Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 12

Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 12
kvikmyndir Hæð: 165 sentímetrar. Besta hlutverk: Blair Waldorf í sjónvarpsþáttunum Gossip Girl. Staðreynd: Þegar Meester fæddist sat móðir hennar í fangelsi fyrir fíkniefnainnflutn- ing. Hún ólst upp hjá ömmu sinni en fór til foreldra sinna þegar mamman slapp út og þær eru afar nánar í dag. Eitruð tilvitnun: „Ég er góð í að hafa hlutina ekki flókna.“ 1976Fæðist 9. aprílí Fort Worth í Texas-fylki í Bandaríkjunum. 1999Þreytir frumraunsína í sjónvarpi þegar hún leikur aukahlutverk í Law and Order. Flyst svo til Los Angeles til að meika það. 2006Leikur í kvikmynd-unum Flourish og Inside sem fá litla athygli. Þarna hefur hún leikið lítil hlutverk í fjölda sjónvarpsþátta. 2007 Fyrsti Gossip Girl-þáttur- inn sýndur. Meester fer með hlutverk Blair Waldorf og slær í gegn. 2009Skrifar undirplötusamning hjá Universal Republic og gefur út smáskífuna Somebody To Love. 2010Tilkynnir að húnætli að hætta að leika í Gossip Girl. 2011Hefur tekið að sérógrynni tískuverk- efna og á þessu ári verður hún meðal annars andlit ilmvatns- ins Lovestruck frá Veru Wang og þá mun hún starfa mikið fyrir ítalska tískuhúsið Missoni. Leighton Meester FERILLINN 12 Monitor FIMMTUDAGUR 3. MARS 2010 Frumsýningar helgarinnar The Roommate hefur ekki fengið góða dóma, en þeir sem vilja sjá betri þriller um sama viðfangsefni ættu að tékka á Single White Female frá 1992. HARALDUR OG VILBORG KVEIKJA ÁSTARBÁL Popp- korn Adáend- ur Quentins Tarantino bíða vafalaust spenntir eftir að hann setjist í leikstjórastólinn á ný. Orðrómur er uppi um að nú vilji hann gera gamaldags spagettí-vestra í fullri lengd með leikarann Christopher Waltz í aðalhlutverki. Kvikmyndin er sögð eiga að heita The Angel,The Bad And The Wise. Nýjast verkefni leik- stjórans Tims Burton hljómar spennandi en Warner Bros hafa fengið hann til að vinna að kvikmyndinni um Hringjarann í Notre Dame ásamt Josh Brolin. Verkefnið er krefjandi, sérstak- lega þar sem sagan hefur verið kvikmynduð fyrir hvíta tjaldið og sjónvarp ásamt því að vera fræg Disney-teiknimynd. Hinn búttaði Jonah Hill er að full- orðnast og er nú að skrifa handrit og meðframleiða kvikmyndina 21 Jump Street. Hann er einnig í við- ræðum við Sony um að leikstýra sinni fyrstu kvikmynd sem mun fá nafnið The Kitchen Sink sem á að fjalla um strák sem þarfnast hjálpar uppvakninga og vampíra til að berjast við geimverur. Okkar eigin Osló Haraldur og Vilborg eru fólk sem við þekkjum öll. Þau hafa sína yndislegu kosti og hræðilegu galla. Þau taka misgáfulegar ákvarðanir, eru oft og tíðum óheppin og klaufaleg í sam- skiptum en einnig leidd áfram af þrá sem við þekkjum öll eftir betra lífi, félagsskap, ást og hamingju. Handritið skrifaði Þorsteinn Guðmundsson sem leikur aðalhlutverkið. Leikstjóri: Reynir Lyngdal. Aðalhlutverk: Þorsteinn Guðmundsson, Brynhildur Guðjónsdóttir, Laddi, María Heba Þorkelsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Valgeir H. Skagfjörð, Ari Eldjárn og Steindi Jr. Lengd: 90 mínútur. