Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Monitor TVÍBURAR? EKKERT VANDAMÁL Ferðamennskan færð á fullorðinsstig Hægt er að fletta upp öllu mögulegu sem þarf að vita áður en haldið er út í óvissuna í bókinni Góða ferð. „Upphaflega var hugmyndin að skrifa bók sem innihéldi ýmsar gagnlegar upplýsing- ar sem gaman væri að hafa við höndina í gönguferð- um,“ segir Elín Magnús- dóttir sem gaf nýverið út bókina Góða ferð ásamt Helen Garðarsdóttur. Þær starfa báðar með björgunarsveitinni Ársæli og eru sannkallaðir reynsluboltar þegar kemur að útivist og þróaðist því litla skemmtihandbókin þegar hugmyndavinnan fór af stað. „Við enduðum á því að búa til bókina sem okkur hefði langað til að eiga þegar við vorum að byrja að stunda útivist,“ segir Helen sem tók sína nýliðaþjálfun árið 2008. „Þjálfunin tekur átján mánuði og endar á rúmlega þrjátíu klukkutíma prófi þar sem maður sýnir og sannar að maður sé tilbúinn til að sinna útköllum og bjarga sjálfum sér og öðrum,“ segir Helen. að mæta á kynningarfund. „Fyrir utan að vera mjög skemmti- legur félagsskapur er þetta frábær leið til að færa ferða- mennskuna sína á fullorð- insstigið,“ segir Elín en þær Helen hafa nokkrum sinnum lent í svakalegum ævintýrum á ferðum sínum um landið. „Fyrir þremur árum vorum við að ganga á Hornströndum með vini okkar og höfðum verið að ganga í hnausþykkri þoku í tvo daga,“ segir Helen en örfáum vikum áður höfðu tveir ísbirnir gengið á land. „Skyndilega heyrðum við skerandi og allt að því ójarðneskt öskur úr þokunni. Við frusum öll, litum hvert á annað með skelfingarsvip og tókum fram kortið til að sjá hversu langt væri í hugsanlega lendingarstaði ísbjarna,“ segir Elín en þegar hópurinn hafði skoðað kortið gaumgæfilega notuðu þau rökhugsunina til að róa sig niður. „Þegar við sáum örnefni eins og Brimilshöfn og Selvogur róuðumst við aðeins og ákváð- um að öskrið væri ættað úr selsbarka,“ segir Helen en bendir á að allir í hópnum hafi þó verið varir um sig og gáð ítrekað hvort þau sæu eitthvert hvítt flikki í nágrenninu. Reynsla Elínar og Helenar úr íslenskri náttúru ætti að koma lesendum að góðu gagni, sérlega borgarbörnum sem kunna varla að gista í tjaldi. GÓÐA FERÐ Fyrir hverja? Þig! Af því að eftir lestur bókarinnar er engin ástæða lengur til að fara ekki á fjöll! Um hvað? Val á útbúnaði, undirbúning fyrir ferðir, viljann til að lifa af, kortalestur, leiðarval, að vera hlýtt, eldun á prímus og allt annað sem útivistarfólk ætti að kunna skil á. Ekki klikka á þess u! „Þær tuttugu mínútur sem fara í að gera vandaða ferðaáætlun, og að skilja hana eftir hjá traustum öryggisfulltrúa, geta margborgað sig.“ (5. kafli - Að ferðast) ELÍN HELEN Laugardaginn 5. mars halda Elín og Helen útgáfuhóf í Iðuhúsinu við Lækjargötu kl. 14-16. Þar verður lifandi tónlist, kakó og meðlæti auk þess sem sérstakt útgáfutilboð verður á bókinni. „Ef þér er kalt, gerðu þá eitthvað í því. Ekki bíða eftir að það lagist af sjálfu sér. Reyndu að greina vandann: Vantar einangrun? Er svefnpokinn of opinn? Þarftu að hita þig með hreyfingu? Getur þú hlýjað köldum líkamshlutum á öðrum sem eru heitari?“ (4. kafli - Að búa í tjaldi)

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.