Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 9
9FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Monitor Sjarmörinn Jógvan Hansen sigraði X-Factor keppn- ina árið 2007 og hefur síðan verið áberandi í íslensku tónlistarlífi. Hann gaf út sólóplötu eftir keppnina og hefur átt mörg vinsæl lög í útvarpinu. Um helgina keppir hann í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins en hann hefur tvisvar áður keppt í undankeppni fyrir Eurovision og gengið vel þó hann hafi aldrei komist alla leið. Það er nóg um að vera hjá Jógvani sem er söngvari í fullu starfi. Monitor náði tali af honum nýkomnum frá annasamri helgi í Vestmannaeyjum. „Það er alltaf dásamlegt að fara til Vestmannaeyja fyr- ir utan hvað það getur verið mikið vesen að komast þangað. Ég veit ekki hversu mörgum klukkustundum ég hef eytt í að ferðast til og frá Vestmannaeyjum,“ sagði Jógvan þreyttur eftir ferðalagið en þó jákvæður í garð eyjanna. „Það er reyndar svolítið heimilislegt fyrir mig þar sem ég er alinn upp í Færeyjum. Þar gátu samgöngurnar verið frekar erfiðar stundum og allt stjórnast af veðrinu.“ Hvernig var að alast upp í Færeyjum? Ég get varla lýst því hversu gott er að alast upp í litlu samfélagi. Á eyjunni minni búa um fimm þúsund manns og þar bjó ég alveg þar til ég var 25 ára með stuttum stoppum í Þórshöfn. Bærinn sem ég er frá heitir Klaksvík og þar búa flestir eyjaskeggjar en ég var mikið hjá ættingjum mínum í litlu þorpi þar sem búa bara 70 manns þegar ég var yngri. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að alast upp í þessu litla þorpi. Saknarðu einhvers þaðan? Ég get ekki sagt að ég sakni neins nema fjölskyldu og vina. Ég vil hafa mikið að gera sem er ekki hægt í Færeyjum nema þú sért bestur í einhverju fagi og kunnir allt því viðkomandi. Samkeppnin er mjög hörð í svona litlu samfélagi og sérhæfing ekki mikil. Ég gat til dæmis ekki unnið bara við að gera permanent, maður þurfti að vera góður í öllu. Mér fannst ég því ekki vera að fá nóg borgað fyrir vinnuna mína. Á Íslandi get ég klippt fyrir fimmþúsund krónur en í Færeyjum hefði ég fengið þúsundkall fyrir sama verk. Er Klaksvík eins konar Selfoss Færeyja? Já, ætli það sé ekki svipað. Það eru allar týpur þar, líka hnakkar, nema kannski færri af þeim. Það hefði kannski verið hægt að flokka mig sem pínu hnakka á sínum tíma í Klaksvík. Þekkjast allir í Færeyjum? Já. Lífið á svona lítilli eyju er miklu flóknara en í stærri löndum sem gerir það að verkum að við erum öll svo næs hvort við annað. Það er umtalað hversu brosmildir og ljúfir Færeyingar eru en það er út af því að ef þú lendir upp á kant við einhvern er viðkomandi líklega tengdur nágranna þínum eða vini. Þess vegna reyna allir að halda sig frá vandræðum. Þeir sem gera eitthvað af sér fá fljótt að finna fyrir óþægindunum og þegar maður klúðrar einhverju fær maður að upplifa allan tilfinningapakkann. Þetta er þroskandi en getur verið svolítið erfitt. Byrjaðir þú snemma í tónlist? Ég byrjaði að læra á fiðlu þegar ég var níu ára. Ég man að ég var veikur einn dag í skólanum og þegar ég mætti daginn eftir voru allir í bekknum byrjaðir að æfa á fiðlu nema ég. Þegar ég kom heim vildi ég að sjálfsögðu líka prófa en endaði svo með að vera eini strákurinn sem hélt eitthvað áfram. Flestir hættu bara eftir hálft ár. Ég spilaði mikið af klassískri tónlist en fékk nóg af Bach, Beethoven og Mozart á ákveðnum tímapunkti. Þá hafði ég kynnst mikið af fólki í skátunum og heillaðist af folk-tónlist. