SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 2
2 7. ágúst 2011 Við mælum með 6.-7. ágúst Gaypride-hátíðin í Reykjavík fer fram með fjölbreyttri dag- skrá. Gleðiganga Hinsegin daga verður á sínum stað og hátíð við Arnarhól. Stelpnaball á Square við Lækjartorg og Hinsegin há- tíðardansleikur bæði á Barböru og Nasa um kvöldið. Á sunnu- deginum verður meðal annars regnbogahátíð fjölskyldunnar í Viðey. Morgunblaðið/Jakob Fannar Glæsileg Gaypride-hátíð 4-8 Vikuspeglar Harðstjórnaröflin á Sýrlandi, Írak stjórnað frá Írak, fyrsta golfmót Ti- gers Wood í langan tíma. 14-19 Lónsöræfi Fjögurra daga ganga um stórbrotna náttúru Lónsöræfa, innan um refi, hreindýr og sögustaði. 28 Við eigum að vera íhaldsmenn á almannafé Af innlendum vettvangi með Styrmi Gunnarssyni. 29 Myndaalbúmið Nilli, Níels Thibaud Girerd, opnar myndaal- búmið að þessu sinni. 30 Fjallabræður á þjóðhátíð Stífgreiddum og jakkafataklæddum karlakór fylgt eftir á þjóðhátíð, þar sem troðið var upp við ýmis tækifæri. 36 Bakvið tjöldin Óperan Tosca sett á svið í kirkju suður með sjó. 38 Frægð og furður Hin vinalega Jennifer Aniston orðin skúrkur í nýrri kvikmynd. Lesbók 42 6. október 2008 Smásaga þar sem Leonard Cohen, Bessastaðir, útrásarvíkingar og lýðræðið er meðal þess sem ber á góma. 24 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Pétur Blöndal Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudagsmoggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Helgi Snær Sigurðsson, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, María Ólafsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir, Skapti Hallgrímsson. 13 Augnablikið N ýafstaðna verslunarmannahelgi brá ég mér vestur á Ísafjörð til þess að baða mig í drullupolli. Auðvelt er að ferðast þangað á bíl þar sem búið er að malbika alla leiðina og ekki skemmdi fyrir það mikla sjón- arspil sem blasti við mér og ferðafélögum mínum alla leiðina. Það eru nefnilega fáir staðir eins fallegir og Vestfirðir að sumarlagi. Risavaxin þverhnípt fjöll gnæfa yfir manni hvert sem litið er og lit- skrúðug náttúra gerir hverja bílferð vestur ógleym- anlega. Á meðan rigndi á gesti þjóðhátíðar og fleiri ferða- langa þessa helgi fengu gestir mýrarboltamótsins sól og blíðu allan tímann. Það er ekkert grín hvað mýrarbolti er erfið íþrótt. Þegar inn á völlinn var komið sökk maður í metra háa leðju sem illviðráðanlegt var að eiga við. Ég sá leikmenn oft standa fyrir opnu marki en geta með engu móti komið boltanum í markið þar sem þeir sátu pikkfastir í leðjunni. Fyrir hvern leik voru mikil læti í liðunum og menn öskruðu hvatningn- arorð hver á annan, en þegar leið á leikinn heyrðist ekkert annað en smjattið í leðjunni þar sem menn höfðu hreinlega ekki orku í að öskra. Eftir hvern leik stökk maður síðan út í á og skolaði af sér. Bikarnum stolið Á hverju kvöldi voru haldin böll þar sem fólk var svo sannarlega komið til að skemmta sér. Ég varð ekki var við nein leiðindi eða stimpingar og allir virtust hafa það sameiginlega markmið að skemmta sér. Á meðan sögur bárust frá Eyjum og Akureyri um slagsmál og nauðganir var allt annað upp á teningnum á Ísafirði. Í rauninni var ekkert tilkynnt til lögreglu utan eitt atriði, en það var inn- brot. Það atvikaðist þannig að eitt af sögufrægari liðum keppninnar datt út úr keppni á fyrsta degi. Lið þetta hafði verið með síðastliðin fjögur eða fimm ár, aldrei unnið leik og í rauninni aldrei skor- að mark í keppninni. Liðsmennirnir voru orðnir leiðir á því að vinna aldrei neinn bikar svo þeir tóku málið í sínar hendur og brutust inn þar sem verð- launagripurinn var geymdur. Á heimasíðu mótsins kemur fram að bikarinn sé úr gegnheilu reyðfirsku áli, 170 cm á hæð og á bilinu 70-90 kíló, og því óhætt að segja að hann sé verðugt verkefni fyrir innbrotsþjófa. Sökum ölæðis gerðu drengirnir sér enga grein fyrir þessu og létu slag standa og brutust inn þar sem gripurinn var geymdur, tóku bikarinn og gengu af stað út í nótt- ina. Á miðri leið gáfust drengirnir upp og skildu bikarinn eftir á víðavangi. Lögreglan komst á snoð- ir um hverjir voru að verki þar sem sést hafði til nokkurra haugdrukkinna einstaklinga burðast með hátt í tveggja metra háan málmhlut, sem virtist að sögn sjónarvotta níðþungur. Mýrarboltamótið og helgin á Ísafirði var ógleym- anleg og ég efast ekki um að ég muni taka aftur þátt í Evrópumeistaramótinu í mýrarbolta að ári liðnu. Róbert Benedikt Róbertsson robert@mbl.is Þessa refsingu, hauspokann, fengu þeir sem þóttu brjóta heldur harkalega af sér á mýrarboltamótinu. Mýrarboltinn Úrslitaleikur Evrópudeildar karla í knattspyrnu á næsta ári fer fram á nýjum þjóðarleikvangi Rúmena í Búkarest. Unnið er af krafti við mannvirkið þessa dagana og hugað að hverju smáatriði; því má t.d. ekki gleyma að einhverjum áhorfendanna 55.000 sem komast fyrir verður mál meðan á leik stendur. Klósett voru á gátlista gærdagsins. Veröldin Reuters Er einhverjum mál? 6. ágúst Fatamark- aður á Fiskislóð með fatnað og fylgi- hluti fyrir börn og fullorðna. Fjöldi þekktra merkja á góðu verði. 6. ágúst Létt hjóna- og parakeppni í golfi hjá Golfklúbbnum Úthlíð. Keppnisform er Texas Scramble og hefst mótið klukkan 18:00. Ræst verður út af öllum teigum og spilaðar níu holur. 12.-15. ágúst Tónlistarhá- tíðin Berja- dagar í Ólafs- firði haldin í 13. sinn. Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.