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Bíó: Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri. Rango Leikstjóri: Gore Verbinski. Enskar leikraddir: Johnny Depp, Isla Fisher, og Timothy Olyphant. Leyfð öllum. Bíó: Laugarásbíó, Sambíóin. Kamelljón sem dreymir um hetju- dáðir þarf að taka á stóra sínum er hann álpast inn í bæ þar sem bófar ráða ríkjum. The Roommate Leikstjóri: Christian E. Christiansen. Aðalhlutverk: Leighton Meester og Minka Kelly. Dómar: IMDB: 4,3 / Metacritic: 2,3 / Rotten Tomatoes: 6%. Bönnuð innan 16 ára. Bíó: Smárabíó og Háskólabíó. Sara (Kelly) fer að búa með Rebeccu (Meester) sem er afar tæp á geði og ekki tilbúin að deila Söru með neinum. TV Ný myndbönd alla virka daga á mbl.is Hall Pass Leikstjórar: Bobby og Peter Farelly. Aðalhlutverk: Owen Wilson og Jason Sudeikis. Dómar: IMDB: 6,0 / Metacritic: 4,8 / Rotten Tomatoes: 37%. Leyfð öllum. Bíó: Sambíóin. Rick (Wilson) og Fred (Sudeikis) eru bestu vinir og hafa báðir verið giftir í mörg ár. Þeir fá frí í eina viku til að gera hvað sem þeir vilja. Blóðspúandi lyftur og talandi kanínur Flestar kvikmyndir eru auðveldar áhorfs og í mörgum tilfellum alveg heilalausar. Svo eru nokkrar sem eru virkilega ruglings- legar og bíða oft alveg fram á síðustu mínútu með að útskýra plottið. Hér eru nokkrar góðar kvikmyndir sem eiga það sameiginlegt að virðast mjög ruglings- legar við fyrsta áhorf og jafnvel eftir miklar pæling- ar. Monitor mælir með að horfa á þessar myndir með athyglina í lagi. Fight Club Síðustu augnablik myndarinnar um Bardagaklúbbinn skýra allt sem á undan hefur gerst en einhvern veginn er áhorfandinn skilinn eftir í rugl- inu. Sniðugt væri að horfa á myndina tvisvar í röð til að skilja allt. Donnie Darko Gangandi og talandi kanínur, tímaflakk, geðklofi, mjög svo skrítnir sálfræðitímar eru hluti af þessari furðulegu mynd. Það skiptir ekki máli hversu oft horft er á myndina, hún er næstum því óskiljanleg. Memento Áhugaverð mynd þar sem sagan er ekki sögð í réttri röð þar sem aðalpersón- an þjáist af skammtímaminnis- leysi. Að sjálfsögðu skýrist allt í endann svo það er um að gera að þrauka út myndina. The Shining Hin klassíska kvikmynd sem byggir á frekar venjulegri hryllingsskáldsögu varð að undarlegu verki í höndum Stanleys Kubrick. Lítið er talað í myndinni og blóðspú- andi lyftuna mun enginn skilja í nánustu framtíð. Mulholland Drive Kvikmyndin hefur fengið mikið lof fyrir að vera ruglingsleg sem er ekki skrítið, leikstjór- inn David Lynch veit varla sjálfur um hvað myndin fjallar. Persónurnar eru leiknar af mörgum mismun- andi leikkonum og sumir segja að 75% myndarinnar eigi að gerast í draumi. Matrix-trílogían Hvað er raunverulegt og hvað er óraunverulegt í þessum kvikmyndum? Er Morpheus að segja satt um Matrixið? Það er engin leið að skilja þessar myndir fullkomlega. 2001: A Space Odyssey Í miðri kvikmyndinni kemur 15 mínútna kafli með sýrutónlist og grafík sem er ekki ólík skjáhvílum í Windows. Enginn veit hvað Stanley Kubrick vildi segja með þessu korteri.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.