Monitor - 03.02.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 03.02.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2011 „Þetta er hressilegt klapp á bakið fyrir okkur öll,“ segir Einar Ben, markaðsgúrú hjá Ring, en vefurinn Ring.is er tilnefndur til Íslensku vef- verðlaunanna fyrir árið 2010 sem verða afhent í Tjarnarbíói þann 4. febrúar við hátíðlega athöfn. Vefurinn er tilnefndur í flokkunum Besti sölu- og kynningarvefur fyrirtækis með yfir 50 starfsmenn og Besta markaðsherferðin. „Það er sannur heiður fyrir allt Ring-teymið að fá þessa tilnefningu,“ segir Einar en til- nefningar í flokkunum hljóta einnig markaðs- herferðir á borð við Karlar og krabbamein og Inspired By Iceland sem hafa hlotið mikið lof. Þá eru til dæmis vefir Stöðvar 2 og Icelandair meðal þeirra sem tilnefndir eru í sama flokki. „Í raun má segja að nú séum við loksins farin að rúlla með stóru strákunum,“ segir Einar en markaðsherferðin sem um ræðir er herferð Ring í samstarfi við Monitor og Mbl. is í kringum Iceland Airwaves-hátíð síðasta árs sem vakti mikla lukku hjá gestum og gangandi. Í herferðinni voru til dæmis mikið notuð myndbönd á netinu sem Monitor birti og slagorðið „Vertu með“ þar sem Ring bauð upp á ýmsa nýja tækni í notkun Android-sím- anna og vakti mikla athygli neytenda. „Við lögðum mikið upp úr að gera okkar besta til að auka upplifun gesta á Iceland Airwaves á þann máta sem við best getum, í gegnum farsímann,“ útskýrir Einar. „Þetta sýnir einfaldlega að hugvit og góðar hug- myndir eru forsenda góðs markaðsstarfs en ekki endilega það að vera með mesta áreitið í öllum helstu fjölmiðlum,“ bendir Einar á. Hann segist ætla að vera jarðbundinn í vænt- ingum sínum fyrir verðlaunaafhendinguna. „Tilnefningarnar eru sigur út af fyrir sig,“ segir Einar hógvær. „Það myndi samt ekki skemma helgina að taka verðlaunin fyrir besta sölu- og kynningarvefinn.“ Vefurinn Ring.is er tilnefndur til Íslensku vefverðlaun- anna 2010 sem verða afhent um helgina. Einar Ben hjá Ring ræddi við Monitor um þennan mikla heiður. Rúlla loksins með stóru strákunum EINAR BEN ER ÁNÆGÐUR MEÐ TILNEFNINGARNAR „Framadagar eru frábær vettvangur fyrir háskólanema til þess að kynnast fyrir- tækjum á Íslandi. Þarna verða fulltrúar nokkurra fremstu fyrirtækja landsins og gestir geta rætt við þessa aðila og kannað framtíðarmöguleika sína, til dæmis varð- andi sumarstörf eða framtíðarstörf,“ segir Brynjar Freyr Halldórsson, fyrirtækjastjóri Framadaga 2011. Markmið Framadaga er að brúa bilið á milli háskólanema og fyrirtækja í landinu en fyrirkomulagið er með þeim hætti að fjöldi fyrirtækja kemur upp básum í Háskólabíói og geta nemendur gengið á milli þeirra og kynnt sér starfsemi fyrir- tækjanna, hvaða störf eru í boði og jafnvel aukið möguleika sína á að fá starf. „Þetta er mjög góð leið fyrir fólk til að skapa tengsl og kynna sig svolítið, sérstaklega fyrir þá sem eru að fara á vinnumarkað- inn, þetta eykur líkurnar á því að þeir fái störf,“ segir Brynjar Freyr. Öðruvísi en 2007 Brynjar Freyr segir að það sé erfitt að svara því nákvæmlega hversu margir hljóti störf beinlínis fyrir tilstilli Framadaga. „Þetta er auðvitað ekki alveg eins og árið 2007 þegar atvinnuleysi í landinu var í algeru lágmarki. Þá bárust sögur af því að fólk væri jafnvel að ganga út af Framadög- um með starfssamninga í höndunum,“ segir hann. „Núna er þetta aðeins öðruvísi og fólk er aðallega komið til að auka vit- und á sér og auka starfsmöguleika sína.“ Auk þessa verða ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar í boði. „Tryggvi frá Góðu vali verður með fyrirlestur um það hvernig þú átt að bera þig að til að fá draumastarfið, aðili frá Lazy Town mun fjalla um fyrirtækið og hvernig það var byggt upp, Northern Light Energy mun fjalla um rafbílavæðingu á Íslandi og um starfsemi nýsköpunarfyrirtækja og maður frá Betware heldur fyrirlestur um tækniþróun á 21. öldinni.“ Það er því ljóst hvar metnaðarfullir háskólanemar munu halda sig næsta miðvikudag. Nánari upplýsingar má finna á Framadagar.is og á Facebook-síðu Framadaga. Framadagar fara fram í Háskólabíói miðvikudaginn 9. febrúar. Tími til að huga að sumarvinnu EKKI BARA FRÆÐSLA Þeir sem mæta á Framadaga eiga kost á að vinna sér inn ýmsa veglega vinninga. Lukkuhjól verður á staðnum sem öllum býðst að snúa. Þar verða vinningar á borð við veiði- kort, máltíðir á Serrano og Saffran, gjafabréf í líkamsrækt, go-kart, „river-rafting“, „river-jet“, leikhús og fleira. Einnig verður happdrætti þar sem annars vegar verður 50 þúsund króna gjafabréf frá Flugfélagi Íslands og hins vegar fjórhjól að andvirði 30 þúsund krónum. KOMDU UNDIRBÚINN • Skoðaðu hvaða fyrirtæki verða á staðnum. Hvaða fyrirtækjum hefur þú áhuga á að vinna hjá og hjá hvaða fyrirtækjum gæti þín menntun nýst? • Undirbúðu spurningar til fulltrúa fyrirtækjanna. Hverju eru þeir að leita að? Nýttu þér svo þessar upplýsingar þegar þú sækir um starf. • Ef þú átt góða ferilskrá taktu hana þá með og reyndu að fá að skilja hana eftir ef þú spjallar við aðila hjá fyrirtæki sem þú vilt vinna hjá. Skilaðu líka inn hefðbundinni umsókn. • Ef þú útbýrð ferilskrá passaðu þá að hafa hana ekki svo langa að lesandinn nenni ekki að lesa hana. Ein til tvær blaðsíður eiga að nægja. Hafðu hana snyrtilega og vel upp setta og láttu lesa yfir hana fyrir þig. BRYNJARI FREY ER EKKI SAMA UM FRAMA FYRIRTÆKI SEM VERÐA Á FRAMADÖGUM Actavis - Aiesec - Arion banki - Betware - Dale Carnegie - Evrópumiðstöðin - Félag íslenskra félags- vísindamanna - Hagvangur - HÍ - HR - JCI - Kjarafélag viðskipta- og hagfræðinga - KPMG - Landsbankinn - Landsvirkjun - Marel - Matís - Nova - Nýsköpun- armiðstöð Íslands - ORF - Félag íslenskra náttúru- fræðinga - Orkuveita Reykjavíkur - Rauði Krossinn - Ríkið - Skýrr - SSF - Stéttarfélag lögfræðinga - Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga - Stéttarfélag verkfræðinga - Tæknifræðingafélag Íslands - Verkfræðingafélag Íslands M yn d/ Si gu rg ei r

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.