Alþýðublaðið - 23.10.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.10.1923, Blaðsíða 2
2 Þingmálafnndir í Kjósar og (ínllbringa-sýsln. Eins og frá hefir verib skýit hér í blaðinu, hafa frambjóðendur í Kjósar- og Gullbringu-sýslu haldib þingmálafundi undanfarna daga samtals á 12 stöbum, og skal vikib hór ab nokkrum þeirra. Hafnarfjarbarfundurinn var afar- fjölsóttur, og tölubu þar allir fram- bjóbendur og auk þess af hálfu Alþýbuflokksins Davíb Kristjáns- son, Gunnl. •Kristmundsson og Gísli Kristjánsson. Á þessum fundi komu skýrt fram steínur og-s^ob- anir írambjóbendanna, stefna al- þýbunnar annars vegar og >klíku- pólitík< kaupmanna hins vegar. Björn Kristjánsson rébst að vanda á alþýðuílokkinn og fulltrúa hans með BÍnum venjulegu hleypidóm- um. Frambjóðendur alþýðuflokks- ins hröktu það lið fyrir lið og skýrðu afstöðu sína til hinna ýmsu þjóðmála, sem efst eru á baugi. Ágúst; sagðist vera meb Birni og honum sammála. fórður Edílons- son læknir gerbi fyrirspurn um, hvort frambjóbendur vildu beita sór fyrir breytingu á fiskveiðalög- gjöfinni á þann hátt, að til bóta mætti verða fyrir atvinnumál Hafnarfjarðar, og lýstu frambjób- endur Alþýðuflokksins yfir því, að fyrir því myndu þeir beita sér, og kvaðst Ágúst vera þeim sammála, en Björn kvaðst hafa tilhneigingu til þess(!!). Siðast á fundinum skýrði hr. Einar Foigilsson kaup- maður, 1. þingmaður kjördæmis- ins, frá reynslu sinni á drenglyndi og orðheldni B. Kr., og þótti flest- um lýsingin ekki fögur, en lík Birni, enda sannaðist það á fund- inum, að Einar hafði haft Björn með sér við síðustu kosningar, en því hafði Björn neitað og neitaði enn, þótt stabfest væri af mörgum fundarmönnum. EDgum blandaðist hugur um, að frambjóbendur Al- þýðuflokksins áttu fylgi alls fjölda fundarmanna. Af fundunum yfirleitt var það sama að ségja. B. Kr. talaði aldrei um þingmál, en alt af um Alþýðu- flokkinn og þó dálitið mismunandi eftir því, hvar hann var á fundi, auðvitað með tilliti til þess, hvað óhætt mundi að ganga langt í ósannindum. En á öllum fundunum I 'ÁLÞfÐUBLAÐIB fór það á einn veg, að Pelix og Sigurjón báru sigur úr býtum í umræðunum. Á Mosfellssveitarfundinum lenti þeim kaupmönnunum aftur saman, og var þar staðfést að nýju Sbgu- sögn Einars Þorgilssonar um við- skifti þeirra. Beiðin fékk yflrhönd- ina yfir Birni, svo að hann tapaði sór og mæltj æðruorð og gekk síðan af fundi. Á Brunnastaðafundinum talaði Arni Theódór, >afdankaði< kenn- arinn, sem Björn >skaffaði< eftir- launin, mjög meb Birni, hefir haldið, að það væri tryggast upp á eftirlaunin. í Grindavík var fjörugur og vel sóttur fundur, og átti Björn þar öiðugt uppdráttar sem viðar. Björn var sem sé með samábyrgð 1921 á þingi, var þó búinn að þræta fyrir þetta á tveim fundum, en nú dró Felix upp þingtíðindin og bað séra Brynjólf að lesa fyrir gamla manniDn, en prestur kvaðst ekki vilja gera honum þann ó- sóma að láta fólk halda, að Bjöin væri ekki leDgur læs, Björn fékk kast og sagði, að þingtíðindin væru vitlaus, og var þá hlegið dátt. í Höfnum var góður fundur, Ólafur Ketilsson talaði þar um strandvarnirnar og sagði, að óhætt mundi að taka sér betur fram um strandvarnirnar, ef sumir hrepparnir þar syðra ættu að vera byggðir framvegis. Hann kvaðst líka líta svo á, að skaðlaust væri, þótt kjöium mannanna væri jafn- ara skift. Þá flutti Jón kennari snjalla ræðu og upplýsti það, að allar tekjur allra hreppsbúa Hafna- hrepps hefðu verið 40 þúsund kr. eða jafnmiklar og E. Claessens eins. Fetta er ekki mismunur á kjöruml í Keflavík var mjög fjölsóttur fundur. Fundarsljóri var Guðm. Hannesson. Umræður urðu fjörug- ar, og voru frambjóðendur kaup- manna kveðnir í kútinn.að vanda. Á fundinn hafði verið sendur Ól- afur Davíðsson fyrrv. kaupmaður, og var hann >hífaður< eins og oftar, bað upi orðið, en talaði ekki um máleini fremur en í Hafnarflrði, heldur um Felix og Sigurjón, og var hann afgreiddur á venjulegan hátt. Annars má geta þess, að 3—4 fullir menn I voru hafðir frammi í anddyri, og var þeim víst ætlað að gala, Ólafur Aiinbjarnarson kaupmaður stóð þar hjá þeim, sjálfur >hífað- ur<, og var honum víst ætlað að stýra hljóðum þeim, er þeir skyldu gefa frá sér, Annars höfðu kaup menn sína venjulegu ræðumenn, auk Ólafs Davfðssonar Guðmund frá Deiid, Forgrím lækni, nú all- stiltan, þótt ilt væri að skilja hann, að ógleymdum Arna Geiri með alla heimspekina á herðunum. Annars fór fundurinn vel fram. Fólkið var kurteist og atbugult, og mun því yfirleitt hafa blöskrað tilraunir kaupmannaliðsins til ó- spekta, enda sá það um að af- stýra þeim, og ekki mun fólk hafa litið neitt velþóknanlega á það, að svo valinkunnur maður sem Guðm. Hannesson sætti ofsóknum af fúllum mönnum í fundarlok. Sandgerðisfundurinn var fjölsótt- ur og fjörugur. Sigurjón rak land- ráðasögu Björns Kr. öfuga ofan í hann, og Felix tók Agúst til bæna fyrir bannmálið og Östlund, og fanst Birni þá svo mikið um það, að hann fór að vitna með Agúst og kvað alla fisk- markaðsleit árangurslausa og að eins til að friða bannmenn. Er þettá borgun til Péturs Zóph, fyrir dygga þjónustu. Garð-fundurinn gekk ágætlega. Ólafur Daviðsson kom þangað og eitthvað af fyllirútum með honum og byrjaði á sama upplestri, sem Óskar >borgari< tyggur nú upp. Ólafur bóndi Guðlaugsson á Út- skálum tók þá í lurginn á Ólafl Davíðssyni og kvað hans för ó- þarfa og til lítilla nytja, kvað það ekki viðeigandi, að menn væru með persónuleg fúkyrði í stað raka, og krafðist þess, að Ólafur Da- víðsson hætfi slíku, og lét hann sér það að kenningu verða. Gíslí Sighvatsson formaður talaði og, og benti hann á, að B. Kr. hefði lítill bjargvættur verið þeim þar syðra í strandvarnarmálinu, og taldi það óþarfa menD, sem alt af væru að vega að Landsverzlun; kvað hann sér vera vel kunnugt um, hve míkið gagn hún hefði gert, og var getður góður rómur að máli hansf. Allir fundirnir fóru fram með góðu skipulagi og kurteisi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.