Monitor - 10.03.2011, Blaðsíða 7

Monitor - 10.03.2011, Blaðsíða 7
7FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Monitor Nafnið var upphaflega Sin Fang Bous. Af hverju hættir þú að nota Bous-ið? Ég fór fljótlega að segja bara Sin Fang þegar ég vísaði í verkefnið svo endi nafnsins datt bara frekar náttúrulega af. Hvað er málið með blúnduskeggið? Ég var með pappírsskegg á fyrri plötunni og langaði að halda áfram með skeggin. Á næstu plötu verð ég með öðruvísi skegg. Hver hannaði það? Mamma og Inga kærastan mín. Hvar er hægt að kaupa svona blúnduskegg? Það er ekki hægt en það er hægt að kaupa Sin Fang-bol þar sem skeggið er prentað framan á. Þá er hægt að draga bolinn yfir andlitið til að fá skegg. Hvernig er þinn eigin skeggvöxtur? Allt í lagi. Mætti vera minni „dónöt“ stíll yfir honum. Ég væri alveg til í að vera alskeggjaður með sítt hár og snælduruglaður en ég verð víst að láta heróín-sjík lúkkið duga eins og er. Hvað þýða öll þessi húðflúr sem þú ert með? Þýðingin er mjög misjöfn. Flest þýða ekkert sérstakt. Ég er með nokkur sömu tattú og vinir mínir og svo útlínur af hendi dóttur minnar á handleggnum. Mér þykir sérstaklega vænt um þau tattú. Hvað er framundan hjá Sin Fang? Spila á tónleikum og alls konar í kringum það. Nýtt myndband kemur á næstunni og svo er ég að taka upp smelli á næstu plötu. Hvar finnst þér best að semja? Heima í stofu og einn inni í stúdíói. Hver er þinn helsti innblástur? Bara allt sem hreyfir við mér. Ég er alltaf að leita að innblæstri í öllu eins og til dæmis bókum, kvikmyndum, myndlist, kaffi og svo framvegis. Þú ert sagður mikill áhugamaður um fótbolta. Með hvaða liði heldur þú í enska? Engu en mér finnst samt gaman að horfa á flesta leiki. Ég bjó reyndar í West Ham hverfi í Englandi í smá tíma þannig að ég ætti tæknilega séð að halda með þeim. Ég nenni samt ekki að halda með einhverju liði. Best er að halda bara með liðinu sem á minni séns á að vinna í hverjum leik. Ert þú sjálfur góður í fótbolta? Tja, ég er búinn að vera senter í fótboltaliði undanfarin tvö ár og held ég sé búinn að skora fimm mörk á þeim tíma. Held ég sé skárri í tónlistinni. Hverjir eru stærstu tónleikarnir sem þú hefur spilað á? Einhverjar tónlistarhátíðir í Þýskalandi ábyggilega. Svo spilaði ég eitt lag með múm um daginn í Póllandi fyrir zilljón manns í einhverri skemmu. TÖFRARNIR GERAST Í KJALLARASTÚDÍÓI SINDRAMynd/Sigurgeir S Væri alveg til í alskegg Sindri Már Sigfússon er maðurinn á bak við Sin Fang. Hann var að gefa út nýja plötu og í þetta skiptið varð blúnduskegg fyrir valinu. SMEKKSATRIÐI Besta platan? Nýja platan með Munnfylli af galli. Besti söngvarinn? Kolbeinn Gauti Friðriksson. Besta hljómsveitin? Lovers Without Lovers. Besti gítarleikarinn? Kjartan Trauner. Besta lagið? Sveitballakóngurinn með Lovers eða Sjúddann með Gallinu. SIN FANG Hinn 28 ára gamli Sindri Már Sigfússon byrjaði að glamra á gítar tvítugur að aldri. Aðeins fjögur ár eru liðin síðan hann hóf að gefa út plötur en fyrsta breiðskífan sem hann tók upp var með hljóm- sveit sinni, Seabear, og kom hún út árið 2007. Síðan þá hefur Sindri verið iðinn við kolann og árið 2009 kom út fyrsta breiðskífan í sólóverkefni hans, Sin Fang Bous. Clangour hét frumraunin sem fékk mikla athygli og Sin Fang hefur haldið tónleika í Evrópu, Bandaríkjunum og Brasilíu til að kynna stykkið. Nú er komin út önnur breiðskífa Sin Fang sem ber nafnið Summer Echoes. Platan hefur fengið góða dóma og það verður spennandi að sjá Sindra fylgja verkefninu eftir með tónleikum víða um heim, skemmtilegum myndböndum og breytilegum skeggjum. ÍSLE N S K A S IA .I S M S A 52 93 9 12 /1 0 100% HÁGÆÐA MYSUPRÓTEIN WWW.MS.IS NÚ EINNIG FÁANLEGUR Í FERNU PRÓTEINDRYKKURINN SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLA ER KJÖRIN FYRIR ALLA ÞÁ SEM TREYSTA Á HOLLA OG UPPBYGGILEGA NÆRINGU EFTIR GÓðA ÆFINGU, LANGT HLAUP EðA MILLI MÁLA. ÞAð ER ENGIN TILVILJUN Að ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF HLEðSLU. HENTAR VEL FÓLKI MEð MJÓLKURSYKURSÓÞOL. MJÓLKURSAMSALAN NÝBRAGð-TEGUND

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.