SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 27
1. maí 2011 27 „Eftirlætisbarnið er dutlungasamt, eigingjarnt, óstýrilátt, málugt og þreytandi. Það sefur óvært, er lyst- arlítið, þreytist fljótt og þjáist oft af blóðleysi. Eftirlætið er gróðrarstía taugaveiklunar, móðursýki og ímynd- unarveiki.“ (Mæðrabókin 1925) „Áður en barnið sekkur í iðukasti spillingar og ógæfu, þá má ganga að því vísu að margra bjargráða er búið að leita barninu til frelsis.“ (Foreldrar og börn – uppeldisleiðarvísir: 1894) Í bók sinni Skóli og skólaforeldrar talar Nanna Kristín Christiansen um sam- félag sem virðist hafa talið sér trú um að aðrir geti komið í stað foreldra með alls kyns þjónustu og forvörnum, ekki vegna þess að það henti börnunum svo vel, heldur okkur fullorðna fólkinu. „Algengasta spurningin sem heyrist í fataklefanum á leikskólanum þegar verið er að sækja börnin er: Hvert er- um við að fara? Börnin fara nefnilega sjaldan beint heim til sín eftir að hafa verið 8-9 tíma á leikskólanum; stund- um fara þau í aðra gæslu í versl- unarmiðstöðvum eða líkamsrækt- arstöðvum eða í búðir með foreldrum sínum.“ Margrét Pála Ólafsdóttir Viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér Í bók sinni Skólar og skólaforeldrar segir Nanna Kristín að sumir foreldrar hafi tileinkað sér viðhorf viðskiptavina til skólans. Varan eigi að afhendast samkvæmt vissum gæð- um, annars verði þeir ósáttir og hafi þá rétt til að kvarta. „Þetta neytendaviðhorf er ekki algengt,“ segir Nanna Kristín. „En það er til, því miður. Það er mín reynsla að langflestir foreldrar séu afar skynsamt fólk sem hugsar ekki um skólann á þennan hátt. En ég held að það sé eng- um sérstökum að kenna í hvaða farvegi hlutirnir hafa lent. Það hafa bara orðið svo miklar samfélagsbreytingar að við erum ekki ennþá búin að ná fótfestu, setjast niður og segja: svona viljum við hafa þetta.“ Eitt af því sem hátt hefur borið í skóla- og uppeldis- umræðu undanfarin ár er slæm staða drengja í skólum. Eru skólarnir að bregðast í uppeldishlutverki helmings skjólstæðinga sinna? Nanna Kristín segir að þetta sé vissulega eitthvað sem verði að skoða en bendir á að það sé búið að selja foreldrum þessa hugmynd og hún stundum notuð sem afsökun fyrir óæskilegu athæfi. „Það er jafnvel búið að gefa strákum svo mikinn afslátt af því að hegða sér vel með klisjum á borð við að það sé bara eðlilegt að þeir séu óþekkir, vegna þess að það sé svo mikið af konum að vinna í skólunum og þær geti ómögulega skilið drengi eða unnið með þeim. Slík umræða er skaðleg fyrir alla.“ Af heimilisharðstjórum og erfiðum alikálfum „Dekrað barn er aldrei hamingjusamt, jafnvel ekki heima hjá sér,“ segir bandaríski læknirinn Dr. Spock í uppeldis- handbók sinni árið 1946, sem varð einn helsti leiðarvísir vestrænna foreldra næstu áratugina. Doktorinn er síður en svo einn um þessa hugmynd. Litlu skiptir hvar gripið er niður, allir þeir sem láta sig uppeldismál einhverju varða virðast hjartanlega sammála um að of mikið eftirlæti sé börnum skaðlegt. Í uppeldisbók frá árinu 1959 segir að „Alist barn upp í of miklum stofuhita, of hlýju skjóli og áhyggjuleysi föðurhúsanna, má búast við að upp vaxi erf- iður alikálfur eða of mikill einfeldningur til að bjarga sér í byljum mannlegs lífs.“ Og í Mæðrabókinni frá árinu 1925 segir að vilji barnsins megi ekki vera lögmál heimilisins. „Sje þess ekki gætt, lærist barninu brátt að nota sér vald sitt og gerast heimilis harðstjóri.“ Þrátt fyrir að vera fullkomnlega meðvituð um þetta, er rík tilhneiging hjá mörgu nútímaforeldrinu að veita börn- um öll hugsanleg veraldleg gæði. Einhvern tímann hefði slíkt verið skilgreint sem ofdekur. En er það ekki líka of- dekur að kalla börn hástemmdum og yfirdrifnum nöfnum og leyfa þeim að halda um stjórntaumana í fjölskyldunni? „Áður fyrr var ekkert verið að kyssa börn og kjassa og segja þeim sí og æ hvað þau væru æðisleg,“ segir Margrét Pála. „Það er ekkert að því að hrósa börnum, en það getur verið stutt á milli góðrar hvatningar og þess að ofgera, þannig að við styrkjum sjálflægni þeirra. Þá verða börnin sannfærð um að þau geti allt, það séu engar hindranir í lífinu, engir gallar í fari þeirra og að enginn sé til í heim- inum nema þau. Stundum er börnum hrósað svo mikið að þau eru nánast lofsungin fyrir það eitt fyrir að draga and- ann.