SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 28
28 1. maí 2011 artruflanir. Maður er nokkuð miður sín eftir svona köst og verður mjög þreyttur.“ Fékkstu enga hjálp? „Ég fékk hjálp hjá góðum manni. Pabbi, sem hefur verið mín stoð og stytta í lífinu, veiktist þegar ég var sex ára gamall, af hjartasjúkdómi. Amma mín hafði dáið úr þess- um sama sjúkdómi. Það var talað um þessa sjúkdóma á heimilinu. Svo kynntist fjölskyldan lækni sem hét Snorri Páll Snorrason. Hann var hjartasérfræðingur, afar fær læknir. Ég var um þrettán ára þegar ég kynntist honum og þegar ég fór að eldast hafði hann gríðarleg áhrif á líf mitt. Við urðum miklir vinir og ég leit á hann eins og afa minn og hann leit á mig nánast eins og eitt af barnabörnum sín- um. Alltaf þegar við hittumst vorum við jafningjar, þrátt fyrir áratuga aldursmun. Hann lést 2009, að verða níræð- ur. Það var ómetanlegt að fá að kynnast honum. Hann hjálpaði mér að átta mig á því að þótt maður fái kvíðaköst er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekkert hættulegt að koma fyrir mann.“ Hvernig er það fyrir skemmtikraft eins og þig að vera haldinn þessum sjúkdómi? Verður hann til þess að þú af- lýsir tónleikum? „Nei, það hefur sem betur fer ekki komið fyrir. En það sem er skrýtið við þetta er að ég hef aldrei fundið fyrir kvíða þegar ég er á sviði. Kvíðinn kemur eftir á.“ Ófeiminn að leita hjálpar Lokarðu þig af þegar þú finnur fyrir hvað mestum kvíða? „Nei, með tímanum hef ég lært að einangra mig ekki. Ég er með ágætis jafnaðargeð og vil frekar tala við fólk um líðan mína en að loka mig inni. Það versta sem maður get- ur gert í svona ástandi er að einangra sig, tala ekki um sjúkdóminn og vera einn með sínar ranghugmyndir. Ef maður talar við fólk sem maður treystir þá nær maður tökum á kvíðanum. Þótt maður hætti aldrei almennilega að vera með kvíða þá getur maður lært að lifa með honum. En maður verður líka að vera mjög meðvitaður um ástandið. Ég er mjög meðvitaður um þessa líðan mína og er líka meðvitaður um að tala um hana við fólk. Það hefur bjargað mjög miklu og ég hef líka verið ófeiminn við að leita mér hjálpar. Kvíði minn er stöðugur en er mismikill. Stundum hefur mér liðið það illa að ég hef farið upp á spít- ala. er að gefa til baka. Þannig að þegar ég er til dæmis beðinn um að koma fram á styrktartónleikum og gefa vinnu mína þá segi ég já. Í fjölda ára hef ég barist við kvíða sem hefur haft gríð- arleg áhrif á líf mitt. Það jákvæða við reynslu mína af kvíðaröskun er að í gegnum þennan sjúkdóm hef ég kynnst afar mörgu góðu fólki. Þar á meðal er fólk sem stendur að verkefninu Þú getur þar sem markmiðið er að vekja almenning til meðvitundar um mikilvægi góðrar geðheilsu. Þetta góða fólk stofnaði fyrir nokkrum árum forvarna- og fræðslusjóð sem úthlutar styrkjum, þar á meðal námstyrkjum, til þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Ég hef lagt mig fram við að aðstoða þá sem að sjóðnum standa, en meðal þeirra sem eru þar í forsvari er Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir, en ég hef verið undir handleiðslu hans varðandi mína kvíðaröskun. Ég hef fengið þann heiður að koma fram á styrktartónleikum þessa félags og sungið ásamt öðrum sem hafa gefið vinnu sína.“ Þjáist af kvíðaröskun Segðu mér meira frá kvíðaröskun þinni. „Ég er búinn að berjast við þennan sjúkdóm alveg frá því ég var barn. Um sautján ára aldur fannst mér ég verða betri en eftir 25 ára fór mér að versna aftur til muna. Ég er að tjá mig um þetta mál vegna þess að ég skammast mín ekki fyrir að vera með kvíðaröskun heldur finnst mér mikilvægt að miðla þesari reynslu minni til þeirra sem þjást og leita sér ekki hjálpar. Það eru margir sem þjást af kvíðaröskun, miklu fleiri en við gerum okkur almennt grein fyrir.