SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 28
28 7. ágúst 2011 A ð sumu leyti gilda sömu lögmál um rekstur ríkja eins og rekst- ur fyrirtækja. Þegar vel gengur hjá fyrirtækjum hafa þau til- hneigingu til að safna á sig kostnaði, sem strangt tekið væri hægt að vera án. En þegar nóg er af peningum er minna hugs- að um smærri kostnaðarliði hér og þar. Hið sama á við um ríki (og sveitarfélög). Þegar uppsveifla er í efnahagsmálum og velgengnin stendur kannski í mörg ár er tilhneiging til að eyða meiru en beinlínis er þörf á og leyfa sér hitt og þetta á kostn- að skattborgaranna og kannski að ein- hverju leyti í þeirra þágu. Íslenzka ríkið var í þeirri stöðu frá miðjum tíunda áratugnum og fram að hruni. Allt hafði gengið vel og þess vegna leyfði ríkið sér ýmislegt, sem það ella hefði ekki gert. Leiðtogar þjóðarinnar voru á ferð og flugi, jafnvel byrjaðir að nota einkaþotur stöku sinnum með þeim rök- stuðningi að það væri ódýrara þegar á heildina væri litið (!). Sendiráðum fjölgaði. Nú eru aðrir tímar. Þegar harðnar á dalnum hjá fyrirtækjum hefjast þau handa um niðurskurð. Og þá er byrjað á því, sem ekki snertir beint grunnþætti í starfsem- inni eða skaðar tekjuöflun beint. Fólki er fækkað, dregið úr auglýsingakostnaði, yf- irbygging minnkuð. Íslenzka ríkið er að þessu leyti eins og lítið fyrirtæki úti í heimi, sem hefur safnað á sig of miklum kostnaði á velmegunar- tímum. Eitt af því, sem hefur gerzt, er að yfirbyggingin er orðin of mikil og of dýr. Hingað til hefur lítið sem ekkert verið snert við henni. Það er hefðbundið. Þeir, sem halda utan um budduna í fyrirtækja- rekstri, byrja á niðurskurði hjá öðrum. Stjórnmálamenn og embættismenn, sem bera ábyrgð á rekstri ríkisins, byrja á öðr- um en sjálfum sér. Það er orðið tímabært að fækka alþing- ismönnum. Einu sinni voru þeir 49. Nú eru þeir 63. Rökin fyrir því að fækka þing- mönnum blasa við. Samgöngur um landið hafa stórbatnað en fyrst og fremst er það þó hin nýja samskiptatækni, sem veldur því, að það er auðveldara fyrir alþing- ismenn á landsbyggðinni og raunar líka í þéttbýli að halda sambandi við kjósendur sína en áður var. Fyrr á árum var nauð- synlegt fyrir alþingismenn að ferðast mik- ið um kjördæmi sín, oft við erfiðar að- stæður, til þess að halda tengslum við kjósendur. Nú geta þeir auðveldlega gert það dag hvern í krafti nýrrar samskipta- tækni með allt öðrum hætti en áður var. Þetta ásamt mörgu öðru veldur því, að það er hægt að fækka alþingismönnum. Þar með er hægt að fækka starfsmönnum í kringum þá og spara verulega fjármuni. Ráðuneytin eru orðin of mörg og ráð- herrarnir þar með of margir. Sum ráðu- neyti hafa á undanförnum árum og ára- tugum tæpast verið full vinna fyrir ráðherra. Ráðuneyti eru sambærileg við deildir í fyrirtækjum. Þegar vel gengur er þeim kannski fjölgað og deildarstjórum þar með. Þegar illa gengur er þeim fækkað og yfirmönnum þar með. Það sparar pen- inga. Það er ekki ólíklegt að það sé hægt að stjórna Íslandi með sex til sjö ráðherrum. Með því sparast verulegir peningar. Hverjum ráðherra fylgir bæði starfsfólk og margvíslegt tildur og stúss. Þegar fyrirtæki þenjast út fjölga þau út- stöðvum sínum. Bankar opna fleiri útibú. Útflutningsfyrirtæki opna skrifstofur í öðrum löndum. Þegar ríki gengur vel fjölgar það líka sínum útstöðvum. Þær heita á vettvangi ríkisins sendiráð. Fyrir nokkrum dögum tilkynnti einn stærsti banki heims, brezki