SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 24
24 1. maí 2011 S ameiginleg mynt á stóru svæði, þar sem mannmergð er mikil og atvinnulíf fjöl- breytt, hefur marga augljósa kosti. Mynt- inni fylgja margvísleg þægindi í við- skiptum, hún er þekkt stærð í augum fjölda fólks og ferðalög milli þeirra landa sem innan svæðisins liggja eru munu auðveldari en ella væri og áfram mætti telja það sem jákvætt er. En tilteknar for- sendur verða þó að vera fyrir hendi svo hún gangi upp til frambúðar. Evrutilraunin var ekki öll þar sem hún var séð Tilraunin um evruna fól í sér að sannreyna að hægt væri, þrátt fyrir allt, að njóta kosta sameiginlegrar myntar, þótt viðurkenndar forsendur fyrir tilvist hennar væru ekki allar fyrir hendi, a.m.k. ekki þegar lagt væri upp með hana. Þeir sem tilraunina ákváðu voru þó ekki allir á einu máli um hvers vegna rétt væri að gera tilraunina og hvers vegna væru að þeirra mati líkur til að hún kynni að heppnast. Óskhyggjan réð för hjá sumum. Hinar þekktu forsendur fyrir því að myntsamstarf gæti gengið upp væru ekki endilega algildar að þeirra mati. Ábatinn af myntsamstarfi myndi einfaldlega víkja sumum þeirra til hliðar, svo afgerandi væri hann. Aðrir voru raunsærri, en ekki að sama skapi einlægir. Þeir trúðu á hugsjónina um sameiginlega miðstýrða Evrópu, sem gæti staðið Bandaríkjunum á sporði sem heimsveldi og rúmlega það. Íbúar hins nýja evrópska veldis væru þannig mun fleiri en keppinautarnir vestra. Evrópa stæði dýpri rótum á flestum sviðum og sameiginleg auðlegð hennar væri þegar sambærileg Bandaríkjanna og myndi fara fram úr þeim nyti hún sameiginlegrar myntar. En raunsæi þeirra sem mynduðu þennan hóp sagði þeim að þjóðirnar myndu ekki ótilneyddar fylgja forystumönnum sínum mikið lengra í sameining- arátt. Það kom síðar á daginn. Sameiginleg stjórn- arskrá náði ekki í gegn nema með því að breiða yfir nafn hennar og númer. Þó fengu sárafáar þjóðir að greiða atkvæði um hana. Ætluðu menn fyrst að þétta miðstýringuna í Brussel og auka verulega vald þar á kostnað fullveldis ríkja og stofna svo til sameiginlegrar myntar gætu þeir rétt eins gleymt henni. En með því að fara aftan að með myntina inn bakdyramegin gæti tilraunin heppnast. Ekki væri hægt né hollt að deila of mikið um þær for- sendur sem þyrftu að vera til staðar svo sameiginleg mynt stæðist. Þeim forsendum yrði einfaldlega kippt inn á seinni stigum, þegar auðsætt væri orðið að ella félli myntin. Veikleiki evrunnar gæti þannig nýst til að skapa henni að lokum lífvænleg skilyrði. Evran yrði sjálft tækið sem notað yrði til að knýja á um nauðsynlega samþjöppun og miðstýringu. Þessir aðilar, og þeir voru hinir sterku í Evrópu um þær mundir, sögðu hver við annan og að nokkru opinberlega að „forsendurnar“ væru í raun og sannleika óhjákvæmileg skilyrði fyrir því að sam- eiginleg mynt gengi upp. Þess vegna myndu koma reglulega upp vandamál, og sum mjög alvarleg, í myntsamstarfi sem stofnað væri til án þeirra. En þær „krísur“ væru ekki kvíðaefni. Þvert á móti. Hver krísa yrði notuð til þess að þrýsta á um aukið samstarf og aukna miðstýringu. Þá væri öflug hótun í hendi. Myntin virkar ekki og jafnvel hrynur ef við stígum ekki þetta skref, yrði sagt í hvert eitt sinn. Afleiðingarnar af því að myntin brestur yrðu ógn- vænlegar, yrði viðlagið sem allir færu með. Slíkt myndu fáir standast. Meira vald yrði því flutt jafnt og þétt frá þjóðríkjunum við hverja krísu. Og fólkið