Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 3
Það væri fráleitt ef eitthvað væri efst í huga Monitorþessa dagana annað en úrslitin í Söngvakeppni Sjónvarpsins um helgina. Eins og vanalega ríkir gríðarleg spenna fyrir keppninni því sigurvegarinn verður jú fulltrúi þjóðarinnar í Júróvisjón þetta árið. Þegar Júróvisjónlagið hefur verið valið hefst gífurleg Júróvisjónþróunarvinna og hönnun Júróvisjónatriðisins sem skiptir ekki minna máli en lagið sjálft. Hvað er það sem gerirgott Júróvisjónat- riði? Hvaða þættir raka inn Júróvisjónstigum? Þetta eru spurningar sem þarf að finna svör við til að kokka upp hið fullkomna Júróvisjónatriði í ár. Oft hefur verið sagt að nekt selji og í keppni á borð við Júróvisjón á það svo sannarlega við. Einnig þarf lagið að vera Júróvisjóngrípandi og Júróvisjónbúningar sem gleðja augað eru mikilvægir. Júróvisjóndans, Júróvisjóndill og Júróvisjóntúlk- un flytjanda eru atriði sem þarf að hafa á hreinu áður en stigið er á Júrovi- sjónsviðið en Júróvisjónút- geislunin skiptir líka öllu máli. Monitor óskar keppend-um helgarinnar góðs gengis. Ljóst er að sama hvaða Júróvi- sjónlag sigrar um helgina er mikil Júróvisjónvinna eftir og skemmti- legir Júróvisjónmánuðir framund- an fyrir Júróvisjónsjúka. Þeir sem hafa hins vegar ekki gaman af Júróvisjón þurfa líklega að loka sig inni til að komast hjá Júróvisjónumfjöllun nú þegar enn eitt Júróvisjónvorið er hafið. Ef þú þarft að gera við Macbókina þína, stilla inn einhverja snilld í iPhone- inn þinn eða bara kaupa þér nýtt Apple-dót á toppprís þá er málið að skunda í einu tölvuverslunina á Laugaveginum því strákarnir í Macland taka alltaf vel á móti þér. Þeir sem vilja gera sér glaðan dag ættu að skella sér í brunch í Turninum. Á boðstólnum er allt sem hugurinn girnist og mælum við með að mæta virkilega svangur á staðinn.Til dæmis væri hægt að borða sem minnst daginn áður til að spara maga- pláss og í leiðinni nokkrar krónur. Það er alltaf gaman að punta sig og fyrir sérstök tilefni er gaman að vera fínni en vana- lega.Til að gera förðunina sparilegri er sniðugt að skella á sig gerviaugn- hárum sem eru til í ýmsum stærðum og gerðum. Hárin og lím til að festa þau fást í snyrtivöru- verslunum og í næsta apóteki. Monitor mælir með 3 Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: George Kristófer Young (george@mbl.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is), Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is), Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Golli Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Monitor Feitast í blaðinu Hver fer í Eurov- ision? Spekingar spá í spilin fyrir úrslit söngva- keppninnar. 4 Jógvan Hansen í viðtali. Færeying- urinn með flauels- röddina elskar Ísland. Framhaldsskóla- sýningarnar í ár. Hvað verður í boði hjá MA og Borgarfirði? 8 Nilli er í Lokapróf- inu. Hann vill láta kalla sig Nillvélina og á yfir 50 grúppíur. 14 Oroblu- myndaþáttur með Pöttru eft- ir Elísabetu Gunnars. 12 6 Arnar Grant man alltaf eftir smáfuglunum á veturna ;) 4. febrúar kl. 17:30 Sóli Hólm Ég get eiginlega ekki sagt að ég hati Torres. Vorkenni honum miklu frekar. 