Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 3
Ámánudaginn var hinn alræmdi Valentínusar-dagur haldinn hátíðlegur víðsvegar. Ástfangnir Íslendingar tóku margir hverjir þátt í gleðinni og gerðu eitthvað sérstakt fyrir ástina sína. Metnaðarfullir menn sem eyddu allri orkunni í Val- entínusardaginn gætu þó verið í vanda staddir fyrir konudaginn sem er á sunnudaginn. Stutt er á milli daganna tveggja og knappur tími til stefnu. Monitor er með ráð undir rifi hverju og færir hér ástföngn- um karl- mönnum frábærar hugmyndir sem klikka ekki á konu- daginn. Óvissuferð Það þarf ekki að taka langan tíma að skipuleggja frá- bæra ferð um bæinn. Galdurinn er að velja sér eitthvað skemmtilegt að gera sem þið gerið ekki oft saman. Dekur og nudd eru öruggir valkostir. Farðu með ljóð Hvað er rómantískara en að fara með fallegt ástarljóð fyrir betri helminginn? Frumsamið ljóð er öruggt til að slá í gegn. Ef þú treystir þér ekki í að semja ljóð sjálfur er alveg leyfilegt að leita í gömlu skáldin og fara með eitthvað úr þeirra safni. Talaðu frönsku Eins og allir vita er tungumál ástarinnar franska og því tilvalið að læra nokkra góða frasa fyrir konudaginn. Þetta gæti reynst tilgerðarlegt en líklegt er að franskan verði léleg og því afskaplega fyndin. Mikilvægasti fras- inn er „je t‘aime“ en flestir munu líklega einnig notast við „voulez-vous couche avec moi ce soir?“. Ef öll ráð þrjóta er sniðugt að baka eina sæta hjarta- laga köku og elda dýrindis kvöldverð. Það getur ekki klikkað. Njótið vel! Mánudagsbíó er nýmæli í Háskóla- bíói. Í tilefni af 50 ára afmæli bíósins er boðið upp á sýningar myndum úr safni og kostar miðinn einungis 300 krónur. Næsta mánudag verða myndirnar Blár, Hvítur og Rauður úr Litaseríunni eftir Krzysztof Kieslowski sýndar og vikuna á eftir er það Schindler‘s list. Humarsamlokan á Frú Berglaugu við Laugaveg er draumur humarelskenda enda eru humarhal- arnir ekki sparaðir, né hvítlaukurinn. Einnig er hún toppuð með gómsætu grænmeti og mangó og verð- ið er sanngjarnt, 1.890 krónur. Ef þú hefur gaman af Eurovision ættirðu að fylgjast með hinni rsiavöxnu sænsku undankeppni, Melodifestivalen. Margir hafa að- gang að sænska sjónvarpinu, SVT en þar fara nú fram undankeppnir á laugardagskvöldum klukkan 19 að íslenskum tíma en einnig má horfa á vefsíðunni SVT.se. Monitor mælir með 3 Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: George Kristófer Young (george@mbl.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is), Haukur Johnson (haukurjohnson@monitor.is), Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Kristinn Ingvarsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011 Monitor Feitast í blaðinu Hárið á Justin Bieber. Kannski ætti hann aldrei að breyta um hárgreiðslu. 4 Óðustu aðdáendur sögunnar. Líklega er ekkert svo gaman að vera frægur eftir allt. Hvað ætlar þú að verða? Krakkar í ólíku námi í Háskóla Íslands. 8 Verstu störf í heimi. Hvern langar ekki að fá starf sem hlöðufróari? 18 Kolbrún Ýr í viðtali. Nýja Ford-stúlkan veit að módelheim- urinn er klikkaður. 