SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 34

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 34
34 1. maí 2011 V ilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton voru gefin saman í Westminster Abbey. Athöfnin þótti bæði virðuleg og falleg og mikill fjöldi prúðbúinna gesta var þar samankominn. Mikil leynd hafði hvílt yfir hönnun brúðarkjólsins, en óhætt er að segja að hann hafi ekki valdið vonbrigðum. Kjóllinn er hannaður af Söruh Burton sem starfar hjá Alexander McQueen og er samdóma álit að hann sé bæði klassískur og fallegur. Brúðurin mun hafa unnið með hönnuðinum að gerð kjólsins. Mikill mannfjöldi fylgdist með athöfninni af skjám utan dyra og fagnaði gríðarlega þegar parið sagði já við altarið. Ekki varð fögn- uðurinn minni þegar brúðhjónin kysstust á svölum Buckingham- hallar, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Fyrstu konunglegu brúð- hjónin sem kysstust á þessum svölum fyrir framan fagnandi mann- fjölda voru Karl Bretaprins og Díana prinsessa, foreldrar brúðgumans. Mikil gleði ríkir í Bretlandi vegna brúðkaupsins, enda er Vilhjálmur afar vinsæll þar í landi og nýtur þar að hluta til vinsælda móður sinn- ar. Áhugi á brúðkaupinu var ekki bundinn við Bretland, segja má að heimsbyggðin öll hafi fylgst spennt með, setið límd við sjónvarpsskjái og samglaðst brúðhjónunum. Brúðurin Kate Middleton. Mikil leynd hafði hvílt yfir brúðarkjólnum, sem reyndist vitanlega vera glæsilegur. Reuters Elton John og maður hans David Furnish. Elton var mikill vinur Díönu prinsessu. Pippa Middleton systir Kate Middleton vakti mikla athygli fyrir glæsileik og sumir segja að hún hafi stolið senunni. Reuters Felipe krónprins Spánar ásamt Letiziu eig- inkonu sinni sem er alltaf fallega klædd. Tara Palmer-Tomkinson sjónvarpsstjarna og fyrirsæta var meðal gesta. Glæsileiki í brúð- kaupi aldarinnar Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middle- ton gengu í hjónaband síðastliðinn föstudag og brúðkaupsgestir voru vit- anlega í sínu fínasta pússi. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.