Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011 Frægð og frama fylgja ekki bara gull og grænir skógar, held- ur greinilega líka sturlaðir aðdáendur og ýmsar óþægilegar uppákomur. Vefmiðillinn PopCrunch hefur grafið upp nokkra óðustu aðdáendur sögunnar og þar skortir ekki sturlunina. Óðustu aðdáendur sögunnar RICHARD GERE Óði aðdáandinn: Ursula Reichert-Habbishaw, þýsk, 51 árs, fjögurra barna móðir. Hvað gerði hún? Hún hringdi, sendi fax og tölvupóst meira en þúsund sinnum og mætti sex sinnum óboðin í heim- sókn í íbúð hans í Greenwich Village í New York. Af hverju? Hún sagði: „Ég þrái að vera með þér og vil eyða lífinu með þér.“ Málalok: Ursula slapp við fangelsisvist með því að snúa aftur heim til Þýskalands. Til að gera söguna aðeins bitastæðari þá lét hún líða yfir sig fyrir framan ljósmyndara fyrir utan dómshúsið þegar málið var tekið fyrir. STEVEN SPIELBERG OG JENNIFER LOVE HEWITT Óði aðdáandinn: Diana Napolis. Hvað gerði hún? Hún hótaði að ráðast á Spielberg á frumsýningu kvikmyndar og elti Hewitt á hina ýmsu viðburði og kallaði hana morðingja. Af hverju? Hún trúði því að Spielberg og kona hans væru djöfladýrkendur og að þau kæmu fyrir „sálaveið- urum“ í hugum fólks til að stjórna því. Hún taldi einnig að Hewitt væri að reyna að drepa sig með hugarorkunni. Málalok: Hún fékk skilorðsbundinn fangelsisdóm og var skipað að leita sér geðhjálpar og halda sig fjarri Spielberg og Hewitt í allavega 10 ár. GWYNETH PALTROW Óði aðdáandinn: Dante Michael Soiu, 51 árs gamall pítsusendill frá Ohio. Hvað gerði hann? Hann skrifaði Paltrow fimm bréf á dag og sendi henni ýmsar gjafir sem féllu ekki í kramið. Þeirra á meðal voru klámmyndir, blóm og auðvitað pítsa. Hann kíkti líka oft óboðinn í heimsókn til foreldra hennar. Af hverju? Hann var einfaldlega hugfanginn af henni en í réttarhöldum vegna málsins var hann úrskurðaður vanheill á geði. Málalok: Hann var vistaður á öryggisgeðsjúkrahúsi í Kaliforníu í kjölfar vitnisburðar Paltrow um að hún óttaðist hann mjög mikið. HALLE BERRY Óði aðdáandinn: Greg Broussard, 40 ára, sem segist hafa verið sérsveitarmaður í sjóhernum. Hvað gerði hann? Hann sendi Berry fjölda bréfa með sturluðum fullyrðingum um að hann ætlaði að giftast henni og að þótt hann vildi ekki meiða neinn þá myndi hann gera hvað sem er til að fá hana. Af hverju? Broussard skellti skuldinni á Guð, sem hann sagði hafa skipað sér að giftast Berry. Málalok: Það reyndist Berry ekki erfitt að sannfæra dómara um að setja nálgunarbann á hann. Hann hafði ýmsa dóma á bakinu, meðal annars fyrir að snerta sig á almannafæri. CATHERINE ZETA-JONES Óði aðdáandinn: Dawnette Knight, 32 ára kona sem ætlaði sér að verða barnasálfræðingur. Hvað gerði hún? Hún sendi fjölda bréfa þar sem hún hótaði meðal annars að „skera hana í litla bita og gefa hundunum sínum“. Af hverju? Hún var ástfanginn af eiginmanni hennar, Michael Douglas, og ákvað að koma henni fyrir kattarnef. Málalok: Fórnarlambið Zeta-Jones fékk nærri því taugaáfall en óði aðdáandinn var dæmdur í þriggja ára fangelsi. MEL GIBSON Óði aðdáandinn: Zack Sinclair, 34 ára útigangsmaður frá Idaho. Hvað gerði hann? Hann sendi Gibson endalausan fjölda bréfa og mætti einnig í messu í kirkjunni hans til að reyna að fá að biðja með honum. Af hverju? Hann var með kvikmyndina Passion of the Christ, eftir Gibson, á heilanum. Málalok: Sinclair var vistaður á réttargeðdeild í þrjú ár.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.