Monitor - 10.03.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 10.03.2011, Blaðsíða 3
Monitor og Canon hrinda af stað vídeókeppni áMbl.is í dag sem allir athyglissjúkir, feimnir, áhugasamir, listrænir, hæfileikaríkir, fyndnir eða bara kappsamir ættu að athuga betur. Hægt er að senda inn í keppnina allskonar myndireins og til dæmis leiknar stuttmyndir, heimildar- myndir, tónlistarmyndbönd, leiknar heimildarmyndir eða brettamyndbönd. Keppnin stendur til 22. apríl og mega keppendursenda inn eins mörg myndbönd og þeir vilja. Verðlaun í keppninni eru ekki af verri endanum: 1. sæti - Canon LEGRIA HF R106 HD upptökuvél sem tekur upp á minniskort. 2. sæti - Canon LEGRIA FS36 upptökuvél með 8 GB sem tekur einnig upp á minniskort. 3. sæti - Canon FS306 upptökuvél sem tekur upp á minniskort. Farðu núna á Mbl.is og taktu þátt í keppninni! Ásíðunni er hnappur þar sem hægt er að skrá sig og skoða þau myndbönd sem eru þegar komin inn. Summer Echoes er nýjasta plata Sindra Más Sigfússonar sem kallar sig Sin Fang. Platan er frábær og klárlega ein af plötum ársins. „Búinn að vera með þessa plötu í eyrunum í viku og ég er enn að heyra eitthvað nýtt, líkt og ég sé að garfa í djúpum, litríkum dótakassa,“ segir Arnar Eggert í fimm stjörnu dómi í Mogganum á miðvikudaginn. Það er góð og réttmæt lýsing. 900 Grillhús er frábær veitingastaður í Vestmannaeyj- um. Eyjaskeggjar þekkja hann auðvitað eins og handarbakið á sér, en fólk af meginlandinu ætti að leggja nafn staðarins á minnið áður en það heldur til Eyja. Pítsurnar eru geðveik- ar, humarlokan enn betri og einnig er hægt að fá stórgóðar steikur. Mottumars er snilld og Monitor hvetur alla til að taka þátt með einhverjum hætti. Ef þú ert ekki að safna mottu þarftu svo sannarlega að styrkja einhvern sem er að því. Helst áttu að gera bæði. Monitor mælir með 3 Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: George Kristófer Young (george@mbl.is) Blaðamenn: Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is), Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Árni Sæberg Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Monitor Feitast í blaðinu Alexandra Sif er fitnesspía sem er að gera það gott. Hún er í spjalli og gefur góð ráð. 4 Birgitta Birgisdóttir í viðtali. Sæta stelpan í Makalaus er hin íslenska Penelope Cruz. Háskólatískan. Stíllinn spjallar við nokkrar töff týpur í Háskólanum í Reykjavík. 8 Sóli Hólm í Loka- prófinu. Hann fílar best að herma eftir Bjarna Felix- syni. 14 Friðrik Dór lenti í Blönduóslöggunni um síðustu helgi á leið til Akureyrar. 13 6 FYRIR GÓÐMENNSKUNA fyrst&fremst Er það tilviljun að Jón Jónsson lék undir á meðan myndin af Ragnheiði og félögum var tekin í Versló? Okkur er ekki sama! er yfirskrift styrktartónleika sem haldnir verða á miðvikudaginn í næstu viku í Hafnarhúsinu. Það er félagið SamFram sem stendur að tónleikunum, en félagið mynda fulltrúar úr framhalds- skólunum MR, Versló, Kvennó, MS og MH. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var að læra fyrir sögupróf í síðustu jólaprófatörn,“ segir Ragnheiður Björk Halldórsdóttir ritari Skólafélagsins í MR. „Eins og gengur og gerist þegar maður er að læra undir próf fór hausinn að „brainstorma“ og þessi hugmynd kviknaði. Það tóku allir svo fjandi vel í þetta að við ákváðum að slá til.