SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 4

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 4
4 7. ágúst 2011 Múslimsk trú skiptist í margar kvíslir en aðallega er skiptingin milli súnní- og sjíta- múslima. Landfræðilega skiptast þessar kvíslir einmitt í Írak. Múslimaríkin sem eru vestan við Írak innihalda nánast ein- göngu súnnímúslima en í ríkjunum austan við Írak eru sjítar. Í Írak sjálfu eru sjítar í meirihluta en minnihluti súnnímúslima hefur engu að síður haft öll völd í landinu frá stofnun ríkisins og þar til eftir innrás Bandaríkjamanna árið 2003. Risinn aust- an við Írak, Íran, er hins vegar nokkurs konar höfuðland sjítamúslima. Margar helgustu moskur sjíta eru einmitt í Írak. Enda hefur Íran reynt með undirróðri að ná áhrifum í Írak frá því elstu menn muna. 1979 var mikilvægt ár í sögu beggja landanna en þá kom klerkurinn Ruhollah Khomeini aftur til Írans frá Par- ís, sem leiðtogi íslömsku byltingarinnar. Sama ár tók Saddam Hussein við völdum í Írak af læriföður sínum, Ahmed Hassan al-Bakr, og varð forseti landins. Ári seinna, eða 1980, gerði Írak innrás í Íran og þá hófst átta ára stríð þessara þjóða sem kostaði líf yfir milljónar manna hjá báðum þjóðum. Tveimur árum eftir lok stríðsins, árið 1990, opnuðu þjóðirnar sendiráð á nýjan leik hvor hjá annarri. Ír- an fordæmdi engu að síður innrás Íraks í Kúveit það ár og var, eins og mestallur múslimaheimurinn, fylgjandi því að Írak yrði hrakið á brott frá þessu litla olíu- furstadæmi. Árið 2002 lýsti George Bush Írak, Íran og Norður-Kóreu sem öxulveldi hins illa og ári seinna réðust Bandaríkin inn í Írak. Í framhaldinu upphófst flóð ír- anskra njósnara og undirróðursmanna inn í landið. Í fyrstu kosningum í Írak árið 2005 náðu sjítar í fyrsta skipti völdum í landinu. Forsætisráðherra Íraks, Ibrahim al-Jaafari, fór í fyrsta skipti í sögunni í op- inbera heimsókn til Írans árið 2006. Árið 2008 fór forseti Írans í fyrsta skipti í þrjá áratugi í opinbera heimsókn til Íraks. Nánast allir helstu valdamenn sjíta, sem nú ráða mestu í Írak, eru á einhvern hátt tengdir Íran. Samskiptasaga Írans og Íraks Ibrahim al-Jaafari, fyrr- verandi forsætisráð- herra Íraks, varð fyrsti forsætisráðherra landsins til að fara í opinbera heimsókn til Írans, árið 2006. D avid Petraeus, yfirmaður CIA í Bandaríkjunum, segir oft sögu frá þeim tíma þegar hann var yf- irhershöfðingi leiðangursins í Írak. Sveitir hans höfðu um nokkurt skeið aðstoðað íraska herinn í hörðum bardögum við uppreisnarsveitir sjíta og á fundi um það vandamál bárust Petraeus símaskilaboð. Í of- análag kom það frá valdamiklum manni í ríkisstjórn Íraks, þótt það væri frá írönskum herforinga, Qassem Suleimani, yfirmanni svokallaðra al-Quds-sveita sem eru sér- sveitir sem telja um 15.000 manns og hafa það verksvið að sinna hagsmunum Írans á erlendri grundu. Al-Quds-sveitirnar heyra ekki undir forseta landsins, Ahmadinejad, heldur beint undir erkiklerkinn, ajatollann Ali Khameini. Skilaboðin hljóðuðu svona: „Petraeus hershöfðingi, þú ættir að vita að í fyrsta lagi: Qassem Suleimani stjórnar stefnu Írans í Írak, Líbanon, Gaza og Afganistan. Núverandi sendiherra Írans í Írak er með- limur al-Quds, rétt eins og verðandi sendi- herra.“ David Petraeus veit, eins og aðrir í Írak, að Suleimani er valdamesti maðurinn þar, þótt hann sé Írani og búi í Íran. Þrátt fyrir að meirihluti Íraka sé sjítar hafa súnnítar haldið völdum í landinu frá stofnun ríkisins. Sjít- arnir hafa í áratugi leitað ásjár hjá Írönum, sem eru sjítar eins og þeir. Eftir innrás Bandaríkjanna komust sjítar í fyrsta skipti til valda með fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu. Suleimani er talinn hafa sterk tengsl við alla hópa sjítanna. „Hann er án nokkurs vafa valdamesti maður Íraks,“ segir fyrrverandi öryggis- málaráðherra landsins, Mowaffak al-Rubaie. „Það er ekkert gert í þessu landi án hans.