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að spila á gítar að ég fór að hlusta almennilega á popp og rokk. Hvenær byrjaðir þú að syngja? Þegar ég var svona 16 ára. Mér fannst ekki nógu skemmtilegt að spila bara á gítarinn svo ég söng oft með. Einu sinni var ég á leikæfingu að glamra og syngja og nokkrir strákar heyrðu í mér. Þeim fannst ég geta sungið og spurðu mig hvort ég vildi ekki vera í hljómsveitinni þeirra, Aria, sem vantaði einmitt söngvara. Á fyrstu æfing- unni tókum við lagið sem ég hafði verið að syngja og svo spurðu þeir mig: „Kanntu einhver fleiri lög?“ Ég neitaði því enda kunni ég engin. Þá báðu þeir mig að taka bara eitthvað lag með Bítlunum og ég svaraði: „Hverjir eru það?“ Ef þeir hefðu beðið mig að spila Eine kleine Nachtmusik eftir Mozart hefði þetta verið auðvelt. Myndir þú segja að þú værir hinn færeyski Alex- ander Rybak? I wish! Ég er alls ekki góður á fiðluna í dag þó ég kunni nóg til að skemmta mér og spila í partíum. Kom aldrei til greina að fara frekar í þungarokkið? Það hefur aldrei heillað mig. Vissulega tók ég mitt tímabil og hlustaði á dauðarokk en ég gerði það bara því hinir strákarnir voru að hlusta á þetta. Ég skildi ekkert hvað þeir voru að syngja og öskra, hvort það var verið að syngja um djöfulinn eða Jesú. Þú skaust hratt upp á stjörnuhimininn í Færeyjum og gafst út fjórar vinsælar plötur þar. Hvað stendur upp úr? Ég man sérstaklega eftir Ólafsvöku 1999. Við í Aria vorum síðastir á svið og 4500 manns á tónleik- unum sem var rosalega mikið þá í Færeyjum. Það var ólýsanlegt fyrir okkur og virkilega gaman. Við vorum svo miklar stjörnur sem var skemmtileg tilfinning. Af hverju fluttir þú til Íslands? Vinkona mín fékk þá hugmynd að við tvö myndum læra förðun. Við höfðum nýlokið við hárgreiðslunám- ið og hún var ólétt, ekki eftir mig samt. Hún vildi fara í eitthvað annað land og læra förðun sem er tiltölulega stutt nám og við vildum ekki fara of langt frá Færeyjum. Ég lagði af stað út í þetta ævintýri, kláraði förðunina og endaði sem klippari og síðar sem söngvari á Íslandi. Er Ísland fyrir Færeyingum eins og Danmörk fyrir Íslendingum? Kannski ekki alveg því Íslendingar og Danir eiga ekki mikið sameiginlegt en Íslendingar og Færeyingar eru næstum því alveg eins. Það eina sem skilur á milli eru smá tungumálaörðugleikar sem tæki enga stund að laga væri vilji til að tengja löndin betur. Færeyingar fara mikið til Danmerkur því þar eru svo góð kjör fyrir námsmenn, sérstaklega danska ríkisborgara. Ég held að langflestir þeirra fari þó heim aftur til Færeyja en þeir sem koma til Íslands setjast hér að. Mér líður svo vel hér og hef enga löngun til að fara aftur heim. Ísland er alveg eins og Færeyjar, bara stærra og hér eru miklu fleiri tækifæri. Ég er með fjöllin, fiskilyktina, snjóinn og kuldann. Þið talið bara svolítið skrítna færeysku. Var markmiðið að meika það í tónlistinni hér? Alls ekki. Ég var eiginlega hættur í þeim bransa. Hara- stelpurnar skráðu mig gegn vilja mínum í X-Factor. Ég hafði þá verið að syngja í einu og einu brúðkaupi hér á landi hjá fólki sem ég þekkti. Mér leist ekkert á að gera mig að fífli fyrir framan alla íslensku þjóðina