“ Málefni sem snertir alla Allir ágóðinn sem safnast af tónleikunum rennur óskertur til Mæðrastyrksnefndar. „Við vildum styrkja málefni sem stendur okkur nærri. Mikill fjöldi fólks hefur þurft að leita til Mæðrastyrksnefndar og þú veist aldrei hverjir þurfa á aðstoð að halda. Þetta er málefni sem snertir alla,“ segir Ragnheiður. Fjöldi flottra tónlist- armanna treður upp á tónleikunum og má þar nefna bræðurna Friðrik Dór og Jón Jónsson, hljómsveitirnar Agent Fresco og Who Knew og þá munu Stebbi og Eyvi mæta og taka Drauminn um Nínu. „Við reyndum að hafa dagskrána fjölbreytta þar sem skólarnir eru ólíkir. Við erum með spírurnar í MH, skinkurnar í MS og sveitalubbana í MR,“ segir Ragnheiður og hlær. Hún segir að hinn gamalgróni rígur milli menntaskólanna sé enn til staðar en þegar svona málefni sé annars vegar leggi allir vopnin niður og vinni saman. „Það hata flestir MR vegna þess að við erum hrokafull. Ég get alveg viðurkennt það,“ segir Ragnheið- ur létt og bætir við: „En nú vinnum við öll saman.“ Vonandi árlegur viðburður Þúsund miðar verða seldir á tónleikana og hefur 200 miðum verið úthlutað á hvern skóla. Góa og Ölgerðin ætla að gefa sælgæti og gos sem verður selt á tónleik- unum og rennur ágóðinn allur í söfnunina. „Ég á ekki von á öðru en að það verði frábær stemning og að söfnunin gangi vel. Ég vona bara að þetta verði árlegur viðburður, hvort sem það verður safnað fyrir Mæðra- styrksnefnd eða eitthvað annað málefni að ári liðnu.“ Hópur framhaldsskólanema stendur fyrir glæsilegum tónleikum til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Í SPILARANN Í MAGANN Efst í huga Monitor Keppnin er hafin! Allt er leyfilegt! Halldór Halldórsson Saltkjöt er uppáhaldsmat- urinn minn. Í alvöru. 8. mars kl. 13:00 Blaz Roca ekkert að því að tapa fyrir Magga Mix og til hamingju Lalli Lazer & Nilli Bangar Chicks með að hafa sópað restinni af Íslensku tónlistarverðlaunun- um upp >:D 8. mars kl. 21:41 Vikan á... Vala Grand ojjjj ég er svo farin að raka mína rottumottu Fuck this shitt ég get nú somhow styð þetta mottu dæmi án þess að vera með rottumottu !! Right!!.... það er ekki hægt að fara i sund með þetta ....Going to shave ASAP 7. mars kl. 15:32 Simmi Vill Nei, ég er ekki í búning. Ég er bara svona klæddur í dag. Nei, ég er ekki kominn til að suða útúr þér nammi. Heyrist þér ég vera að syngja? Ég er bara kominn hingað til að skuldbreyta lánunum mínum. Hehehe, ég elska öskudaga. 9. mars kl. 00:30 MYNDBAND AF BÖRNUNUM FYLGIR EKKI VÉLINNI LEIÐIN GÆTI LEGIÐ TIL HOLLYWOOD EFTIR VÍDEÓKEPPNINA HRINGDU OG STYRKTU Þeir sem komast ekki á tónleikana en vilja styrkja gott málefni geta hringt í söfnunarnúmer hjá Valda&Frey sem verða opin næstu daga og þannig gefið fé í söfnunina. • 907-1050 - 500 krónur • 907-1010 - 1.000 krónur MELKORKA ÞÖLL, RAGNHEIÐUR BJÖRK, SIGRÚN OG BIRTA ERU BETRI HELMINGURINN AF SAMFRAM SEM STENDUR AÐ TÓNLEIKUNUM Okkur er ekki sama! TÓNLISTARMENNSEM KOMA FRAM • Friðrik Dór • Agent Fresco • Who Knew • Jón Jónsson • Orphic Oxtra • Original Melody • Gnúsi Yones • Stebbi & Eyfi AGENT FRESCO VERÐA Á STAÐNUM

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.