og ekkert sé að. „Við getum haldið áfram að vera í einhverjum lát- bragðsleik, eins og það sé ekki til neitt vandamál en þetta á eftir að koma til okkar eins og búmerang,“ segir hún um offituvandamálið. Þakkarbréf frá Svíþjóð Hún fær mörg þakkarbréf frá ókunnu fólki. „ Ég fékk til dæmis bréf frá 37 ára gömlum manni í Svíþjóð, sem hafði átt við offituvandamál að stríða í átta ár og prófað allskonar kúra og mataræði. Hann las bókina mína og fór eftir henni, og skrifaði mér til að þakka mér því það hafði aldrei lukkast hjá honum fyrr en í þetta skiptið að grennast og líka halda árangrinum. Hann sagði að hann fylgdi ekki öllum ráðunum í bókinni en hefði tileinkað sér mörg af þeim. Það er nákvæmlega svona sem mig langar að fólk taki mín- um bókum, að það lesi þær, tileinki sér það sem það getur notað og geri þetta að sínu. Ég er að gefa þetta frá mér en það þarf ekki að vera að fólk fari eftir þessu 100%.“ Meirihluti viðskiptavina hennar eru konur, eða um 75-80%. „Mennirnir eru oftast menn kvenna sem hafa verið hjá mér, þær hafa rekið þá til mín,“ segir hún og hlær og bætir við að bókin sé jafnt fyrir konur sem karla fyrir utan það að einn kafli í bókinni taki sérstaklega fyrir kvenhormón. Samstarf við mbl.is Í tilefni af útgáfu bókarinnar hefur mbl.is efnt til samstarfs við Þorbjörgu en fylgst verður með fimm konum fara eftir bókinni í tíu vikur. „Konurnar fylgja bókinni eins og hún er en ég ætla að leiðbeina þeim og vera með þeim í þessu svo þær fái sem besta að- hlynningu,“ segir Þorbjörg, sem er ánægð með við- tökurnar en yfir 600 umsóknir bárust. „Ég gerði svipað hjá danska dagblaðinu Politiken og fylgdi þar eftir þremur konum og þá sóttu 300 um þannig að þetta er alveg magnað.“ Fyrir þá sem ekki komust að eru uppskriftir í 10 árum yngri-bókinni en ennþá fleiri, eða 96 talsins í Matur sem yngir og eflir. „Matreiðslubókin kemur til vegna þess að það var þörf á því að búa til fleiri upp- skriftir fyrir mitt fólk, fólk sem aðhyllist mínar kenn- ingar. Hún er líka fyrir alla þá sem vilja borða heilsu- samlegan og bragðgóðan mat,“ segir Þorbjörg sem hefur fengið góð viðbrögð við bókinni. ’ Ég vil sjálf upplifa að vera orkurík og vera í jafnvægi. Ég sækist eftir því að vera í góðu líkamlegu ástandi, að vera meðvituð og taka ábyrgð á sjálfri mér og umhverfi mínu. Þetta eru gildin í mínu lífi. Það sem ég vil fyrir sjálfa mig vil ég líka fyrir aðra. En ég er líka rokk og ról. Fjórðungur úr rauðkálshaus 2 appelsínur 1 dl dökkar rúsínur, lagðar í bleyti í nokkra klukkutíma ef vill börkur og safi úr 1 appelsínu ½ tsk. malaður kanell ½ tsk. möluð lakkrísrót 1-2 hnífsoddar vanilluduft 2 tsk agavesíróp eða xylitol, ef vill ögn af salti Skerðu rauðkálið nokkuð smátt með beittum hníf. Flysjaðu appelsínurnar og skerðu í þunna báta. Blandaðu saman við appelsínusafann, rúsínurnar, appelsínubörk- inn og kryddið. Fyrir fjóra. Ljósmynd/Andreas Wiking Rauðkálssalat Ljósmynd/Andreas Wiking Hörfræjabollur 200 g sólblómafræ 250 g hörfræ 300 g möndlur 500 g gulrætur rifið hýði af og safi úr 1 stórri sítrónu 6 egg 1 msk. xylitol ½ tsk. sjávarsalt 1 tsk. kanelduft 1 tsk. allrahanda 3 tsk. fínsöxuð engiferrót Settu sólblómafræin í blandara eða hakkavél og mal- aðu fínt. Gerðu eins með hörfræin og möndlurnar. Rífðu gulræturnar fínt á rifjárni eða í hakkavél. Settu hráefnin í skál með eggjum, xylitoli og kryddi, hrærðu öllu saman. Búðu til bollur á pappírsklæddri bökunarplötu. Hitaðu ofninn í 160 gráður og bakaðu í 35-45 mínútur eftir stærðinni á bollunum. Um 10 bollur. 2 dl dökkar rúsínur 2 dl heslihnetur 1 ½ tsk. möluð kardimomma 1 hnífsoddur vanilluduft 2 dl flysjuð hampfræ Blandaðu öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél, þar til áferðin er mjúk og jöfn, og búðu svo til litlar kúl- ur. Veltu þeim upp úr hampfræjum og þá eru þær til- búnar. Kúlurnar þarf að geyma í kæli. 15-20 stykki. Ljósmynd/Andreas Wiking Jafnvægiskúlur

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.