SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 07.08.2011, Blaðsíða 44
44 7. ágúst 2011 Það er eitthvað heillandi við veröld sem var. Saga stórvelda einsog Býsanveldisins og Austurríkis-Ungverjalands sem gnæfðu yfir ná- grönnum sínum áður en þau hrundu og voru þurrkuð út af yfirborði jarðar er lokkandi. Sjálfsævisaga Stefáns Zweig, sem einmitt heitir Veröld sem var, lýsir austurrísk-ungverska keisaradæminu og lífinu í Vín með svo melankólískri fegurð að hún er enn vinsæl í dag. Verk ungverska höfundarins Miklós Bánffy sem komu út á fyrri hluta síðustu aldar eru farin að vekja þónokkra athygli í bókmennta- hringjum Vesturlanda en þau fjalla einmitt líka um Austurríki-Ungverjaland rétt fyrir hrun veldisins. Öfugt við Zweig var Bánffy embættismaður og að- alsmaður sem var um tíma utanríkisráðherra Ung- verjalands, aðeins þremur árum eftir að stórveldið Austurríki-Ungverjaland hafði verið brotið niður í smáeindir eftir ósigur sinn í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann hafði setið á þingi stór- veldisins í um tuttugu ár áður en það var liðað í sundur. Eftir að kommúnistar náðu völdum í Ungverjalandi og Rúmeníu eftir seinni heimsstyrjöld áttu verk Bánffy litla möguleika. Því þótt hann hefði barist gegn stuðningi Ungverja og Rúmena við nasista þá var hann aðalsmaður og fyrirlitinn sem slíkur af kommúnistum. Fyrsta þýð- ing á verkum hans á ensku var ekki gefin út fyrr en árið 1999. Hann skrifaði mörg leikrit um ævina og smásögur en frægastur er hann fyrir svokallaða Transylvaníu-trílógíu sem stundum er einnig nefnd Skrifað á vegginn. Bækurnar þrjár nefnast; They Were Counted, They Were Found Wanting and They Were Divided. Trílógían kom út á árunum frá 1934 - 1940. Sögurnar lýsa því hvernig austurrísk- ungverska keisaradæminu hnignar, og stöðnun þess; þær lýsa dauð- daga stórveldis. Einum 59 árum eftir að síðasti hluti trílógíunnar kom út í Ungverjalandi kom hún fyrst út á ensku og síðan þá hafa verið að birtast lofsamlegir dómar í blöðum um bækur hans. The Daily Telegraph, The Scotsman, The New Statesman, The Guardian, öll tala blöðin um hann sem meistara og af slíkri gleði yfir að hafa fundið jafn magnaðan höfund sem hef- ur verið óþekktur utan Ungverjalands til þessa. Tóninum í bókum hans er lýst sem harmrænum en ekki bitrum, þótt hann hafi haft allan rétt til þess að vera bitur. Ekki aðeins komst hann til æðstu metorða í ríki sem var liðað sundur og horfði uppá þær hörmungar sem fyrri og seinni heimstyrjaldirnar færðu löndum hans. Óðalsetur ættar hans í Transylvaníu varð fyrir loftárás af bandamönnum sem hann hafði þó frekar viljað að land sitt fylkti sér á bakvið, það var líka rænt af nasistum og brennt til grunna sem refsing fyrir mót- spyrnu hans við stefnu Hitlers og síðan voru rústirnar og lendurnar teknar af honum af kommúnistum og honum meinað að fara yfir til Ungverjalands þegar búið var að færa landamæri Rúmeníu yfir hans lendur. Það er magnað að hann hafi lifað án biturðar. Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Gleymdur meistari Miklós Bánffy Eymundsson 1. Frelsarinn – Jo Nesbö 2. Íslenskur fuglavísir – Jóhann Óli Hilmarsson 3. Það sem aldrei gerist – Anne Holt 4. Einn dagur – David Nicholls 5. Ófreskjan – Roslund & Hellst- röm 6. Hefndargyðjan – Sara Blædel 7. 10 árum yngri á 10 vikum – Þor- björg Hafsteinsdóttir 8. Ég man þig – Yrsa Sigurð- ardóttir 9. Nemesis – Jo Nesbö 10. Skindauði – Thomas Enger New York Times 1. The Help – Kathryn Stockett 2. Portrait of a Spy – Daniel Silva 3. A Dance With Dragons – George R.R. Matin 4. Now You See Her – James Pat- terson og Michael Ledwidge 5. Split Second – Catherine Coul- ter 6. Happy Birthday – Danielle Steel 7. A Game of Thrones – George R.R. Martin 8. The Black Echo – Michael Con- nelly 9. The Confession – John Gris- ham 10. Then Came You – Jennifer Weiner Waterstone’s 1. The Final Curtsey – Margaret Rhodes 2. Ghost Story – Jim Butcher 3. Sky Sports Football Yearbook 2011-2012 – Jack Rollin 4. The Short Second Life of Bree Tanner – Stephenie Meyer 5. Worth Dying For – Lee Child 6. Mini Shopaholic – Sophie Kin- sella 7. Breaking Dawn – Stephenie Meyer 8. Baby Be Mine – Paige Toon 9. The Girl