og þó mér sé sama hvað fólk segir um mig vildi ég kannski ekki vera á útopnu í sjónvarpinu í nýju landi. Þetta var mjög stórt stökk fyrir mig hér á landi þó ég hafi verið mjög vanur að koma fram bæði í sjónvarpi og annars staðar. Þú sigraðir X-Factor með 70% atkvæða. Hvernig var tilfinningin? Þetta var ómetanlegt og ég mun aldrei skilja af hverju þetta fór svona ótrúlega vel. Hversu sigurviss ertu fyrir helgina? Þegar ég fer í keppni horfi ég hvorki niður né upp. Málið er ekki endilega að vera á toppnum ef maður vill lifa á listinni. Þetta er ekki spurning um að vera frægastur eða vinna mest heldur að geta skapað sér vinnu. Þegar ég lít á keppinauta mína sem eru reyndar allir vinir mínir finnst mér ég eiga jafnmikla möguleika og hinir á að sigra. Hvaða lag er best í úrslitakeppninni að þínu undanskildu? Ég vil ekki segja það því ég ætla ekki að auglýsa eitt einasta lag nema mitt eigið. Hvernig hyggst þú sigra Eurovision komist þú áfram í lokakeppnina? Ég sé ekki endilega fram á að vinna en ég er fullviss um að ég væri góður fulltrúi íslensku þjóðarinnar í þessari keppni. Þegar ég horfi á atriðin í Eurovision finnst mér skipta máli að viðkomandi aðili sé þjóð sinni til sóma. Keppnin er svo mikil pólitík svo það er því miður ekki alltaf besta atriðið sem vinnur. Hvað myndi Ísland líka gera ef við myndum óvart vinna einn daginn? Ertu mikill aðdáandi keppninnar? Ég elska Eurovision. Ég gerði mér ekki grein fyrir þessari aðdáun minni fyrr en ég flutti hingað en ég hef alltaf fylgst með keppninni því systir mín horfði alltaf á þetta. Er keppnin vinsæl í Færeyjum? Ég hugsa að keppnin sé orðin vinsælli eftir að Færey- ingar fóru að taka þátt í undankeppninni á Íslandi. Hún er samt ekki jafn vinsæl og hér. Varst þú orðinn þreyttur á að bíða eftir að Færey- ingar fengju að taka þátt í Eurovision? Því miður hefur ekki enn farið Færeyingur í Eurovision og ég væri alveg til í að vera fyrstur, það væri toppurinn. Ég myndi samt alltaf keppa sem færeyskur Íslendingur færi ég fyrir hönd Íslands. Þekkir þú Brand Enna? Ég þekki hann mjög vel enda spiluðum við mikið í Færeyjum á svipuðum tíma og sungum meira að segja saman í verkefni sem hét Kular Røtar. Á þeim tíma var barnastjörnuæði í heiminum og þau Jóhanna Guðrún að slá í gegn. Ég var orðinn tvítugur og því alltof gamall. Ert þú stórstjarna í Færeyjum? Ég hef alltaf verið í tónlistinni og mikið í leikhúsinu. Þegar ég var 16 ára byrjaði ég að syngja með hljóm- Færeyski flauelsbarkinn Jógvan Hansen söng sig inn í hjörtu landsmanna þegar hann sigraði X-Factor árið 2007. Jógvan ræðir við Monitor um lífið í Færeyjum, frægðina, Eurovision og hvernig það er að vera gagnkynhneigður klippari. Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Golli golli@mbl.is HRAÐASPURNINGAR Uppáhalds Eurovision-lag? Nocturne sem er norskt Eurovision-lag frá árinu 1995. Uppáhaldshárgreiðsla? James Dean. Uppáhaldstónlistarmaður? Sting. Uppáhaldsmatur? Skerpukjöt. Uppáhaldskvikmynd? Seven. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? True Blood. Fyndnasti Færeyingurinn? Frændi minn, Hans Hjalti Skaale. Það besta við Færeyjar? Tíminn stendur í stað. Það versta við Færeyjar? Tíminn stendur í stað. Þið talið bara svolítið skrítna færeysku. Líka hnakkar í Klaksvík

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.