Monitor - 10.03.2011, Blaðsíða 9

Monitor - 10.03.2011, Blaðsíða 9
9FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Monitor „Ég vil ekki nefna nein nöfn en ég hef kynnst nokkrum góðum fyrirmyndum sem ég vil þakka kærlega fyrir,“ segir leikkonan Birgitta Birgisdóttir um listina að leika ölvaðan einstakling. Hún leikur eina af skvísunum í þáttunum Makalaus sem hófu göngu sína í síðustu viku. Texti: Sigyn Jónsdóttir sigyn@monitor.is Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Birgitta Birgisdóttir útskrifaðist sem leikkonaárið 2006 og síðan þá hefur hún leikið í fjöldasýninga í Borgarleikhúsinu ásamt því að hafa tekið þátt í uppfærslum í Þjóðleikhúsinu og Hafnar- fjarðarleikhúsinu. Hún leikur eitt aðalhlutverkanna í þáttunum Makalaus og túlkar þar hina ákveðnu Ósk. Birgitta segist ekki eiga mikið sameiginlegt með persónunni sem þykir hálfgerð drusla en vill þó meina að Ósk sé ágæt ung kona engu að síður. Höfundur bókarinnar Makalaus, Tobba Marinós, kom auga á Birgittu er hún lék í sýningunni Fólkið í kjallaranum í Borgarleikhúsinu fyrir áramót. Tobba lofaði sérstaklega hæfileika Birgittu til að leika fullu týpuna og taldi þá geta nýst henni vel í þáttunum. Monitor fékk að kynnast hinni íslensku Penelope Cruz, eins og Birgitta hefur oft verið kölluð, aðeins betur og forvitnast um feril hennar og drauminn um að verða fornleifafræðingur. Hvenær kviknaði áhuginn á leiklistinni? Ætli hann hafi ekki kviknað þegar ég byrjaði að mæta á æfingar með vinkonum mínum hjá Leik- félagi Kópavogs á unglingsárunum. Þá sá ég ekkert endilega fyrir mér að ég yrði leikkona en vildi hjálpa til í leikfélaginu. Það var ekki fyrr en ég var orðin tvítug að ég fattaði að leiklist væri eitthvað sem maður gæti lært og unnið við. Ég var búin að prófa að fara í hönnunarnám, var á myndlistarbraut og fikraði mig áfram í listgreinum. Seinna áttaði ég mig á að leiklistin væri málið og þá var ekki aftur snúið. Mig langaði aldrei í hagfræði, lögfræði eða eitthvað svoleiðis. Hvernig var að alast upp í Kópavogi? Mér fannst það bara fínt. Ég hef svo sem engan samanburð en kunni rosalega vel við mig þar. Ég vil samt taka það fram að allt sem fer yfir 200 er ekki Kópavogur í mínum huga. 200 Kópavogur er eini Kópavogurinn sem ég þekki. Þekkir þú Kópavogsbúana Blaz Roca og Gillz? Erpur var með mér í FG svo ég þekkti hann ágætlega. Við heilsumst úti á götu í dag en erum ekkert bestu vinir. Gillz er held ég næstum því kynslóð fyrir neðan mig svo ég þekki hann ekkert. Ég man samt ekki hvað Gillz er gamall, hann gæti verið fertugur eða ellefu ára fyrir mér. Hvernig varst þú sem krakki? Ég var mikið í íþróttum og þó það trúi því enginn þá æfði ég körfubolta með Breiðablik. Við vorum mjög góðar þrátt fyrir að vera heldur lágvaxnar og vorum einhvern tímann Íslandsmeistarar. Við vorum mjög snöggar sem skiptir held ég meira máli en hæðin. Ég hætti í körfunni þegar ég var svona fjórtán ára því þá var ekki lengur töff að æfa körfubolta. Við vorum líka farnar að tapa leikjum. Hvernig týpa varst þú í menntaskóla? Mér dettur í hug orð sem unglingar sem ég var að vinna með á Ísafirði kölluðu mig: Listó. Það er svona artí týpa og ég myndi lýsa mér þannig á þessum árum þar sem ég hafði mikinn áhuga á myndlist og var formaður Listafélagsins í skólanum. Komst þú inn í Leiklistarskólann í fyrstu tilraun? Nei, ég reyndi tvisvar og komst inn í seinna skiptið. Eftir fyrri tilraunina var ég enn meira ákveðin í að komast inn og ekkert annað kom til greina. Þá rann algjörlega upp fyrir mér að þetta væri það sem ég vildi gera. Höfnunin fer annaðhvort þannig með fólk að það hugsar: „Ok, þetta átti ekki að gerast“ eða eins og gerðist hjá mér að áhuginn verður ennþá meiri. Kom ekki til greina að fara til útlanda í leiklistar- nám? Jú, ég man að ég hugsaði með mér að kæmist ég ekki inn í annarri tilraun myndi ég líklega reyna að komast inn einhvers staðar úti. Ég var samt svo ákveðin að þetta myndi ganga í seinna skiptið. Þetta er ábyggilega stærsta „Secret“ stund lífs míns þó ég hafi kannski ekki talað mikið um það. Hvað tók við eftir útskrift? Ég fékk samning hjá Borgarleikhúsinu þegar ég var að útskrifast og byrjaði strax um haustið í sýningu sem heitir Amadeus og lék þar eiginkonu Mozarts. Síðan þá hef ég leikið í Borgarleikhúsinu, í einni sýningu í Þjóðleikhúsinu og einni í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Færð þú aldrei leið á því að sýna sömu