“ Engu að síður hafa fáir þorað að tala um mátt hans og megin þar til núna, þótt hann hafi haldið um stjórnartaumana frá því fyrsta ríkisstjórn sjíta tók við völdum. Frá því íslamska byltingin rændi völdum í Íran hefur Suleimani klifrað hægt og örugg- lega upp valdastigann í landi sínu. Árið 2002, rétt fyrir innrás Bandaríkjamanna í Írak, var hann orðinn yfirmaður al-Quds, sem eru mestu elítusveitir byltingarhers Íran og heyra, eins og áður sagði, beint undir erkiklerkinn. Suleimani hefur einu sinni komið í heim- sókn til Íraks, árið 2006, og fór á milli valdamanna landsins án lífvarða og kom sér síðan aftur heim án þess að Bandaríkjamenn fréttu af því fyrr en eftir á. Það gerði Banda- ríkjamenn eðlilega æfa enda er talið að um fjórðungur fallinna bandarískra hermanna hafi fallið í bardögum við sjíta sem er stjórn- að frá Íran, ergo Suleimani. Bandaríkjamenn hafa lagt áherslu á að trufla og jafnvel rjúfa tengslin á milli Suleimani og valdamanna í Írak með litlum sem engum árangri. SAS- sveitir Breta náðu háttsettum foringja Hez- bollah á sitt vald í landinu (Hezbollah er undir óbeinni stjórn Suleimani) og svo er talið að bandarískar sveitir hafi náð tveimur nokkuð háttsettum foringjum al-Quds á sitt vald fyrir skömmu, en annars hefur lítið gengið að trufla stjórn Suleimani í Írak. „Hann er Keyser Söze,“ segir bandarískur embættismaður og vísar þar til hins dul- arfulla glæpamanns bíómyndarinnar The Usual Suspects, sem aldrei sást og hvergi náðist til, en stjórnaði af botnlausri grimmd og miskunnarleysi. Suleimani hefur verið lýst af andstæðingum sínum sem mjög hæfi- leikaríkum kúgara og harðstjóra. Múslímskir nágrannar Íraks í vestri, þar sem súnnítar ráða ríkjum, telja að stefna Ír- ans í landinu sé að halda Írak veikburða og háðu sér. Ríkin fyrir vestan Írak þar sem súnnítar ráða hafa flest verið í andstöðu við Íran utan Sýrlands og jafnvel Líbanons. Íran styrkti minnihluta sjíta í Líbanon og hern- aðararm þeirra Hizbollah gríðarlega í borg- arastyrjöldinni sem þar geisaði. Einnig hefur Íran fjárfest mikið í súnnítaforystunni í Sýr- landi og skiptir það Íran miklu máli að Bas- har al-Assad haldi völdum þar, enda eina súnnítaríkið sem er þeim vinveitt. Það er óopinbert leyndarmál að Sádi-Arabar eiga erfitt með að fyrirgefa Bandaríkjunum inn- rásina í Írak og stefnu þeirra í landinu fram til þessa, enda höfðu Sádi-Arabar og lönd múslima í vestri þónokkur áhrif í Írak fram til ársins 2003 en nánast engin í dag. Íran hefur eignast nýtt áhrifasvæði. Íranski hershöfð- inginn Valdamesti maðurinn í Írak er yfirmaður ír- anskra sérsveita Erkiklerkurinn Ali Khamenei er æðsti valdamaður Írans, undir hann heyra al-Qud-sveitir Suleimani. Vikuspegill Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Fáar myndir eru til af Suleimani sem fer leynt. Það er gjarnan sagt um innrás Banda- ríkjamanna í Írak að í því stríði standi tveir sigurvegarar uppi; Halliburton og Íran. Halliburton er einka- fyrirtæki sem hefur grætt gríðarlegar upp- hæðir á stríðsrekstr- inum og Íran, sem þrátt fyrir dýran njósnarekstur í Írak hafði engin völd í landinu fram að inn- rásinni, er í dag talið hafa alla þræði í hendi sér. Íran ræður í Írak

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.