“ Hvernig kom kvíðaröskunin fram þegar þú varst barn? „Ég hræddist eitthvað sem ég vissi ekki hvað var. Þegar ég var barn var það ríkjandi hugsunarháttur í umhverfinu að maður ætti að harka af sér. Ef ég væri barn í dag þá væri sennilega tekið öðruvísi á þessu en gert var þá. Ég er samt feginn að hafa ekki verið settur á lyf sem barn og hugsanlega fengið einhverjar aukaverkanir sem hefðu fylgt mér fram á fullorðinsár. Það þurfa allir að kljást við eitthvað og ég þarf að berjast við kvíðann. Þessum kvíða fylgdu líkamleg einkenni sem eru enn þann dag í dag til staðar hjá mér, eins og hraður hjartsláttur og hjartslátt- G eir Ólafsson söngvari er nýkominn frá Bandaríkjunum þar sem hann var að taka upp plötu með þekktum bandarískum tón- listarmönnum. Geir hefur á síðustu árum farið í fimm ferðir til Bandaríkjanna og sungið þar. „Lífið er stundum þannig að maður er að plana eitt- hvað en hlutirnir fara svo á annan veg,“ segir hann þegar hann er spurður um forsögu þess að hann fékk tækifæri til að syngja í Bandaríkjunum og taka þar upp plötu. „Fyrir nokkrum árum reyndi ég að fá Nancy Sinatra til Íslands og ræddi við upptökustjóra hennar, Don Randi. Símtöl okkar urðu allmörg og hann fór að sýna áhuga á því sem ég var að gera. Svo liðu nokkur ár og árið 2007 var ég að vinna að annarri sólóplötu minni. Ég hringdi í hann og spurði hvort hann hefði áhuga á að koma til Íslands og stýra upptöku á þeirri plötu. Það vildi hann svo sannarlega, kom hingað til lands og tók hana upp að hluta. Eftir það bauð hann mér að koma til Ameríku og spila með sér. Það var gríðarlegur heiður því hann er einn af frægustu píanistum í Hollywood. Randi kom svo hingað með hljómsveit sína árið 2010 og við spiluðum saman á Broadway á djasshátíð Reykjavíkur. Í framhaldi af því var ákveðið að hann gerði með mér plötu ásamt 30 manna hljómsveit sinni. Einn daginn hringdi hann í mig og sagði að Ted Her- man, einn frægasti hljómsveitarstjóri í Bandaríkjunum, vildi koma að gerð plötunnar og spurði hvort ég hefði áhuga á því verkefni. Auðvitað hafði ég það og svo var gerður samningur. Ef Guð lofar kemur út plata á þessu ári. Það er búið að taka upp undirleik hljómsveit- arinnar en ég vildi vinna sönginn hérna heima með mínum upptökumanni, Vilhjálmi Guðjónssyni, sem þeim úti fannst ekki vera neitt vandamál. Þetta er plata með tólf lögum og er hugsuð fyrir Bandaríkjamarkað. Ég á útgáfuréttinn á Íslandi og ræð því hvort platan verður gefin út hér. Það var ákaflega gaman að vinna með þessum miklu tónlistarmönnum í Bandaríkjunum, þar er mikil fag- mennska ríkjandi og menn setja kærleik í verkefni sín. Ég geri mér fulla grein fyrir því hvað þetta er mikilvægt tækifæri fyrir mig. Í staðinn ber mér að vera þakklátur og muna að láta gott af mér leiða. Aðalatriðið í lífi mínu Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Berst við kvíðann Geir Ólafsson er að gera tólf laga plötu með þekktum bandarískum tónlistarmönnum en platan er ætluð á Bandaríkjamarkað. Þessi landsþekkti tónlistarmaður hefur frá barns- aldri barist við kvíðaröskun, en er óhræddur við að leita sér aðstoðar, eins og hann greinir frá í viðtali. Geir Ólafsson: Ég er mjög trú- aður og það á sinn þátt í því að ég er æðrulaus þegar kemur að gagnrýni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.