Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 3
Íviðtali við Monitor sagði Ford-stúlkan Kolbrún Ýrfrá ótrúlegu atviki sem átti sér stað þegar hún var fjórtán ára að sýna á Iceland Fashion Week. Hönnuður á sýningunni bað hana vinsamlegast að fara heim þar sem hún væri of feit til að sýna fötin. Slíkar athuga- semdir og skilaboð til ungra kvenna eru hræðileg og virðist sem nú séu kröfurnar orðnar ómögulegar konum. Forsíðu þessa blaðsprýðir gullfalleg 19 ára stúlka sem var kjörin Ungfrú Reykjavík um helgina. Sigríður Dagbjört hefur svipaða reynslu af tískubransanum og Kolbrún Ýr og lenti í því að vera sögð með of stórar mjaðmir til að gerast fyrirsæta þegar hún var fimmtán ára. „Sem betur fer tók ég það ekkert inn á mig,“ segir Sigríður Dagbjört í viðtalinu og bendir á alvarleika slíkrar athugasemdar í garð unglingsstúlku. Eitt eftirsóttastamódel í heimi er karlmaðurinn Andrej Pejic sem sýnir þó konuföt á hátísku- vikum víðsvegar um heim. Pejic er fríður 19 ára drengur með sítt ljóst hár sem fær hvern tískuhönnuð til að bráðna. Ljóshærð vera með há kinnbein og strákslegan vöxt virðist vera hin fullkomna kvenímynd á tískupall- inum. Er ekki eitthvað bogið við það? Ban-Thai er lítill og kósí staður efst á Laugaveg- inum, rétt fyrir ofan Devitos. Þar er boðið upp á hrikalega góðan tælenskan mat sem er eldaður alveg frá grunni. Hvort sem þú ert mikið fyrir asískan mat eða ekki, þá er óhætt að mæla með Banthai fyrir flesta. Justin Bieber: Never Say Never er skemmtileg mynd. Án gríns! Um leið og Bieberinn er dáðasti maður heims er hann líklega sá hataðasti en það er virkilega athyglisvert að skyggnast inn í lífið hans og sjá alla geðveikina í kringum hann. Gufan í Vestur- bæjarlauginni er himnaríki á jörð og þaðan stíga allir út endurfæddir. Frábært að fara þangað til að slaka á og hlaða batteríin og gott ef þetta er ekki besta þynnku- meðal í heimi líka. Daníel Ágúst elskar að fara í gufu. Það hljóta að vera toppmeðmæli. Monitor mælir með 3 Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: George Kristófer Young (george@mbl.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is), Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Golli Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Monitor Feitast í blaðinu Útlitsgallar fræga fólksins. Allt frá skrýtnum tásum á Ashton Kut- cher. 4 Góða ferð er nýút- komin útivistarbók sem gerir verstu innipúka að fjallagörpum. Háskólatískan. Stíllinn kíkti í HÍ og yfirheyrði nokkrar flottar týpur. 7 Elma Lísa í Loka- prófinu. Vissir þú að hún er margfald- ur meistari í freestyle? 14 Sigríður Dagbjört í viðtali. Hún er Ungfrú Reykjavík og elskar tómatsósu. 11 6 FYRIR HEILSUNA fyrst&fremst Julian Assange hlustar á Vicky. Það segja heimildarmenn Monitor að minnsta kosti. Hljómsveitin Vicky stofnaði nýverið skemmtilegt myndbandsblogg á YouTube sem ber nafnið Vicky Leaks. Glöggir lesendur sjá eflaust kímnina við nafnið hljómar örlítið kunnuglega. „Markmiðið upphaf- lega var að fá svipaða athygli og Wiki Leaks,“ segir Eygló Scheving, söngkona sveitarinnar um bloggið. „Það er núna búið að fá 208 áhorf sem kemst alveg nálægt íbúafjölda á Flateyri svo þetta er allt á réttri leið.