Monitor

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Monitor - 10.02.2011, Qupperneq 12

Monitor - 10.02.2011, Qupperneq 12
12 Monitor FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Háir hælar voru fundnir upp af konu sem hafði verið kysst á ennið – Christopher Morley Elísabet Gunnarsdóttir, stílisti, hefur verið í samstarfi með Oroblu í um það bil ár og sá hún meðal annars um að stílísera tískusýningu fyrir merkið síðasta haust. Sýningin fékk góð viðbrögð og var önnur haldin núna um daginn. Myndaþáttinn hér að ofan gerði Elísabet ásamt góðu teymi fyrir Oroblu. Persónulegur „shopper“ Elísabet hefur gert góða hluti á verald- arvefnum en hún býr í Svíþjóð og býður Íslendingum upp á sérstaka þjónustu í gegnum heimasíðu sína. „Ég býð Íslend- ingum upp á að vera þeirra persónulegi „shopper“ í sænskum verslunum,“ segir Elísabet. Á síðunni hennar er hún dugleg að koma með hug- myndir að góðum kaupum og setur hún til dæmis alltaf inn á síðuna flíkur sem hún fjárfestir sjálf í. „Þetta hentar ótrúlega vel í því ástandi sem ríkir heima núna þar sem fólk er mun minna að skella sér út í verslunarferðir eins og tíðkaðist áður,“ segir Elísabet. Nýr vefur væntanlegur Næst á dagskrá hjá Elísabetu er splunkuný heima- síða þar sem ýmsar breytingar og nýjungar verða gerðar. „Ég er einnig að undirbúa aðra töku fyrir Oroblu sem verður með öðru sniði en hinar fyrri. Fyrir utan það þá er það auðvitað bara að halda áfram að afgreiða kaupglaða Íslendinga sem og halda heimasíðunni lifandi og skemmtilegri,“ segir Elísabet létt. Alltaf í fatabúðum Stíllinn sýnir hér brot úr nýjum fallegum tískuþætti fyrir Oroblu sokkabuxur. Myndir: Elísabet Gunnarsdóttir Vinnsla: Saga Sig Förðun: Karolina Johansson Módel: Pattra Sriyanonge ge ir i@ m on it or .is „Survival Kit“ fyrir karlmenn Þetta eru hlutir sem allir karlmenn þurfa að eiga að mati Geira Pönks. Þar sem kuldinn hérna á Íslandi og vind- urinn fer illa með húðina okkar og hárið, er nauð- synlegt að eiga gott rakakrem og gott sjampó og næringu með góðum raka í. Varasalvi. Það vill enginn sjá varir sem eru uppþornaðar eins og lúið varadekk af Bronco. Góðir kulda- skór eða „boots“ með grófum sóla. Svo þú þurfir ekki að bíða í heilan dag uppi á slysó af því þú fórst í tjúttskón- um með ruslið og endaðir með andlitið í götunni. Nefháraklippur. Það finnst engri stelpu sexy að sjá einhver löng og gróf nefhár stingast út úr nösunum á þér. Góður rakspíri sem fer þér vel. Biddu vinkonur þínar um álit og prófaðu þig áfram. Kúl taska. Undir öll herlegheitin og annað sem þú vilt hafa með þér. Ú R PÖ N KH EI M U M Tískuþáttur Oroblu BLEIKI LITURINN ER STELPULEGUR OG SÆTUR PATTRA MINNIR Á GEISHU Á MYNDINNI EFNIÐ FYRIR HNÉN KEMUR VEL ÚT stíllinn SÆT OG SEIÐANDI Í SÆNSKRI NÁTTÚRU SNIÐUGT AÐ KLIPPA SAMAN SOKKABUXUR ELÍSABET ER ALLTAF FLOTT KLÆDD OG VEIT HVAÐ ER Í TÍSKU Elísabet Gunnarsdóttir er búsett í Svíþjóð og heldur utan um vefinn www.elisabetgunnars.tk. Auk þess tekur Elísabet að sér ýmis verkefni á borð við ljósmyndun og stílíseringu. 60 SEKÚNDUR MEÐ ELÍSABETU Er erfitt að hafa svona mikið að gera og vera móðir samhliða því? Það er ekki erfitt en það er krefjandi og krefst skipulags. Hvers vegna ákvaðstu að flytja til Svíþjóðar? Maðurinn minn fékk samning hér í handboltanum og við mæðgur fylgdum með. Hvað er það besta við Svíþjóð? Fjölskyldumenningin sem hentar okkur litlu fjölskyldunni svo vel og að sjálfsögðu allar fínu búðirnar „mínar“. Hver er uppáhalds sænska búðin þín? Litla apabúðin mín, Monki, Mirorna sem er eins konar Góði hirðir Svíþjóðar og svo er H&M auðvitað uppáhald allra. Hvað er uppáhaldsmerkið þitt? Í dag er svo mikið af hæfileikafólki í þessum geira. Ég fell því meira fyrir einstökum flíkum hönnuða heldur en að eiga mér uppáhalds tískumerki. Hver er fyrirmyndin þín í lífinu? Pabbi minn. Hefurðu lent í erfiðum viðskiptavin- um? Oft og mörgum sinnum en ekki nýlega. Hvers saknar þú mest við Ísland? Bestu vinkvenna minna og fjölskyldu. Ég er svo rík af frábæru fólki.

x

Monitor

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.