11 6 FYRIR EURO-NÖRDIN fyrst&fremst Hönnuður og umbrotsmaður Monitor, Hilmar Gunnarsson, eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum. Monitor óskar Hilmari og frú hjartanlega til hamingju með erfingjann. Stjórnendur Facebook tóku fram fyrir hendurnar á of- urskvísunni Ásdísi Rán þegar þeir fjarlægðu mynd sem hún birti á aðdáendasíðu sinni á Valentínusardaginn. „Ég vildi gleðja aðdáendurna í tilefni Valentínusardags- ins,“ segir Ásdís um myndina sem var úr seríunni sem hún gerði fyrir búlgarska Playboy í ágúst á síðasta ári. „Eins og gengur og gerist á Facebook eru alltaf einhverj- ar kvartanir sem berast til stjórnenda síðunnar yfir nektarmyndum,“ bendir Ásdís á og segir þetta ekki hafa komið sér á óvart. „Það þurfa ákveðið margar kvartanir að berast til þess að myndir séu teknar út,“ bendir hún á en myndin sem hún setti inn á síðuna var tekin út innan tveggja klukkustunda. „Þetta gerðist mjög snöggt í mínu tilviki.“ Margir aðdáendanna eru konur Aðdáendur Ásdísar á Facebook voru því ekki lengi að tilkynna nektarmyndina sem hún setti þó inn til að gleðja þá. „Ég er náttúrulega með yfir fimmþúsund manns á aðdáendasíðunni á Facebook og alveg 40% þeirra eru konur,“ segir Ásdís og bætir við að þeim finnist kannski ekki rétt af henni að setja slíka mynd inn á síðuna. Hún telur þó aðdáendur sína ekki endilega hafa verið að verki. „Það er fullt af fólki skráð á síðuna mína sem vill bara fylgjast með því sem ég er að gera,“ bendir hún á enda hafi fjölmargir aðdáendur skrifað skemmtilegar athugasemdir við nektarmyndina meðan hún birtist á síðunni. „Ég fékk alveg hundrað komment strax og allir voru rosa ánægðir.“ Börn geta ekki skoðað myndirnar Ásdís er ekki sátt við kvartanirnar sem voru sendar inn því þeir sem geti skoðað síðuna séu allir eldri en 18 ára. „Aðdáendasíðan mín á Facebook er stillt á 18+ svo það ættu engir undir þeim aldrei að geta skoðað myndirnar mínar,“ útskýrir hún. „Þess vegna finnst mér asnalegt að fólk sé að kvarta yfir nektarmyndum á síðunni því það er hægt að sjá meiri nekt en þetta í næstu bókabúð,“ segir Ásdís sem kippir sér þó ekki upp við atvikið og heldur áfram með lífið í Þýskalandi. Ný lína á leiðinni frá IceQueen Þessa dagana er Ásdís að vinna í að markaðssetja snyrtivörulínuna IceQueen Beauty Kit í Búlgaríu. „Svona ferli tekur alltaf einhvern tíma og er mikil vinna en vonandi kemst þetta í gegn á næstu vikum,“ segir Ásdís sem er einnig að vinna í nýrri línu fyrir sumarið. „Þetta verður heitari sumarlína með gull- og bronslitum og auðvitað sólarpúðri,“ útskýrir ofur- gellan Ásdís Rán sem virðist hafa einstaklega gott nef fyrir viðskiptum. Glamúrpían Ásdís Rán setti nektarmynd af sér á Facebook á mánudaginn sem var tekin út af síðunni hið snarasta. „Ég vildi gleðja aðdáend- urna í tilefni Valentínusardagsins,“ segir Ásdís sem á 5.123 aðdáendur á Facebook. Meiri nekt í næstu bókabúð FYRIR BUDDUNA Í MALLANN ÞESSI BANGSI ÞORIR AÐ ELSKA Efst í huga Monitor Rómó á konudaginn Sigga Kling Ég bónorð hef fengið og beiðni um drátt með beylís í æðum ég sofna hér sátt Og moskítóflugurnar eru dauðar úr hita Þær átu mig blessaðar í einu bita Ég er stödd í atriði sem er out of space ...Í fullkomri alsælu, ég elska þetta pleis........... 14. febrúar kl. 21:47 Ragnheiður Gröndal Í fyrra var það Mottu-Mars, nú er það Skalla- Mars..... ó nei, hvar endar þetta? Ég vil ekki að íslenskir karlmenn séu að gera sig svona asnalega....eða eru þetta fótósjoppaðir skallar? Plís láttu það vera þannig. 15. febrúar kl. 23:05 Vikan á... Haukur Heiðar Hauksson Note to self: halda fund með Kanye í mars... 13. febrúar kl. 13:14 Árni Torfason Er hægt að gera hide á þetta helvítis 30 day song challenge sem annar hver maður á facebook er að vesenast í. 16. febrúar kl. 12:26

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.