“ Plata á leiðinni Í fyrsta blogginu segja hljómsveit- armeðlimir frá næstu vikum hjá Vicky en í mánuðinum hyggjast þau taka upp aðra breiðskífu sína. „Við erum núna að byrja að taka upp demó upptökur af plötunni til að vinna með,“ segja þau og liggur leiðin svo í Tankinn á Flateyri að taka upp nýju lögin. „Við fáum hjálp frá Bandaríska vini okkar Jason Allen sem rekur The Blasting Room Studio í Colorado svo nýja platan mun líklega sparka í rassinn á gömlu lögunum,“ fullyrðir Eygló spennt fyrir nýju plötunni. Björgunarsveitin í uppáhaldi Eygló segir hljómsveitina ætla að koma við hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík á leiðinni til Flateyrar. „Við þurfum að þakka þeim lífsbjörgina,“ útskýrir hún en síðast þegar Vicky hélt til Flateyrar komust þau í hann krappann uppi á heiði. „Við festum bílinn uppi á Steingrímsfjarðarheiði um miðja nótt þegar við vorum að taka upp fyrstu plötuna og þeir komu og sóttu okkur,“ segir Eygló sem vill launa þeim greiðann. „Það er við hæfi að gefa þeim allavega nokkur eintök af plötunni.“ Gigga og hljóðblanda í London Þegar upptökum er lokið stefnir Vicky til London til að hljóðblanda plötuna og spila á nokkrum tónleik- um svo það er aldeilis ferðahugur í sveitinni. „Síðan þurf- um við bara að skella plötunni í fjölföldun og gefa hana út,“ segir Eygló sem er að mati hljómsveitarmeðlima með mestu full- komnunarárátt- una af þeim. Það er mikið um að vera hjá hljómsveitinni Vicky þessa dagana. Upptökur á nýrri plötu hefjast innan skamms og hljómsveitin stofnaði nýverið myndbandsbloggið Vicky Leaks. Í MALLANN Í BÍÓ Efst í huga Monitor Karl í konufötum flottasta fyrirsætan? Jón Jónsson er illa haldinn af Bieber fever... 27. febrúar kl. 22:46 Logi Geirsson Ég er búinn að reyna að skrifa 10 statusa en ekki sáttur með neinn, fyrr en þessi datt útúr mér ! 2. mars kl. 9:29 Vikan á... Retro Stefson Fan nr. 5000 will get a private concert in his living room, so YOU BETTER RECOMMEND THIS PAGE TO YOUR FRIENDS! // 5Þúsundasti aðdáandinn okkar mun fá prívat tónleika heima í stofu! 27. febrúar kl. 19:56 Dr. Gunni Iss piss, mottumars, en kannski maður skelli sér þá í tékk á meðan taðskegglingar rambast með hýjungana. 2. mars kl. 11:08 SPURT OG SVARAÐ Hvernig mynduð þið lýsa tónlistinni ykkar í fimm orðum? Skemmtileg, dramatísk, einlæg, öðruvísi og frumleg. Draumagiggið? Tónleikar með Smashing Pumpkins, Queen, Pantera og Kiss í Nevada- eyðimörkinni. Eftir tónleikana myndu Hell‘s Angels sjá um að róta meðan við drekkum upp allan Jack Daniels auglýsinga- styrkinn í flugferð í Iron Maiden flugvélinni. Hvaða gosdrykk líkist Vicky mest? Sínalco. Það er svo langt síðan við gáfum út plötu að fólk kannast enn við nafnið en man ekki hvernig við erum á bragðið. Bráðum verður breyting hér á og Vicky verður Coca-Cola í lok árs 2011. Er Orri lagður í einelti sem eini strákurinn? Já, en ekki af því að hann er eini strákurinn. Hann er bara svo skrítinn greyið. Svo er hann ekki með Facebook svo það er auðvelt fyrir okkur að setja eitthvað á netið sem hann kemst aldrei að. Vilja fá jafnmikla athygli og WikiLeaks FYNDNAR STAÐREYNDIR • Vicky deilir æfingahús- næði með 50 manna karlakór. • Hljómsveitin hét upphaflega Vicky Pollard í höfuðið á persónunni í þáttunum Little Britain. • Stelpurnar í Vicky ætluðu upphaflega að stofna stelpu- hljómsveitina Minx. • Lotta bassaleikari er sögð bakka betur í stæði en The Stig. • Orri trommuleikari kom fram í 60 mínútum í fyrra og talaði um „total blackness outside“ með Eyjafjallajökul í bakgrunni. OFURSKVÍSAN RIHANNA VIRÐIST HOLDMIKIL VIÐ HLIÐINA Á ANDREJ Egill Einarsson Hvar keyra menn sig í gang à Akureyri í dag? Er þetta orðinn steindauður bær eða... 26. febrúar kl. 19:38

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.