SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 41
7. ágúst 2011 41 LÁRÉTT 1. Gáfur sem bara konur hafa? (9) 4. Box fyrir gamlan ítalskan gjaldmiðil gefur frá sér tón- list. (9) 8. Matar og hrærir í holu. (7) 9. Bar Dags hefur tímaáætlun. (7) 10. Afar laust getur orðið strax. (9) 13. Hestur sem er gáfaður vegna fæðingar. (10) 14. Blágrænastur er á mörkum þess að fá vind. (7) 15. Uppgötvi útlending. (5) 16. Hey skiptinemasamtaka verða að viðhorfi. (7) 17. Kraftur kinda gefur okkur peninga. (8) 18. Stór fær oft bor við hreyfingu á rishæðinni. (9) 22. Hálfþokkalegur hitti tíu, sem að einum viðbætum tók lyf. (8) 23. Þú, sundmaður færð pening. (10) 25. Vigta meira við að hugleiða. (8) 26. Bessa róna má breyta í aðalskonu. (9) 28. Ungi út erlendum peningi í laut. (8) 30. Galli nær að yfirbuga einhvern veginn búr. (13) 31. Óleið getur sýnt afbrigðilegheit. (5) 32. Trjágreinar búnar til úr skýrslum. (13) LÓÐRÉTT 1. Met brotna einhvern veginn með því að ræna þeim. (9) 2. Seinlegir eru á mörkum þess sem greinir frá. (5) 3. Vetrarvegur um geiminn. (11) 4. Lá látinn hjá sléttum. (8) 5. Ófrægið á styttri hátt. (5) 6. Heilagur fiskur hjá unga sést í öndunarvél. (9) 7. Gangflötur með meiðsli angar. (5) 11. Hleypa aur með leiðsögn. (7) 12. Skálaglammið er á mörkum þess að þið stikið til þess. (7) 15. Hræsnarar refsa Íra einhvern veginn. (8) 17. Eru fjöll yndi hjá lauslátum? (9) 18. Draugar sem eiga heima í áburðarhrúgu. (8) 19. Grafsteini má breyta í húsnæði. (10) 20. Mat eyrað að sögn eins og vínið. (8) 21. Við ill fáum brenglaðan kima til að verða stór. (10) 23. Þyrnir, hestur og kindur gefa okkur drykkjupen- inga. (6) 24. Ennþá ís hendi þrátt fyrir að vera sá aðsjálasti. (8) 27. Heyra um gullborna og svín. (5) 29. Fara fimm í Óla út af hljóðfæri. (5) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátt- tökuseðilinn ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 07. ágúst er 12. ágúst. Nafn vinningshafans birtist í blaðinu 14.ágúst. Hepp- inn þátttakandi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi 31. júlí er Sverrir Haraldsson, Selsundi, 851 Hellu. Hlýtur hann að launum bókina Ferðahandbók fjölskyld- unnar. Mál og menning gefur út. Krossgátuverðlaun Magnús Carlsen styrkti stöðu sína á toppi alþjóðlega elo- listans þegar hann bar sigur úr býtum í efsta flokki skákhátíð- arinnar sem lauk í Biel í Sviss á dögunum. Magnús hlaut 7 vinn- inga af 10 mögulegum eða 19 stig en á mótinu var farið eftir þriggja stiga reglunni. Alexand- er Morozevich kom næstur með 6½ vinning eða 17 stig. Sam- kvæmt hinum svonefnda „lif- andi lista“ FIDE er Magnús efst- ur með 2823 en Anand kemur næstur með 2817. Stórmótinu í Dortmund lauk um svipað leyti með sigri Vla- dimirs Kramnik sem hlaut 7 vinninga af 10 mögulegum. Þessi frábæri skákmaður hlýtur að teljast meðal fimm bestu skákmanna heims. Á meðan á þessu stóð fylgdust menn hér heima grannt með góðri frammistöðu Hannesar Hlífars Stefánssonar á opna tékkneska meistaramótinu. Hann var einn efstur fyrir loka- umferðina en tapaði þá fyrir úkraínska stórmeistaranum Dmitry Kononenko og hafnaði í 2.–5. sæti með 7 vinninga af níu mögulegum. Austur í Ningbo í Kína þar sem heimsmeistaramóti lands- liða með þátttöku tíu liða var að ljúka sýndu Armenar úr hverju þeir eru gerðir og sigruðu örugglega. Lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Armenía 14 stig (22½ v.). 2. Kína 13 stig (22½ v.). 3. Úkraína 12 stig (19½ v.). 4. Rússland 10 stig ( 21½ v.). Úrslitin ollu miklum von- brigðum í Rússlandi því strax eftir mótið var landsliðsþjálf- arinn Evgeny Bareev látinn taka pokann sinn. Ýmsir, þ. á m. Anatolí Karpov, hafa látið í ljós áhyggjur vegna hnignandi veld- is Rússa á skáksviðinu. Armenar mæta alltaf til leiks með mikinn metnað í flokkakeppnir. Lev Aronjan var á 1. borði en aðrir í sveitinni voru Movsesian, Akopjan, Sargissian og Hov- hannisjan. Gamall vinur Íslendinga, Yasser Seirwan, átti endurkomu mótsins, hlaut 4½ v. af sjö mögulegum fyrir bandaríska liðið. Hann hefur ekki teflt op- inberlega í um 10 ár og hefur sennilega velt því fyrir sér hvort eitthvað hafi breyst á meðan hann var í burtu. Skákdrottn- ingin Judit Polgar hafði a.m.k. ekkert nýtt fram að færa þegar Ungverjar mættu Bandaríkja- mönnum í 6. umferð: Heimsmeistaramót landsliða 2011: Yasser Seirwan –Judit Polgar Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 d6 7. Bg5 Rbd7 8. e3 b6 9. Re2 Ba6 10. Dc2 c5 11. dxc5 bxc5 12. Rc3 Db6 13. O-O-O Þessi byrjun hlýtur að hafa verkað þægilega á Yasser; en svona tefldu menn oft á árunum í kringum 1990. 13. … Bb7 14. e4 Hab8 15. Hd2 Hfc8 16. Be2 Re8 17. f4 Rf8 18. Hhd1 f6 19. Bh4 Rg6 20. g3! Snjall leikur. Eftir 20. … Rxh4 21. gxh4 getur hvítur sótt eftir opinni g-línu. 20. … Hd8 21. Bg4 e5 22. Be6+ Kf8 23. f5 Re7 24. g4! Skyndilega er svarta staðan orðin afar óvirk. 24. … h6 25. Bf2 Rc6 26. Rd5 Da5 27. h4 Rd4 28. Bxd4 cxd4 29. g5 Bxd5 30. exd5 hxg5 31. hxg5 fxg5 (SJÁ STÖÐUMYND) 32. f6! Leikur peði beint ofan í þræl- valdaðan reit. 32. … Hxb2 Þessi gagnatlaga er dæmd til að mistakast en hvað var til ráða? 32. …. gxf6 er svarað með 33. Dh7! og vinnur og þá er 32. … Rxf6 svarað með 33. Dg6 Hb7 34. Hh1! vinnur strax. 33. Kxb2 Rxf6 34. Ka2 Dc7 35. Hg2 Hc8 36. Bxc8 Dxc8 37. Hxg5 Rxd5 38. Df5 Dxf5 39. Hxf5 Rf6 40. c5 Ke7 41. c6 Rd5 42. Hg1 d3 43. Kb3 Ke6 44. Hfg5 – Ekki besti dagur Juditar sem gafst loksins upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is Armenar með besta liðið á HM í Kína Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.