HSBC-bankinn, að hann mundi segja upp 30 þúsund manns til ársins 2013, selja útibú, loka útibúum, hætta starfsemi í mörgum löndum. Hið sama gera ríki, þegar harðnar á dalnum. Þau fækka sínum útibúum, sendiráð- unum. Það þýðir færra starfsfólk, minni húsnæðiskostnaður, minni ferðakostn- aður, minni risnukostnaður o.s.frv. Íslenzka ríkið hefur staðið í umtals- verðum niðurskurði síðustu rúm tvö ár. Það hafa sveitarfélög líka gert en báðir að- ilar þurfa að gera mun betur. Af ein- hverjum ástæðum hefur ríkið ekki snúið sér að því að draga úr kostnaði við yf- irbygginguna á íslenzka lýðveldinu, sem augljóslega er orðin alltof mikil. Það sama á við um sveitarfélög. Það er auðvelt að reka höfuðborgarsvæðið sem eitt sveitar- félag í stað þess að þau eru sjö. Það þýðir að það er sjöfalt stjórnkerfi í gangi á höf- uðborgarsvæðinu, sjö bæjarstjórnir, sjö borgar- og bæjarstjórar, sjö fjármála- stjórar o.s.frv. Þetta er alltof mikil yfirbygging á fá- mennu samfélagi, hvort sem litið er til ríkis eða sveitarfélaga. Og alltof mikið tildur í kringum þá yfirbyggingu. Gerið ykkur ferð í miðbæinn, þegar ríkisstjórn- arfundir standa yfir, virðið fyrir ykkur svarta bílaflotann fyrir utan stjórnarráðið og veltið fyrir ykkur hvað þessi sýndar- mennska eigi að þýða í okkar litla sam- félagi, þar sem sæmilegur jöfnuður ríkir, þótt hann mætti vera meiri. Það er kominn tími á að sú hófsemd í lifsháttum, sem hrunið hefur kallað á hjá hinum almenna borgara og út af fyrir sig þarf ekki að kvarta yfir nema gagnvart þeim, sem við erfiðust kjör búa, nái líka til þessarar alltof miklu og dýru yfirbygg- ingar á smáríki. Það er athyglisvert að í þeim umræðum, sem hér hafa staðið síðustu misseri um niðurskurð í opinberum útgjöldum, hefur litið verið talað um þennan þátt málsins. Vel má vera, að það byggist á þeirri gam- alkunnu röksemd að í hinu stóra sam- hengi hlutanna sé þetta kostnaður, sem litlu máli skipti. Það eru falsrök, hvort sem þeim er beitt í fyrirtækjarekstri eða í umræðum um rekstur ríkis. Það er rétt, sem sagt hefur verið, að margt smátt gerir eitt stórt. Það á líka við um rekstur hins opinbera kerfis á Íslandi. Hvaða stjórnmálaflokkur vill ganga fram fyrir skjöldu undir kjörorðinu: Við erum íhaldsmenn á almannafé! Við eigum að vera íhaldsmenn á almannafé Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Á þessum degi árið 626 gáfust herir Slava, Persa og Avara upp á umsátrinu um Konstantínópel þrátt fyrir að hafa haft ofurefli liðs og áttu ekki eftir að ógna veldi Býsans í langan tíma á eftir. Sigur Býsans í þessu stríði varð endapunktur á mörg hundruð ára baráttu milli Persa og Býsanmanna (oft kallað Sassanid-Býsan-stríðin, þar sem ætt Sass- anida réð Persaríki) en þetta stríð, sem varaði frá 602- 628, var svo hart og skildi bæði stórveldin eftir í slíkum sárum að það gerði nýju stórveldi auðveldara fyrir að ráða niðurlögum þessara tveggja. Austurrómverska keisaraveldið (Býsanveldið) með Konstantínópel sem höfuðborg stóð sterkt þrátt fyrir hrun Vesturrómverska keisaradæmisins með Róm sem höfuðborg. En árið 602 rændi Phocas völdum í keis- aradæminu og kom á ógnarstjórn með ofsóknum og ótrúlega lélegri stjórnsýslu. Óvinirnir notfærðu sér strax upplausnarástandið með bandalögum sín á milli og inn- rásum í veldi Býsans. Í höndum Phocas hrundi stjórn- sýslan og sérhver orrusta tapaðist þar til Býsanmenn fóru að berjast innbyrðis og komu Phocas loksins