Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 13

Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Monitor Í leiknum Bulletstorm fara leikmenn í hlutverk málaliðans Grayson Hunt, en hann er ásamt vini sínum Ishi Sato fastur á framandi plánetu. Ástæðan er einföld, félagarnir ýfðu stélfjaðr- irnar á einhverju mesta illmenni sólkerfisins. Á plánetunni er allt risavaxið og lenda leikmenn þar í stórbrotnum ævintýrum. Persónur leiksins eru mjög vel gerðar, en Grayson Hunt er einhver harðasti náungi sem við höfum séð og vinur hans Ishi er hálft vélmenni. Samskipti þeirra eru kostuleg og gera heilmikið fyrir söguþráðinn. Mikið er blótað í samskiptum og klárt að handritið er skrifað með 18+ aldurshópinn í huga. Listræn dráp Bulletstorm er fyrstu persónu skotleikur og inniheldur allt sem slíkir leikir eiga að gera og reyndar meira til. Leikurinn hvetur menn áfram til að drepa óvininn á sem „listrænastan“ máta, en menn fá stig byggð á því hversu frumleg drápin eru. Til að krydda þetta geta leik- menn sparkað í óvinina og þeytt þeim þannig áfram, en einnig er hægt að nota svipu til að hefja óvinina á loft. Mestu stigin fást svo þegar byssa, fótur og svipa eru notuð á sama augnabliki. Stigin sem menn fá fyrir drápin er hægt að nota til að uppfæra vopn leiksins og kaupa skotfæri. Öflug vopn og grafík Vopn leiksins eru mjög öflug, en meðal þeirra eru til dæmis fjögurra hlaupa haglabyssa, sprengjuvarpa og vélbyssa sem getur skotið 100 skotum í einu. Söguþráður leiksins tekur um 6-10 tíma í spilun, en fyrir utan hann geta leikmenn bæði unnið fjórir saman í co-op hluta við að sameinast um að drepa óvinina eða farið í spilunarmöguleika sem gengur út á að fá sem flest stig sem sett eru á netið þar sem leikmenn geta borið sig saman við aðra. Grafíkin í Bulletstorm er stórkostleg og með því besta sem gerist í tölvuleikjum í dag og sama má segja um tónlist og talsetningu, en þar er allt til fyrirmyndar. Þannig að þeir sem vilja vandaðan fyrstu persónu skotleik þar sem þarf að sýna frumleika og útsjónarsemi ættu að tékka á Bullet- storm. Ólafur Þór Jóelsson Tegund: Skotleikur PEGI merking: 18+ Útgefandi: Electronic Arts Dómar: Gamespot: 8 / IGN: 8 / Eurogamer: 9 Bulletstorm TÖ LV U L E I K U R Svipur, spörk og blótsyrði DREPUM SAMAN Mér finnst alltaf mikið afrek þegar kvikmyndagerðarmönnum tekst að gera kvikmynd í fullri lengd sem gerist öll á einum stað. Í þessu tilfelli er um að ræða líkkistu og því ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur. Ég hugsaði með mér áður en ég fór á myndina hvað mögulega gæti gerst merkilegt hjá einum manni í líkkistu í 90 mínútur. Er ég að fara að horfa á mann hrópa á hjálp í 90 mínútur sem fattar svo í lokin að þetta er allt saman einn stór misskilningur eða draumur? En svo var aldeilis ekki. Myndin heldur manni spenntum allan tímann og eru höfundarnir duglegir að kynna til sögunnar nýja hluti sem auka spennu og skemmt- anagildi myndar- innar. Aðalleikari myndarinnar, Ryan Reynolds, stendur sig með stakri prýði en hann hefur hingað til ekki þótt vera mjög dramatískur leikari. Hér sýnir hann á sér nýja hlið og er mjög trúverðugur í hlutverki sínu. Maður finnur virkilega til með honum. Versta martröð Að vakna grafinn í líkkistu er klárlega ein versta martröð og lífsreynsla sem hægt er að hugsa sér. Myndin getur því verið mjög óþægileg áhorfs og er réttast að vara fólk með mikla innilokunarkennd við henni. Maður þarf að vera tilbúinn að eyða 90 mínútum með manni í líkkistu. Ég vil þó mæla með því að fólk fari á hana í bíó til að upplifa myndina eins og á að upplifa hana. Held að hún sé ekki eins góð heima í stofu þar sem hægt er að ýta á pásu, kveikja ljósin, standa upp og fullvissa sig um að maður sé örugglega ekki lokaður inni. Það eina sem ég hef út á hana að setja er að mér fannst tónlistin oft svolítið yfirgengileg á köflum og ekki alltaf í samræmi við myndina. Fannst stundum eins og ég væri að horfa á Fear Factor-þátt. Að öðru leyti er hér um að ræða virkilega góða og athyglisverða mynd. Kristján Sturla Bjarnason Leikstjóri: Rodrigo Cortés. Aðalhlutverk: Ryan Reynolds. Lengd: 95 mínútur. Dómar: IMDB: 7,3 / Metacricic: 6,5 / Rotten Tomatoes: 86% Buried K V I K M Y N D Versta martröðin ALLT FARIÐ Í VASKINN HJÁ VAN WILDER

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.