Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 03.03.2011, Blaðsíða 14
Kvikmynd Kevin Spacey sýnir snilldartilþrif í myndinni The Usual Suspect þar sem hann leikur vesaling í glæpaheiminum. Í myndinni er klárlega besta „plot” sem ég hef séð og goðsögnin Keyser Söze er búin til (bókstaflega). Sjónvarpsþáttur Ég mæli eindregið með Psych þar sem Shawn Spencer og Burton Guster fara á kostum sem einkaspæjarar með dulræna hæfileika. Klárlega skemmtilegasta tvíeykið á sjónvarpsskjánum í dag. Bestu íslensku þættirnir eru Mannasiðir Gillz enda gríðarlega vel leikstýrðir. Bók Íslensk knattspyrna 2000 var sterkur árgang- ur í þessum magnaða bókaflokki. Þar er hægt að lesa skemmtileg viðtöl við Ríkharð Daðason og Þormóð Egilsson og ýmsan áhugaverðan fróðleik, til dæmis hverjir voru Íslands- meistarar í 5. flokki karla þetta árið. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 3. MARS 2011 Síðast en ekki síst » Mummi, tónlistar- og knattspyrnumaður, fílar: fílófaxið RAFMAGNSLAUST Á NORÐURPÓLNUM Norðurpóllinn 21:00 Hljómsveitirnar Agent Frescoog Orphic Oxtra eru fyrstar til að stíga á stokk í nýrri tónleikaröð þar sem tvær ólíkar hljómsveitir koma saman órafmagnað. Sveitirnar spila eigin lög og vinna saman að nýju verki sem er frumflutt á tónleikunum. Miðaverð er 1.500 krónur. TÓNLEIKARÖÐ GOGOYOKO.COM Hressó 21:00 Gogoyoko hleypir af staðtónleikaröð sinni með tónleikum hljómsveitarinnar Bloodgroup. Haldnir verða tónleikar á vegum vefsíðunnar og Hressó fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. Frítt er inn á tónleikana. SWORDS OF CHAOS OG FLEIRI Bakkus 21:30 Mega-tónleikar á Bakkus þarsem fram koma sveitirnar Swords Of Chaos, Me, The Slumbering Napoleon og BOB. Aðstandendur lofa rokki. Frítt er inn á tónleikana. GANG RELATED Dillon 22:00 Hljómsveitirnar Gang Relat-ed, No To Self og Markús And The Diversions sprengja þakið af Dillon. BRYNJAR MAR Sódóma 22:00 Brynjar Mar og hljómsveitverða með tónleika til að kynna nokkur lög af væntanlegri plötu. DJ Ómar sér um tónlist fyrir og eftir tónleikana. Frítt inn. fimmtud3mars skólinn MIÐASALA Á RVK MUSIC MESS www.reykjavikmusicmess.com 10:00 Sérstakt kynningartilboðverður dagana 4.-11. mars á miðum á tónlistarhátíðina Reykjavik Music Mess sem verður haldin 16. og 17. apríl. Miðarnir fást á heimasíðu hátíðarinnar og kynningarverð er 6.990 krónur. ALEX METRIC (DJ SET) Nasa 00:00 Plötusnúðurinn AlexMetric tryllti lýðinn á síðustu Airwaves-hátíð og er núna að vinna að sinni fyrstu breiðskífu. Upphitun verður í höndum Bloodgroup og öllu verður tjaldað til. Miðaverð í forsölu eru 1.500 krónur. föstudag4mars CARNIVAL Bakkus 21:00 Í tilefni Carnivalsins í Riode Janeiro verður haldin brasilísk tónlistarhátíð og partí á Bakkus í Reykjavík. Lifandi tónlist og brjálað carnival- stuð. Fram koma Tropicaliasveit Kristínar og Samúel Jón Samúelsson ásamt stórsveit. Frítt inn. LJÓSLEIÐARINN Faktorý 23:00 Hljómsveitirnar Berndsen,Jungle Fiction og Ultra mega technobandið Stefán leiða saman hesta sína og bjóða upp á elektrósprengju. Þema kvöldsins eru hlýrabolir, glowsticks og eyrnabönd. Frítt inn. laugarda5mars FAKTORÝ Kanilkvöld Laugardaginn 5. mars 22:00 „Kanilkvöld eru dansidjammkvöld,“ útskýrir Sigurður Arent, einn af umsjónarmönnum fyrsta kanilkvöldsins sem verður haldið á Faktorý laugardaginn 5. mars. „Við sem stöndum að þessu höfum flestir búið erlendis og söknuðum þessara algjöru einbeittu danskvölda,“ segir Sigurður spenntur fyrir kanilkvöldinu. „Við ætlum að einbeita okkur að gleðinni og spila góða tónlist,“ lofar hann en segir þó ekki endilega einhverja eina tónlistarstefnu verða á dagskránni. „Þetta verður massíft prógramm og umhverfið flott,“ segir Sigurður sem vonar að viðtökurnar verði góðar því planið er að halda fleiri kanilkvöld. „Næst verður kanilkvöld haldið 1. apríl og vonandi fáum við góðar viðtökur,“ segir hann og bendir á að vinsældir kanilkvölda gætu leitt til meira umfangs þeirra. „Þegar þetta verður komið almennilega á koppinn ætlum við að reyna að fá einhver stór nöfn til að koma og spila,“ segir Sigurður og býður öllum að koma og dansa með sér á laugardaginn. „Fólk með einbeittan dansvilja er sérstaklega velkomið en þetta er fyrir alla.“ Frítt er inn á kanilkvöldið. Fólk með einbeittan dansvilja velkomið Plata For Emma, Forever Ago með Bon Iver er róleg og flott plata, mjög kósý yfir vetrarmánuðina. Eftir að honum var sagt upp af kærustunni, lokaði hann sig inni í fjallakofa í þrjá mánuði og tók upp plötuna með þessum líka frábæra árangri.Toppnáungi þarna á ferð! Vefsíða Sammarinn.com er skemmtilega síða þar sem farið er yfir málin í fótboltaheiminum. Þetta er ekki þessi týpíska fótboltasíða heldur er farið yfir söguna og skoplegar hliðar fótboltans. Staður Mexíkóski veitingastaðurinn Culiacan er gríð- arlega vanmetinn staður. Ef þú bið- ur um quesadilla með tvöföldum skammti af kjúkl- ingi verður þú ekki fyrir vonbrigðum. Fer að minnsta kosti tvisvar í viku þangað.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.