Who Kicked the Hor- nets’ Nest – Stieg Larsson 10. The Power of Six – Pittacus Lore Bóksölulisti Lesbókbækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bóka- búðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölustúdenta, Bónus, Hag- kaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum-Eymundssyni og Sam- kaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. J ohn Green gaf út sína fyrstu bók árið 2005 og hún fékk mjög góðar viðtökur og seldist afskaplega vel. Green sem er frek- ar ungur höfundur, fæddur árið 1977, gekk í Indian Springs School þar sem hann var í heimavist. Byggir hann þessa fyrstu bók sína, sem nefnist Looking for Alaska, á þessari reynslu sinni. Hún fjallar um ungan strák, Mi- les Hartley, sem fer að heiman og í heimavist. Foreldrar hans halda handa honum kveðju- veislu en verða fyrir vonbrigðum þegar aðeins tveir koma í veisluna. En Miles sjálfur er ekki vonsvikinn, hann hefur þegar lært að búast ekki við neinu. Hann hefur gert lokaorð Ra- belais að sínum: Ég leita þess stórkostlega sem kannski er. Í heimavistinni kynnist hann herbergisfélaga sínum, Chip, sem er kallaður ofurstinn. Ofurst- inn gefur Miles uppnefnið Patti, þótt Miles sé hvorki lágur né digur. Ofurstinn kynnir hann fyrir vinkonu sinni, Alaska Young og verða þau þrjú vinir. Patti verður fyrir stríðni og er hent í stöðuvatnið, líklegast fyrir þær sakir einar að þekkja Ofurstann, af gengi innan skólans. Þá byrjar einskonar stríð í strákapörum milli þess- ara gengja á heimavistinni. Meðan á þessu stendur verður Patti ástfanginn af Alaska en þar sem hún er að deita sér eldri strák, metur Patti stöðuna sem vonlausa. Hann fer því að deita aðra stelpu en er stöðugt að hugsa um Alösku. Þau læra að drekka í heimavistinni og fara í sannleikann og kontór og ýmislegt misjafnt kemur í ljós úr fortíð þeirra. Eitt kvöldið verð- ur óvænt atvik tengt Alösku sem leiðir til þess að Patti og Ofurstinn fara að rannsaka meira hegðun hennar og ástæður hegðunarinnar. Bókinni er skipt í tvo kafla; Fyrir og Eftir. Einsog heyra má er ekki um unglingasögu að ræða, heldur frekar einhverskonar millistig, Green skrifar bækur fyrir það fólk sem er rétt við það að verða fullorðið eða nýorðið fullorðið. Looking for Alaska varð mjög vinsæl í Banda- ríkjunum og fékk hann Michael L. Printz verð- launin fyrir bókina, sem eru afhent af Sam- bandi bandarískra bókasafna. Frásagnarstílnum og aðalsöguhetju bókarinnar hefur oft verið líkt við stílinn og aðalhetju Catcher in the Rye eftir J.D. Salinger. Búið er að selja kvikmyndaréttinn á bókinni og mun bíómynd verða gerð eftir henni á næsta ári. Eftir árangurinn með sína fyrstu bók kom strax önnur út eftir hann ári seinna, An Abundance of Katherines. Árið 2008 kom síðan Paper Towns, árið 2010 kom Will Grayson, Will Grayson út og núna í ár kom nýjasta bókin hans út; The Fault in Our Stars. Bók númer tvö sem naut jafnvel enn meiri vinsælda, var Abundance of Katherines sem fjallar um 17 ára strák, Colin Singleton, sem er með þráhyggju um anagram. En anagram er orð sem er myndað með því að raða stöfum annars orðs upp á nýtt. Þegar sagan hefst er þunglyndi farið að hrjá hann, því þótt hann haldi ennþá status undrabarns í sínu litla sam- félagi er hann ennþá mjög langt frá því að verða einhver snillingur. Ofan á það að hann er ekki enn orðinn snillingur einsog hann óskar sér helst, þá er kærastan hans Katherine nýbú- in að segja honum upp. En Katherine er reynd- ar nítjánda í röð kærasta hans sem allar hafa heitið Katherine. Þar sem grunnskólanum er lokið og sumarið framundan áður en fram- haldsskólinn byrjar telur eini vinur hans, Hass- an Harbish, hann á að fara í ferð á bíl yfir sum- arið. Þar lenda þeir í ýmsum ævintýrum sem unglingar vilja lenda í, mörg þeirra tengd stúlkum, önnur tengd verkefnum sem sér- kunnátta þeirra hjálpar þeim við að leysa. John Green er hér að svara fyrispurnum á kynningu á nýjustu bók sinni í Minneapolis í Bandaríkjunum. Stríð í strákapörum Ungir fullorðnir er markhópur lesenda sem John Green hefur sótt inn í af miklum krafti í Bandaríkjunum, hann þykir skrifa auðveldar bækur með góðri persónusköpun Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.