Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 10.02.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 2011 Monitor Frumsýningar helgarinnar True Grit er endurgerð á samnefndri kvikmynd frá árinu 1969. Þá lék John Wayne aðalhlutverkið. ÞETTA ER EKKI AUGLÝSING FYRIR STURTUSÁPU Popp- korn Tökumaðurinn að Black Swan, Matthew Libat- ique, segir í nýlegu viðtali að Íslendingurinn Ólafur Elíasson og uppsetning hans, The Weather Project, sem hann gerði í Tate Modern safninu í London hafi veitt mikinn innblástur við tökur á ballett- senum myndarinnar. Myndatak- an í Black Swan er einmitt tilnefnd til óskarsverðlaunanna. Leikstjórar kvikmyndar- innar Little Miss Sunshine frá árinu 2006 eru með nýja mynd í bígerð. Leikarinn Paul Dano sem lék litblinda unglinginn í Little Miss Sunshine mun fara með aðalhlutverkið í kvikmyndinni sem ber nafnið He Loves Me og segir frá ungum rithöfundi sem slær í gegn en fær svo ritstíflu. Til að sporna við stíflunni skrifar hann um draumaprinsess- una sína sem hann kynnist svo í alvörunni. True Grit Myndin gerist árið 1877 í Arkansas. Mattie Ross (Steinfeld) er 14 ára gömul þegar faðir hennar er myrtur á hrottalegan hátt. Mattie vill tafarlausa hefnd og leitar til hins gamalreynda og grjótharða mannaveiðara Cogburn (Bridges). Mynd- in hefur hlotið 10 tilnefningar til óskarsverðlaunanna. Leikstjóri: Ethan Coen og Joel Coen. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Matt Damon og Hailee Steinfeld. Lengd: 110 mínútur. Dómar: IMDB: 8,2 / Metacritic: 8,0 / Rotten Tomatoes: 95%. Aldurstakmark: 16 ára. Kvikmyndahús: Laugarásbíó og Sambíóin. Just Go With It Leikstjóri: Dunnis Dugan. Aðalhlutverk: Adam Sandler og Jennifer Aniston. Lengd: 110 mínútur. Dómar: Engir dómar komnir. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó. Lýtalæknir fellur fyrir mun yngri konu og fær að- stoðarkonu sína til að þykjast vera sín fyrrverandi. Ég var gjörsamlega búinn á því þegar myndin endaði. Sat bara í bíósætinu dofinn. Ætli þetta sé ekki bara ein magnaðasta mynd sem ég hef séð í langan tíma. Hún gengur alveg fullkomlega upp. Uppbygging- in, takturinn, leikurinn, tónlistin, handritið, já bara allt gengur upp. Natalie Portman er ótrúleg leikkona. Mér hefur alltaf fundist hún fínasta leikkona en eftir þessa mynd þá sér maður virkilega hvað í henni býr. Hún hlýtur að fá óskarinn, trúi ekki öðru. Mila Kunis og Vincent Cassel eru líka virkilega góð sem og Barbara Hershey sem leikur móður Ninu. Allt vel skrifaðir karakterar sem komast vel til skila. Mér finnst samt alltaf smá skrítið að heyra Milu Kunis tala í eigin persónu en hún talar auðvitað fyrir Meg í Family Guy og eins og margir vita hefur Meg greyið ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Tekur mikið á Já, myndin tekur mikið á og er það eitt af því sem gerir hana svona magnaða. Hún er miklu meira að taka mann á taugum sálfræðilega heldur en með einhverjum viðbjóði sem gengur fram af manni. Það er unnið miklu meira með aðra þætti eins og kvikmyndatöku, tónlist, leik og uppbyggingu. Allt þetta heldur manni í heljargreipum frá upphafi til enda. Allir sem hafa einhvern snefil af kvikmyndaáhuga mega ekki láta þessa mynd framhjá sér fara. Kvikmyndaupplifun í hæsta gæðaflokki. Farið á Black Swan. Kristján Sturla Bjarnason Leikstjóri: Darren Aronfosky. Aðalhlutverk: Natalie Portman, Mila Kunis og Vincent Cassel. Lengd: 103 mínútur. Dómar: IMDB: 8,6 / Metacritic: 7,9 / Rotten Tomatoes: 88%. Black Swan K V I K M Y N D Kvikmyndaupplifun í hæsta gæðaflokki kvikmyndir Yogi Bear Leikstjóri: Eric Brevig. Aðalhlutverk: Dan Akroyd, Justin Timberlake og Anna Faris. Lengd: 80 mínútur. Dómar: IMDB: 3.7 / Metacritic: 3,5 / Rotten Tomatoes: 14%. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Sambíóin. Þrívíddarmyndin Yogi Bear endurnýjar kynni okkar af hinum ástsæla grábirni Jóga og vinum hans. Another Year Leikstjóri: Mike Leigh. Aðalhlutverk: Jim Broadbent, Ruth Sheen og Lesley Manville. Lengd: 129 mínútur. Dómar: IMDB: 7,9 / Metacritic: 8,0 / Rotten Tomatoes: 92%. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Kvikmyndahús: Bíó Paradís. Hjónum hefur tekist að varðveita hamingjuna í sambandinu í gegnum súrt og sætt. Í kringum þau er þó fólk sem er ekki eins ánægt. BLACK SWAN FJALLAR UM BALLETTMÆRINA NINU SEM FÆR AÐALHLUTVERKIÐ Í SVANAVATNINU OG ÁLAGIÐ SEM FYLGIR Í KJÖLFARIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 52 93 9 12 /1 0 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN WWW.MS.IS NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLU. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL. MJÓLKURSAMSALAN NÝBRAGð-TEGUND

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.