Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 10
10 ég er mjög mikið fyrir tómatsósu og hef fengið mikla gagnrýni fyrir það. Alveg síðan ég var lítil hef ég borð- að tómatsósu með pítsu og frönskum og svoleiðis en það sem þykir helst athugavert er magnið sem ég nota af henni. Mér finnst þetta mjög eðlilegt en vinkonum mínum finnst þetta ekki geðslegt. Ég þekki reyndar alveg marga sem eru svona hrifnir af tómatsósu. Tekur þú eftir einhverjum breytingum eftir að þú vannst keppnina? Fólk sem ég þekki ekki neitt heilsaði mér og faðmaði mig í bænum um helgina. Allir virtust einhvern veginn finna tengingu við mig eins og til dæmis einhverja frænku sem væri vinkona frænda míns og svoleiðis en mér fannst þetta bara mjög fyndið. Verður þú ekki alltaf að panta þér Ungfrú Reykjavík á Hamborgarafabrikkunni eftir að þú hlaust titilinn? Ég borða ekki hamborgara svo ég hef aldrei farið á Hamborgarafabrikkuna. Ég borða heldur ekki kjúkling svo ég get ekki einu sinni pantað mér Ungfrú Reykjavík þar. Ef ég fer einhvern tímann þyrfti ég líklega að fá mér bara franskar og fullt af tómatsósu. Monitor FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Ég get nú alveg viðurkennt að ég er búin að fá nokkur poke og vinabeiðnir á Facebook eftir sigurinn.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.