Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 17.02.2011, Blaðsíða 14
Ertu dæmigerður unglingur sem hangir á Facebook allan sólarhringinn? Ég held það. Það er búið að eyðileggja líf allra unglinga með Facebook. Unglingar gera varla annað. Ég er að reyna að róa mig í þessu en ef maður fer ekki þarna inn í einn dag missir maður af öllu og er ekkert með í skólanum daginn eftir. Ertu mikið í félagslífinu? Ég fer á öll böllin og líka hjá öðrum skólum. Maður verður náttúrulega að reyna að attenda öll invite á Facebook. Þú færð væntanlega mikla athygli frá strákunum. Áttu kærasta? Nei, ég er á lausu. Hvernig væri draumaprinsinn? Hann verður að vera skemmtilegur og ekki feiminn. Fínt ef þetta er bara einhver sætur strákur, þá verð ég mjög sátt. Strákar sem nota „poke“ á Facebook til að ná í stelpur eru samt ekki málið. Hvað finnst þér skemmtilegast við að sitja fyrir? Þetta er bara frábær vinna. Maður kynnist fullt af fólki og þetta er fjölbreytt. Ég hef rosalega gaman af að vinna með allskonar fólki og í mismunandi verkefnum. Það er líka ekkert leiðinlegt að sjá sig á einhverju auglýsinga- skilti. Hver er fyrirmyndin þín í fyrirsætubransanum? Ætli það sé ekki stóra systir mín, Íris Tara Sturludóttir. Hún er samt hætt núna en samt er hún ástæðan fyrir að ég ákvað að fara út í þetta. Gisele Bünchen er náttúrulega geðveikt flott en hún var einmitt í blaki á sínum tíma svo við eigum margt sameiginlegt. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2011 Stílisti: Gunnþórunn Jónsdóttir Förðun: Tinna Empera Arlexdóttir hjá MAC Fatnaður: Royal Extreme Það er búið að eyðileggja líf allra unglinga með Facebook. … Ég er að reyna að róa mig í þessu en ef maður fer ekki þarna inn í einn dag missir maður af öllu og er ekkert með í skól- anum daginn eftir.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.