Monitor - 24.02.2011, Blaðsíða 6

Monitor - 24.02.2011, Blaðsíða 6
Killzone 3 byrjar aðeins nokkrum mínút- um eftir atburði Killzone 2, en þar hafa góðu gæjarnir (ISA) lent á plánetunni Helghan og ráðist þar á höfuðvígi vondu gauranna (Helghast) og drepið foringjann Visari. Í kjölfarið verður allt brjálað og er markmið leiksins að koma ISA-her- mönnunum heilum aftur til jarðarinnar. Killzone 3 er fyrstu persónu skotleikur sem inniheldur bæði stórbrotinn en einfaldan söguþráð. Netspilunin er fullkomin og geta leikmenn valið þar um mismunandi persónur og með tímanum er hægt að þróa þær og gera öflugri. Fjölmörg borð eru í netspilun leiksins sem er bæði fjölbreytt og líklega sú flottasta sem komið hefur fram í langan tíma. Leikinn er hægt að spila með því að nota Move-stýripinnana og virkar það ótrúlega vel, enda var sérstakt tillit tekið til þessa möguleika við hönnun leiksins. Flottasti fyrstu persónu skotleikurinn? Hvað grafík varðar er Killzone 3 líklega einn flottasti fyrstu persónu skotleikur sem nokkurn tíma hefur komið út. Það á bæði við borð leiksins sem eru uppfull af sterkum litum og smáatriðum og einnig á það við um persónur leiksins sem lifna við með raunverulegum andlitshreyfingum. Þeir sem eiga þrívídddarsjónvarp geta spilað allan leikinn í fullkominni þrívídd sem gerir upplifunina ennþá sterkari. Það er klárt að enn hefur framleiðendum Killzone tekist að bæta sig með Killzone 3. Leikurinn er svo sem ekki sá frumlegasti á árinu, en gerir allt sem hann gerir mjög vel og klárt að þessi appelsínugulu augu hafa sjaldan eða aldrei skinið skærar. Ólafur Þór Jóelsson Tegund: Skotleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: Sony Computer Entertainment Dómar: Gamespot: 8,5 / IGN: 8,5 / Eurogamer: 8 Killzone 3 TÖ LV U L E I K U R Þessi appelsínugulu augu… FJÖLMÖRG BORÐ OG FULLKOMIN NETSPILUN Eins og Airwaves, bara margfalt stærra Hljómsveitirnar Swords of Chaos og FM Belfast spila ásamt um 2.000 öðrum hljómsveitum á tónlistarhátíðinni South by Southwest. SWORDS OF CHAOS LEGGJA LAND UNDIR FÓT Harðkjarnarokksveitin Swords of Chaos stendur í ströngu þessa dagana við að undirbúa ferð sína til Bandaríkjanna á tónlistar- hátíðina South by Southwest (SXSW). Hátíðin fer fram í Austin í Texas og er ein sú stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. „Þetta er eiginlega eins og Airwaves nema miklu, miklu stærra. Það eru eitthvað um tvö þúsund bönd sem spila þarna,“ segir Úlfur Alexander Einarsson, liðsmaður í sveitinni. „Þetta er svokölluð „show-case“ hátíð þar sem bönd sem hafa gefið eitthvað út reyna að koma sér á framfæri,“ segir hann en ýmsar fleiri íslenskar sveitir hafa farið á hátíðina í gegnum árin. Má þar nefna Mammút, Seabear og Rökkurró. Erykah Badu eitt af stóru nöfnunum Það eru þó ekki bara hljómsveitir sem eru að reyna að koma sér á framfæri sem heiðra gesti SXSW með nærveru sinni en þrátt fyrir mikið úrval er Úlfur nokkuð viss um hvaða listamann hann er spenntastur að sjá. „Erykah Badu verður þarna og ég myndi segja að ég væri spenntastur fyrir henni. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi henn- ar,“ segir hann. Það kann að koma einhverjum á óvart þar sem tónlist Badu er töluvert frábrugðin háværu harðkjarnar- okki Swords of Chaos. En Úlfur á sér mýkri hliðar því hann spilar einnig með hljómsveitinni Útidúr. „Það er töluvert ólíkt. Mér finnst mjög gaman af harðkjarnarokkinu og ég er líka í annarri rokkhljóm- sveit sem heitir Fist Fokkers. En mér finnst mjög gaman að vera í poppinu líka. Maður fær að kynnast allt annarri hlið á tónleikamenningunni, að sjá hvernig tónleikarnir eru frábrugðnir og hvernig fólk mætir á hvora um sig.“ Hátíðin fer fram dagana 11. til 20. mars og því farið að styttast verulega í brottför. Og þeir munu ekki bara spila í Austin. „Við höfum aldrei spilað í Bandaríkjunum þannig við ætlum að stoppa í nokkra daga í New York. Við munum svo spila þrjú gigg þar,“ segir Úlfur að lokum. SÖFNUNARTÓNLEIKAR Á SÓDÓMA Töluverður kostnaður fylgir ferðalaginu hjá Swords of Chaos en til að safna fyrir kostnaðinum hafa þeir félagar kallað til nokkrar vinahljómsveitir til að spila á sérstökum söfnunartónleikum. Þær sveitir eru ekki af verri endanum, FM Belfast (sem einnig spila á SXSW), Orphic Oxtra, Quadruplos og Muck. Tónleikarnir fara fram á Sódóma Reykjavík, fimmtudags- kvöldið 24. febrúar klukkan 20 og kostar einungis 1.000 krónur inn. TÍU ÁHUGAVERÐUSTU Listamenn frá fjölda landa koma fram á SXSW. Vefsíð- an MtvIggy.com hefur tekið saman tíu áhugaverðustu alþjóðlegu hljómsveitirnar sem fram koma og vert er að kynna sér. FM Belfast er ein þeirra. SOUTH BY SOUTHWEST Í 25 ÁR South by Southwest-hátíðin í Austin í Texas (skammstöfuð SXSW) fer fram í 25. sinn í ár. Hátíðin snýst ekki einungis um tónlist heldur einnig um kvikmyndir og gagnvirka tækni. Tónleikarnir eru þó fyrirferðarmiklir enda mæta um 2.000 hljómsveitir til leiks ár hvert og tónleikastaðirnir eru um 90 talsins. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum og er stærsti viðburður ársins í Austin. FM BELFAST SPILA BÆÐI Á SÖFNUNARTÓNLEIKUNUM OG Á SXSW El Guincho (Spánn) Ebony Bones (Bretland) Le Butcherettes (Mexíkó) Braids (Kanada) Tiê (Brasilía) FM Belfast (Ísland) El Hijo de la Cumbia (Argentína) Doctor Krápula (Kólumbía) Alcoholic Faith Mission (Danmörk) Kids of 88 (Nýja Sjáland) KIDS OF 88 LE BUTCHERETTES EL GUINCHO ALCOHOLIC FAITH MISSION ÚLFUR ALEXANDER ERYKAH BADU 6 Monitor FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2011

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.