Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 6
6 Monitor FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Dark Side of the Moon í Borgarfirði Bjartur Guðmundsson, leikstjóri sýningar Menntaskóla Borgarfjarðar Um hvað er sýningin? „Eins og platan þá fjallar leikritið um það hvað það er sem lætur fólk í rauninni klikkast. Ekki endilega verða geðveikt heldur hvaða hlutir eru svo firrtir í samfélaginu að það ýtir því yfir brúnina. Og við ætlum að skoða þetta svolítið út frá leikhópnum, hvaða hlutir það eru í okkar samfélagi sem eru svo firrtir að þeir fá mann til að fara yfir mörkin.“ Hvers vegna ætti fólk að velja þessa sýningu? „Í fyrsta lagi þá er þetta frábær tónlist. Platan Dark Side of the Moon er enn þann dag í dag þriðja söluhæsta plata í heimi og er alger klassík. Tónlistin er hrikalega öflug og maður fer í svakalega rússíbanaferð með því að hlusta á hana. Í öðru lagi þá mun þessi sýning eiga erindi við fólk í dag og þetta verður svolítil ádeila. Þannig ég held að við munum bæði hafa eitthvað fram á að færa og að þetta verði bara dúndurgóð skemmtun!“ BJARTUR ER HRIFINN AF TÓNLISTINNI KAREN BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR leikur Jóhönnu Öglu í leikriti LMA Aldur: 17 ára. Braut: Félagsfræðibraut. „Ég leik Jóhönnu Öglu sem er í klíku í skólanum sem einkennist af því að allir eru með mjög fjölbreytt og fyrirferða- mikið hár. Henni finnst útlitið skipta meira máli heldur en gáfur og heldur að fallegt fólk nái betri árangri.“ Áttu mikið sameigin- legt með karakternum? „Já, mjög mikið reyndar. Hlutverkið var eiginlega með mig í huga eftir að ég fór í prufu þannig við eigum mjög mikið sameigin- legt.“ Finnst þér þá útlitið skipta meira máli en gáfur? „Nei, við eigum það reyndar ekki sam- eiginlegt!“ Átt þú einhvern tím- ann slæma hárdaga? „Nei, aldrei!“ Ætlarðu að halda áfram í leiklist eftir menntaskóla? „Já, það er alveg öruggt!“ Bryndís Rún Hafliðadóttir, varaformaður Leikfélags MA. Um hvað er sýningin? „Þetta er þroskasaga stráks í 2. bekk í MA. Sagan gerist daginn fyrir 18 ára afmælið hans og hann hefur mjög stutt- an tíma til þess að ákveða hvað hann á að verða og við hvað hann vill vinna í framtíðinni. Og honum finnst þetta allt saman koma aðeins of fljótt.“ Hvers vegna ætti fólk að velja þessa sýningu? „Vegna þess að þetta verður besta sýning sem MA hefur sett upp fram að þessu.“ BESTA SÝNING MA, SEGIR BRYNDÍS KAREN SEGIST LÍKJAST KARAKTERNUM SÍNUM Leikrit: Bad Hairday (vinnuheiti). Leikstjóri: Guðrún Daníelsdóttir (Garún). Frumsýnt: 18. mars í Rýminu. Leikrit: Dark Side of the Moon. Leikstjóri: Bjartur Guðmundsson. Danshöfundur: Birna Kristín Ásbjörnsdóttir. Frumsýning: 24. mars í hátíðarsal Menntaskóla Borgarfjarðar. Óstýrilátt hár á Akureyri ÓLAFUR BÝST VIÐ ROKK- STEMNINGU Í BORGARNESI Menntaskólarnir í landinu setja upp fjöl- margar metnaðarfullar leiksýningar þetta árið. Monitor heldur áfram að kynna sér þær. ÓLAFUR ÞÓR JÓNSSON formaður leiklistarfélags Menntaskóla Borgarfjarðar Er mikil aðsókn í leikfélagið? „Já, hún hefur verið nokkuð mikil. Það hafa verið um 40 manns að taka þátt í fyrstu æfingunum.“ Leynist mikið af hæfileikafólki í Borgarfirðinum? „Já, það er mjög mikið af hæfi- leikafólki hér.“ Áttu von á mikilli rokkstemningu í bænum í kringum frumsýning- una? „Já, ég býst við því. Og ég býst við því að mikið af eldra fólki sem þekkir þessa tónlist muni flykkjast á sýninguna. Bæði ungir og gamlir munu geta samsamað sig með verkinu.“ Hlustar þú á Pink Floyd? „Já, mjög mikið. Hugmyndin að þessari sýningu kom nú samt upphaflega frá leikstjóranum.“ Það hafa allir upplifað svokallaða „slæma hár- daga“ en það fyrirbæri, og fleira sem plagað getur ungt fólk, kemur við sögu í leikritinu sem Leikfélag Menntaskólans á Akureyri setur upp í ár. Verkið er frumsamið og gengur undir vinnu- heitinu Bad Hairday en aðalsöguhetjan glímir við stærri vandamál en óstýrilátt hár, nefnilega hvert hann eigi að stefna í framtíðinni. Borgfirðingar ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en þeir ætla að setja upp leikrit byggt á plötunni Dark Side of the Moon eftir Pink Floyd. Leikritið er frumsamið af leikstjóranum í samstarfi við leikhópinn og er að mestu leyti unnið í gegnum spuna. Enn er drjúgur tími í frumsýningu og á eftir að skipa í hlutverkin en aðstandendur segja sýninguna bæði verða stórskemmtilega og vekja áhorfendur til umhugsunar.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.