SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 42

SunnudagsMogginn - 01.05.2011, Blaðsíða 42
42 1. maí 2011 Á þessum tíma ársins sitja nemendur á öllum skólastig- um við skriftir út um borg og bý. Þegar kennarar fara yfir skrifin vega þeir og meta, spek- úlera og velta vöngum yfir því hvort ástæða sé til að gera athugasemdir við ýmsar misfellur sem þeir rekast á. Margar þeirra eru af því tagi að auðvelt hefði verið að koma í veg fyrir þær með því einu að fletta upp í orðabók eða handbókum um ritun og frágang. Sumt getur þó vafist fyrir vönum mönnum. Ég stend sjálf stundum á gati þegar samstarfsmaður stendur í skrif- stofudyrunum og spyr hvor skrifa eigi svona eða hinsegin, hvort þetta megi eða hvort það sé bannað. Þá fletti ég upp í gatslitnu orðabókinni minni eða kíki á orðasöfn á netinu – til að vera viss. Algeng villuorð eru ótrúlega oft orð sem mikið eru notuð og reglur um eitt orð eða tvö og lítinn eða stóran virðast vefjast fyrir fólki. Það er kannski ekki skrítið þegar þessar reglur eru brotnar athugasemdalaust í opinberum fjöl- miðum og bókaútgefendur virða þær að vettugi. Ég nefni hér sem dæmi nokkra bókatitla sem finna má á heimasíðum tveggja útgáfa: Furðu strandir í stað Furðustrandir Morgun engill í stað Morgunengill Nýja afmælisdaga bókin í stað Nýja afmælisdagabókin Íslensk barna orðabók í stað Íslensk barnaorðabók Vetrar braut í stað Vetrarbraut Síróps máninn í stað Sírópsmáninn Harmur Englanna í stað Harmur englanna Englar og Djöflar í stað Englar og djöflar Í bókunum sjálfum virðist sem það sé geðþóttaákvörðun höfundar eða út- gefanda að rita í einu orði ýmis orð sem ætti skv. opinberum stafsetning- arreglum að skrifa í tveimur. Ég nefni hér dæmi sem alltaf ætti að skrifa í tveimur orðum: Í stafsetningarreglum segir að val- frjálst sé að skrifa sum orð af þessum toga í einu eða tveimur orðum, t.d þegar ekki er ljóst hvort um er að ræða orðasamband eða samsett orð. Því má skrifa í einu orði þegar síðari hlutinn er -konar, -kyn, -megin og -staðar; sbr. allskonar, ýmiskonar, allskyns, hverskyns, alstaðar, báðumegin, hinumegin, öðrumegin, sumstaðar. Einnig er valfrjálst hvort skrifað er allt of eða alltof, smám saman eða smám- saman. Þetta valfrelsi kann að rugla einhverja í ríminu. Ég ráðlegg því oft fólki að skrifa þessi vafaorð frekar í tveimur orðum en einu því það eru meiri líkur á að það sé rétt en rangt. Undantekning er á – því – eins og öll- um góðum reglum – því við skrifum alltaf annaðhvort … eða. Að lokum. Mikið þætti mér til hins betra ef fólk léti af því að segja eigðu góða helgi eða hafðu góða helgi í stað þess að segja einfaldlega góða helgi. Þetta er líkt og að segja eigðu gleðilegt sumar í stað þess að segja gleðilegt sumar! Gleðilegt sumar ’ Mikið þætti mér til hins betra ef fólk léti af því að segja eigðu góða helgi eða hafðu góða helgi í stað þess að segja einfaldlega góða helgi. Tungutak Svanhildur Kr. Sverrisdóttir svansver@hi.is Þó að einhverjum þyki vorið napurt er sumarið löngu komið og rétt að segja gleðilegt sumar! Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Lesbók U m páskana var messað víða um land, meðal annars í okk- ar elstu kirkjum, sem geyma ómetanlegan menningararf þjóðarinnar sem enn er notaður við kirkjulegar athafnir og er það vel. Nú þegar sumarið er framundan með til- heyrandi menningarlífi og ferðalögum um landið er vert að beina sjónum að þessum merku þjóðminjum, hinum kirkjulega menningararfi, sem svo sann- arlega gegnir enn mikilvægu hlutverki í daglegu lífi landsmanna. Þjóðminjasafn Íslands, Húsafrið- unarnefnd og Biskupsstofa standa sam- eiginlega að ritröðinni Kirkjur Íslands í samvinnu við minjasöfnin á hverju svæði. Í útgáfunni er fjallað um allar kirkjur sem friðaðar eru samkvæmt lög- um, alls 209 kirkjur. Það eru allar kirkjur sem reistar eru fyrir árið 1918 og kirkjur sem menntamálaráðherra hefur friðað sérstaklega að fenginni tillögu húsafrið- unarnefndar. Með útgáfunni um allar friðaðar kirkjur landsins er lagður grunnur að framtíðarvarðveislu minj- anna og þekkingu miðlað til þeirra sem áhuga hafa á hinum kirkjusögulega menningararfi. Fyrstu bækurnar í rit- röðinni komu út árið 2001, en efnt var til útgáfunnar í tilefni þess að þúsund ár voru liðin frá kristnitöku á Íslandi. Áætl- að er að verkið verði allt að þrjátíu bindi, en sextán bindi hafa þegar komið út. Hinar friðuðu kirkjur landsins bera sögu, handbragði og menningu landsins fagurt vitni. Kirkjurnar voru smíðaðar af hagleik og hugviti, þótt ekki væru þær smíðaðar eftir teikningum lærðra húsameistara eða eins og ritstjóri útgáfunnar, Þorsteinn Gunnarsson, komst að orði: ,,Hér koma við sögu ótal hagleiksmenn fyrri tíðar, forsmiðir sem gerðu uppdrætti, trésmiðir sem sáu um grindarsmíði og klæðningar, steinsmiðir sem hlóðu grunna og meitluðu minning- armörk, járnsmiðir sem smíðuðu krossa og vindhana, málarar og veggfóðrarar, snikkarar og rennismiðir, gullsmiðir og görtlarar, að ógleymdum öllum þeim hannyrða-steinkum sem prýddu kirkj- urnar altarisdúkum, brúnum og pat- ínudúkum og prestana höklum og stól- um.“ Í ritunum er fjallað um kirkjubygging- arnar, sem oft standa á grunni eldri kirkna á staðnum. Sjónum er beint að sögulegu og listrænu gildi minjanna, kirknanna og kirkjugripanna. Með Kirkjum Íslands verða til ómetanlegar heimildir um þennan einstæða menning- ararf Íslendinga. Nokkrar hinna friðuðu kirkna eru varðveittar í húsasafni Þjóð- minjasafns Íslands og eru hluti safnkosts þess. Er þar um að ræða einstakar timb- urkirkjur og allar torfkirkjur landsins sem varðveist hafa í upprunalegri gerð. Eitt af markmiðum með útgáfu ritanna Kirkjur Íslands er að vekja athygli á þeim menningarverðmætum sem fólgin eru í kirkjum landsins og stuðla að framtíð- arvarðveislu þeirra. Við umfjöllun um kirkjugripina er stuðst við ritaðar heimildir og skrár, sem til eru um gripi í kirkjum landsins. Má þar nefna visitasíur prófasta og biskupa, kirkjureikninga og jafnvel miðalda- máldaga. Allt eru þetta samtíma- skrár. Ein mikilvægasta heimildin er skrá Matthías- ar heitins Þórðarsonar þjóðminjavarðar yfir frið- Friðaðar kirkjuminjar Þankar um þjóðminjar Margrét Hallgrímsdóttir margret@thjodminjasafn.is Skírnarfat úr tini með sérstökum stimpli og ártalinu 1656 auk upphafsstafa smiðsins, PHS. fram úr bak við hvers vegna þess vegna inn í aftur í eins og líkt og

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.