“ En hvers vegna komum við svona fram við börnin okkar? „Þarna er að verki hinn svokallaði pendúlsláttur uppeldisins. Það felur í sér að við gefum börnunum okkar allt það sem við teljum okkur hafa farið á mis við í okkar barnæsku. En við gætum ekki að því að hrós verður al- gerlega marklaust ef stanslaust er verið að nota það.“ Barnið er víða höfuð fjölskyldunnar „Fá börn langar lengi í eitthvað, þau eiga yfirleitt allt sem þau langar í og meira til,“ segir Margrét Pála. „Við tökum svo mikið frá börnunum með því að fjarlægja þessa löng- un og tilhlökkun frá þeim.“ Hún segir að þar sem mörg börn eigi allt sem hugurinn girnist í dag beinist tilhlökkun þeirra að öðru. „Það eina sem börn fá minna af í dag en áður, er tími með foreldrum sínum. Ég held að mörg börn hlakki til fjölskyldukvölda á sama hátt og börn í gamla daga hlökkuðu til jólanna. Að allir séu heima saman, eng- inn upptekinn við neitt og enginn að fara neitt; það er há- tíð í huga margra barna.“ Konungborin börn Sé eitthvað að marka orðræðuna, virðist blátt blóð renna í æðum þorra íslenskra barna, en mörg þeirra ganga dags- daglega undir heitunum prins og prinsessa.„Til hamingju með prinsessuna / prinsinn“ er algeng hamingjuósk til foreldra þegar barn fæðist. Felur þessi orðanotkun í sér breytt viðhorf til barna? „Það er auðvelt að segja að þetta séu bara orð. En orð eru dýr og hafa alltaf einhverja merkingu,“ segir Margrét Pála. „Þetta felur meðal annars í sér að víða er barnið orðið höfuð fjölskyldunnar, komið er fram við það eins og það væri aðalborið og foreldrarnir eru óbreyttur almúginn, þjónustufólkið. Með þessu eru barninu færð allt of mikil völd, en það er ósanngjarnt gagnvart barninu. Það getur ekki staðið undir þessari ábyrgð, því fullorðna fólkið á að taka ábyrgðina. Barnið á að njóta þess að vera barn og á að geta treyst á leiðsögn hinna fullorðnu. Við verðum að taka um stýristaumana. Í því felst að hrósa ekki fyrir allt, segja stundum nei og ekki kaupa allt. Þátttaka barna er áberandi í uppeldisfræðum í dag og börn eiga að fá að hafa áhrif á umhverfi sitt. Að finna á sanngjarnan hátt að þau hafi eitthvað um um- hverfi sitt að segja. En stundum eru það þeir fullorðnu sem eiga eingöngu að taka ákvarðanirnar.“ 15 mínútna uppeldi á dag Hugtakið gæðatími í tengslum við barnauppeldi skaut upp kollinum fyrir nokkrum árum. Með því er átt við að ekki skipti öllu máli hversu miklum tíma sé varið með barninu, heldur að þær stundir séu innihaldsríkar. Þessi hugmyndafræði hefur notið nokkurrar hylli og virðist býsna lífseig, þrátt fyrir ýmsar rannsóknir sem sýna fram á að eftir því sem foreldrar eyða meiri tíma með börn- unum sínum, því betra sé það. Þannig segir á fræðslusíðu um uppeldismál að það að „afmarka sér svona gæðatíma sé stórkostleg aðferð við að byggja upp minningar hjá litlum börnum og það hafi ver- ið sýnt fram á að þessi stund bæti allar hinar sam- verustundirnar í vikunni. „Gæðatími er einmitt það sem barn þarfnast,“ segir í greininni. Í nýlegri umfjöllun í íslensku dagblaði um uppeldismál segir: „Það besta sem börn geta hugsað sér er gæðatími með foreldrum sínum. Þar er mælt með því að foreldrar gefi sér, hvort um sig, 15 mínútur á dag til að tengjast barninu.“ „Ég er ákaflega mótfallin því að nota þetta hugtak og segi að þetta sé risavaxinn plástur á sektarkennd Vest- urlandabúa,“ segir Margrét Pála. „Einhversstaðar undir niðri blundar uppeldisarfurinn og segir: Það er ekki gott að vera svona mikið frá börnunum sínum. Til að þagga niðri í þessari rödd grípur fólk til þess bragðs að vera alltaf að gera eitthvað rosalega sérstakt þann takmarkaða tíma sem það er með börnunum sínum. Sums staðar gengur þetta svo langt að foreldrar eru á vöktum á kvöldin og um helgar við að skemmta barninu. Til dæmis fer annar í sund með barnið, á meðan hinn eldar uppáhaldsmat barnsins. En það sem barnið þráir kannski heitast af öllu er að vera heima í rólegheitum. Fæst börn fá tækifæri til að lifa slíku lífi; þau lifa mörg hver flóknu lífi með alls konar skemmtunum og pössunarúrræðum, gjöfum og stórum einkaherbergjum fullum af dóti. En ekkert af þessu kemur í staðinn fyrir einfalda nálægð við fjölskyld- una.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Hlutverk grunnskólans hefur breyst afar mikið á undanförnum áratugum. Aftur á móti hefur uppeldishlutverk skólanna ekki verið skilgreint sem skyldi.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.