frá í stuttri borgarastyrjöld árið 610. Þegar hann var kominn frá náðu Býsanmenn hægt að snúa taflinu við í austurhluta ríkis síns og hrekja Persa á brott þaðan en það kom ekki í veg fyrir að sameinaðir herir Slava, Persa og Avata gerðu umsátur um höfuðborgina í vestri með 80.000 manna árásarlið gegn 12.000 manna varnarliði árið 626. Bandalög á Balkanskaganum hafa verið ýmiskonar og Slavarnir gerðu bandalag við Persa og Avata í þetta skipt- ið en nokkur hundruð árum seinna áttu Býsanmenn eftir að gera bandalag við múslímska heri og hleypa þeim inn á Balkanskagann til að verjast serbneskum kóngi sem var við það að leggja allan skagann undir sig. Hinir íslömsku herir fóru aldrei eftir það og lögðu á endanum sjálfir undir sig allan skagann og Konstantínópel með. En bandalagi Slava, Avata og Persa, sem hafði gengið vel gegn herjum Býsans framan af, gekk núna allt í óhag. Eftir misheppnaðar árásir á virkisveggi Konstantínópel og eftir að hafa verið sigraðir í tveimur sjóorrustum á sundinu við borgina leystist umsátrið upp og þeir lögðu á flótta. Í framhaldinu náði Býsanveldið aftur undir sig öllum Anatólíuskaganum og fór með heri sína inn í Mesópót- amíu og lagði Armeníu aftur undir sig. Þeir fengu Egyptaland og réðu aftur öllum austurhluta Miðjarð- arhafsins. En þótt stríðinu lyki fljótlega eftir hið mis- heppnaða umsátur og friðarsamningarnir sem gerðir voru við Persa ættu eftir að halda að eilífu, því aldrei börðust þessar þjóðir aftur sín í milli, hafði stríðið kostað gríðarlegt mannfall og verið eitt hið kostnaðarsamasta í langri sögu stríða á milli þessara þjóða. Enda var nýtt veldi að rísa upp sem síðar lagði bæði þessi stórveldi undir sig; íslamska veldið. Arabíska veldið réðst árið 633, aðeins fimm árum eftir að hinu blóðuga Sassanid- Býsanstríði lauk, á Persaveldi og lagði það allt undir sig á aðeins 20 árum. Hið nýja arabíska veldi réðst aðeins ári eftir innrásina í Persíu inn í Býsanríkið líka. En það átti eftir að taka aðeins meira en 20 ár að sigrast á Býsan- veldinu. Með innrás Araba inn í Býsanríkið hófst styrjöld sem átti eftir að vara í um 820 ár, með hléum þó. Í fyrsta hluta þeirrar styrjaldar, frá 634-750, náðu Arabar Norð- ur-Afríku og löndum fyrir botni Miðjarðarhafs undir sig, auk Sýríu. Þar með lauk langri sögu Býsanríkisins sem einvalds á Austur-Miðjarðarhafinu. Síðasti hluti í þessari 820 ára styrjöld var stríð sem varaði frá 1265-1453. Á þeim tíma höfðu Ottómanar frá Tyrklandi náð völdum innan íslamska veldisins og stjórnuðu stríðinu gegn Býs- an. Síðustu hálfa öldina var veldi Býsans orðið einangrað við borgina Konstantínópel og ekkert utan þess. En borgin var svo vel víggirt og hafði sigrast á svo mörgum umsátrum að menn töldu hana óvinnanlega. Því kom það á óvart þegar Ottóman-Tyrkir settust um borgina árið 1453 og sigruðu hana á nokkrum vikum og þurrkuðu þar með loksins út Býsanveldið. borkur@mbl.is Sigur Býsan- veldisins Þeódósían-veggir Konstantínópel voru illsigranlegir. Þeir voru reistir á 5. öld og vörnuðu árhundruðum saman árás- árherjum inngöngu í borgina. ’ Enda var nýtt veldi að rísa upp sem síðar lagði bæði þessi stór- veldi undir sig; íslamska veldið Eins og sést á korti af Konstantínópel var lega hennar vel fallin til varna. Enda sigruðust borgarbúar á ótalmörgum árásarherjum þar til hún féll óvænt árið 1453. Á þessum degi 7. ágúst 626

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.