6. febrúar kl. 20:50 Auðunn Blöndal þarf smá hjálp hérna. Eru ekki allir hérna sammála því að Leo var kominn heim í Inception ? Kringlan var að fara að stoppa á borðinu ! unglingurinn á heimilinu er ekki á því... 7. febrúar kl. 22:57 Ingólfur Þórarinsson Þá veit ég hvað ég skýri son minn. Elvis Ingólfsson. Þjóðlegt nafn með nýmóðins ívafi. 8. febrúar kl. 19:10 Efst í huga Monitor Júróvisjónbrjálæðið hefst Gunnar Í Krossinum Þorsteinsson Konan er komin heim.....heima er best. 7. febrúar kl. 22:59 TIL HÁTÍÐARBRIGÐA Tobba Marin- ósdóttir poppar handa vinnu- félögunum og mánudagurinn verður skyndilega mun betri! 7. febrúar kl. 16:13 JÓHANNA STEFNIR Á ENDURKOMU HERA HEFÐI VILJAÐ FLEIRI STIG Vikan á... fyrst&fremst Monitor TV tók þá Einar Bárðarson og Loga Geirsson tali í myndskeiði sem má sjá á mbl.is. Þar má sjá meira um Karlaklefann. Einar Bárðarson, útvarpsstjóri Kanans, hefur um árabil verið í þéttari kantinum. Nú hefur handbolta- hetjan Logi Geirsson tekið hann upp á arma sína og ætlar að koma honum í form í nýjum vefþætti sem er að hefja göngu sína í Mbl Sjónvarpi. „Markmiðið er að komast niður í 100,5 kíló,“ segir Einar en 100,5 er einmitt útvarpstíðni Kanans. Þátturinn hefur fengið nafnið Karlaklefinn og hefjast sýningar í þessum mánuði. „Ég er nýgenginn til liðs við Kanann og ég vil hafa menn í mínu liði í toppformi,“ segir Logi sem tók á dögunum við stöðu sölu- og markaðsstjóra hjá fyrir- tækinu. „Hingað til hefur engum tekist að koma Einari í form og ekki honum sjálfum heldur en ég er klár á því að mér muni takast þetta. Ég hef náð öllum mínum markmiðum hingað til og þetta er ekkert að fara að klikka,“ segir Logi kokhraustur. Sagaður í sundur? Þótt verkefnið sé stórt er Logi hvergi smeykur. „Þegar ég var að ákveða hvort ég ætti að taka hann í gegn velti ég því fyrir mér hvort ég þyrfti ekki að saga hann í sundur til að ná honum niður í 100,5 kíló,“ segir Logi og þeir félagar hlæja báðir. Logi segist þekkja íþróttafræðin út og inn og ætlar að beita allri sinni kænsku til að fitusprengja útvarpsstjórann. „Ég er menntaður einkaþjálfari frá ÍAK og nýkominn heim úr atvinnu- mennskunni þannig að ég kann þetta allt. Ég ætla að búa til mjög fjölbreytt og erfitt prógram. Hann er að fara að hlaupa upp á fjöll,“ segir Logi. Hver þáttur endar á vigtun og ef Einar hefur náð vikulegu markmiði sínu þarf Logi að gangast undir áskorun, annars öfugt. Fær ekki að spila með FH Einar fullyrðir að hann sé tilbúinn að taka á því og staðráðinn í að grenna sig. „Það er kominn tími á að hleypa mjóa manninum út úr skápnum,“ segir Einar og kveðst eiga kort í helstu líkamsræktarstöðvum landsins. „Fæ ég ekki að spila líka? Fæ ég ekki FH-treyju?“ spyr Einar, en Logi leikur sem kunnugt er með handknattleiksliði FH í efstu deild. „Við skulum nú ekkert vera að fara út í það,“ segir Logi. Logi Geirsson ætlar að megra Einar Bárðarson í nýjum vefþætti í Mbl sjónvarpinu. „Við komum þér í form gamli“ Mynd/Ómar FYRIR TÆKNITRÖLL Í MALLAKÚTINN

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.