í aðildarríkjunum myndi þrátt fyrir andóf sætta sig við þessar breytingar af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi fyndi það fyrir ákveðnum þægindum af notkun sameiginlegrar myntar og í annan stað yrði hvert skref sem stigið yrði tiltölulega smátt í sniðum, svo þjóðirnar myndu ekki átta sig fyrr en svo langt væri gengið að ekki yrði aftur snúið. Aðferðin var kennd við agúrkuna. Af henni er skorin örþunn sneið, nokkrir millimetrar í hvert skipti, en skyndilega er hún öll komin ofan á brauð, ef ekki lengra. Kenn- ingar óskhyggjumanna gengu ekki upp, enda ekki þess að vænta. En það gerðu áætlanir hinna raun- sæju klækjarefa aftur á móti. Og valdið efldist jafnt og þétt í Brussel og fullveldi aðildarríkjanna skertist að sama skapi, hægt, en örugglega. En skyndilega kom babb í bátinn. Forsendubresturinn, sem ekki var tekið tillit til, birtist í stærri stíl en áður. Og þær hremmingar komu í kjölfar alþjóðlegrar efnahags- kreppu, sem ekki var búið að gera upp. Krísurnar komu upp í hverju landinu af öðru og urðu þeim óviðráðanlegar, vegna þess að þau höfðu ekki leng- ur fullt forræði sinna mála. Ekki sína eigin mynt sem lyti þeirra lögmálum. Löndin þoldu ekki til lengdar skilyrðið um „eina peningastefnu fyrir alla.“ Það var vegna þess að efnahagsstefnan var ekki ein og hin sama. Og þessar krísur urðu svo alvarlegar að ag- úrkuaðferðin var of seinfarin og reyndar með öllu ófær. Því það stykki sem eftir var af agúrkunni hefði þurft að gleypast í einu lagi ef sigrast ætti á vand- anum. Þannig er agúrka aldrei sett á brauð. Og það versta var að þá hefði fólkið á svæðinu séð í gegnum aðferðina. Góð ráð dýr Nú voru góð ráð dýr. Reyndar mjög dýr. Því eina úr- ræðið sem fannst var að kaupa sig út úr vandanum og treysta á að hann væri einangraður við smáríkin þrjú og því viðráðanlegur. Seðlabanki Evrópu vék til hliðar ófrávíkjanlegum reglum sem hann hafði áður svarið og sárt við lagt að hann myndi aldrei gera. Ríkin á evrusvæðinu og sum utan þess en í sam- bandinu sjálfu voru látin leggja fram háar fjárhæðir eða lánsloforð til að mynda sjóð til að lána þeim evruríkjum sem ratað höfðu í vandræðin. Reynt var að setja fram skilyrði fyrir „hjálpinni“ sem draga myndu úr líkum á að slík vandræði kæmu upp á nýj- an leik, en einkum þó til að friða skattgreiðendur í þeim ríkjum sem skikkuð voru til að leggja í púkkið. Þau skilyrði eru hins vegar veik og efasemdir eru uppi um hvort þau hafi verið ákveðin með fram- bærilegum hætti og uppfylli öll formskilyrði. Og þjóðirnar sem borga áttu brúsann neituðu að gera það nema lánum til þeirra ríkja sem komið höfðu sér í vandræði, eins og það var orðað, fylgdu veruleg óþægindi fyrir þau. Vextir yrðu þannig að vera íþyngjandi fyrir þær og efnahagslegu sjálfsforræði þeirra yrði að víkja til hliðar í samvinnu við AGS, þótt tímabundið væri. Í því fælist nauðsynleg nið- urlæging fyrir viðkomandi þjóðir, sem hafa myndi forvarnargildi gagnvart öðrum. Og þjóðirnar í vand- ræðunum áttu engan kost. Sameiginlega myntin hafði vissulega um stund breytt þeim í efnahagslegt sæluríki, sem horft var til öfundaraugum. Þau höfðu notið nær ótakmarkaðs lánstrausts og vaxtakjörin voru miðuð við efnahagsástandið í Þýskalandi en ekki undirliggjandi veruleika þeirra sjálfra. Evrópski seðlabankinn, sem byggður væri á þýskum og Reykjavíkurbréf 29.04.11 Verður krísan móðir allra krísa?

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.