SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 13

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 13
7. ágúst 2011 13 Litirnir í þessu setti eru áberandi flottir en höf- uðskrautið gæti orðið til smá trafala. Þó flott sé. Það mætti halda að þessi föngulegi hópur fyrirsæta, sem sýnir hér nýj- asta nýtt í sund og fatatískunni frá Leonisa, sé á leið á kjötkveðjuhátíð. S undfötin og nærfötin frá hinu kólumbíska tískumerki Leonisa eru bæði litrík, kvenleg og kynþokkafull. Nýafstaðin tískusýning minnti einna helst á kjötkveðjuhátíð með glæsilegum búningum og miklu höfuðskrauti sem setti punktinn yfir i-ið. Fyrirtækið var stofnað árið 1956 og miðar að því að sjá um framleiðsluna frá a til ö. Þannig framleiðir fyrirtækið 90% þeirra efna sem notuð eru. Einnig er það þekkt fyrir að vera fyrsta merkið frá Suður-Ameríku til að sjá sjálft um dreifingu í 17 öðrum löndum. Forsvarsmönnum fyrirtækisins er annt um samfélagslega ábyrgð og styðja því við einstaklinga, samfélög og samtök sem vilja koma viðskiptahugmyndum sín- um á framfæri. maria@mbl.is Spænski tískuhönnuðurinn Ruiz de la Prada sýndi nýjasta nýtt úr sinni smiðju á kólumbískum tískusýning- arpöllum nýlega. Ruiz de la Prada hóf feril sinn í tískuheiminum árið 1981 en þá var kvenfatalína hennar kynnt í Madríd. Í kjölfar góðra viðbragða opn- aði hún stúdíó í borginni og tók þátt í tískusýningum í Madríd og Barcelona. Frá árinu 1991 hefur Ruiz de la Prada smám saman fært út kvíarnar og hann- ar nú bæði karlmanns- og kvenfatnað, skó, snyrtivörur og rúmföt. Verslanir með hönnun hennar má finna í Madríd, Barcelona, París, Mílanó, New York, Oporto og Mallorca. Auk þess er hönn- un hennar seld í betri tískuhúsum víða um heim. Á þrítugasta starfsári sínu virðist Ruiz de la Prada engu hafa gleymt. Nýjasta hönnun hennar í sund- fötum ber þess merki og er allt í senn litrík, fjölbreytt og skemmtileg. Stundum geta tvenns konar ólík mynstur farið vel saman eins og sést á þessari mynd. Sundhettan kórónar útlitið. Reuters Þesi blés hlýlegum sumarkossi til við- staddra ílædd glaðlegu, röndóttu bikiníi. Röndótt klikkar sjaldnast. Reuters Þetta bikinı́ er tilvalið fyrir þær sem vilja látlausari liti en samt fallegt mynstur. Krúttulegt á ströndina eða í sundið. Reuters Nýjasta nýtt frá Ruiz de la Prada Tískusýning í anda kjötkveðjuhátíðar Þessar buxur eru mjög krúttlegar og örugg- lega fínar líka til að sofa í þeim. Brjóstahald- arinn sér um smá upplyftingu á barminum. Reuters Vonandi er þessi ekki í sjokki yfir að hafa gleymt sundbuxunum. Farið eftir þennan sundbol, eða samfasta bikiní, gæti orðið í skrautlegri kantinum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.