sýninguna oft? Mér finnst eiginlega skrítið hvað það gerist sjaldan miðað við að oft sýnir maður 50-60 sýningar. Það er kannski ekki mikið miðað við sumar sýningar sem fara upp í 100 skipti en samt slatti. Ég fæ ekki beint leið á sýningunum þó ég sé vissulega misjafnlega sorgmædd þegar þær hætta. Mælir þú með starfinu? Já, þó að vinnutíminn geti verið erfiður er hann að sama skapi mjög fínn oft og tíðum. Vinnutarnir eru ekkert það langar, svona tveir mánuðir og svo kemur kannski mánaðarfrí. Stundum getur auðvitað verið rosalega erfitt að koma sér af stað í vinnuna á kvöldin þegar mig langar bara að vera heima, borða kvöld- mat og koma dóttur minni í rúmið. Svo þegar ég er komin í leikhúsið lifna ég öll við því þar er svo mikil stemning og allir hressir og skemmtilegir. Allt í einu er maður mættur upp á svið fyrir framan áhorfendur og það er svo mikið kikk í því. Hvað er það vandræðalegasta sem hefur komið fyrir hjá þér í leikhúsinu? Ég get varla sagt frá þessu en einu sinni pissaði ég í alvörunni á mig í miðri sýningu. Ég var að leika í sýningu með sjúklega fyndnu fólki á borð við Hall- dóru Geirharðs og Helgu Brögu. Oft átti ég erfitt með að halda inni hlátrinum og á einni sýningunni fékk ég rosalegt hláturskast því Halldóra var svo rosalega fyndin. Ég þurfti að klemma saman lappirnar og hoppaði einhvern veginn út af sviðinu skellihlæjandi. Svo pissaði ég smá á mig sem var mjög fyndið en næstum því of vandræðalegt til að segja frá. Hvernig kom það til að þú fékkst hlutverkið í Makalaus? Ég ákvað að skrá mig í prufur fyrir þættina án þess að vita eitthvað um þetta verkefni. Ég vissi hver Tobba væri en hafði ekki lesið bókina. Svo þegar það var hringt í mig og mér tilkynnt að ég hafi fengið hlutverkið fékk ég eiginlega pínu sjokk og var ekkert sérstaklega sátt með það því ég vissi ekkert hvað ég væri að fara út í. Þá þóttist ég vera voða flott og bað um að lesa handritið áður en ég tæki hlutverkinu og var með einhverja stæla. Svo las ég bókina og hún kom mér skemmtilega á óvart. Hvernig kannt þú við persónuna Ósk sem þú leikur í þáttunum? Ég kann vel við hana, ekki alveg sammála hvernig hún lifir sínu lífi en hún er ágæt ung kona. Ósk er algjör töffari og lætur ekki plata sig út í neitt rugl. Hún leikur sér að lífinu og strákum. Þið eigið þá ekki margt sameiginlegt? Nei, ekki beint. Þáttunum hefur verið líkt við Sex & The City. Er Ósk þá Samantha? Já, ef Ósk væri einhver af þeim væri hún alveg pottþétt Samantha. Nema bara allt öðruvísi. Hvernig finnst þér að leika í sjónvarpi? Ég hef leikið lítil aukahlutverk hér og þar en þetta er fyrsta stóra hlutverkið mitt. Mér finnst það skemmti- legt en líka mjög erfitt því ég er óvön. Í leikhúsinu getur maður alltaf bætt sig og gert hlutina oft en í svona vinnu er bara ein taka sem er valin og hún stendur. Ég fékk smá sjokk þegar ég sá fyrsta þáttinn enda hafði ég ekkert séð úr þáttunum og fannst skrýtið að sjá mig á skjánum. Hvað er framundan hjá þér? Vorið og sumarið eru óljós en í haust fer ég aftur í Borgarleikhúsið að leika í sýningu sem heitir Fólkið í kjallaranum. Ég hlakka rosalega til að sýna þá sýningu aftur. Heimildarmenn Monitor segja þig vera rosalega góða í að leika fullu týpuna í Fólkinu í kjallaranum. Hverju þakkar þú þennan hæfileika? Ég vil ekki nefna nein nöfn en ég hef kynnst nokkrum góðum fyrirmyndum sem ég vil þakka kærlega fyrir. Þær mega taka það til sín sem vilja. Þú hefur verið kölluð Penelope Cruz Íslands. Finnst þér það gott eða slæmt? Ég hef heyrt þetta lengi og fyrst þegar ég heyrði þetta fyrir svona tíu árum síðan fannst mér mjög flott að vera kölluð Penelope Cruz. Svo fóru gaurar á djamm- inu að spyrja mig: „Hei, hvar er Tom Cruise?“ Þá varð þetta hallærislegt en ég hlæ bara að þessu í dag. Kæmi til greina að markaðssetja sig á spænskum markaði með viðurnefnið að vopni? Það er frábær hugmynd. Ég væri náttúrulega mjög mikið til í að leika í Almódóvar-mynd eins og hún hefur svo oft gert. Ég ætla að senda Ég fékk smá sjokk þegar ég sá fyrsta þáttinn enda hafði ég ekkert séð úr þáttunum og fannst skrítið að sjá mig á skjánum. HRAÐASPURNINGAR Uppáhaldsleikkona? Halldóra Geirharðs. Uppáhaldsleikari? Þorsteinn Guð- munds eftir að ég sá Okkar eigin Osló. Uppáhaldsnammi? Bland í poka. Uppáhaldssjónvarpsþáttur? Makalaus. Uppáhaldsmatur? Maturinn á Austur- Indíafjelaginu. Uppáhaldstónlistarmaður? Prins Póló. Það sjúkasta sem þú hefur séð á internetinu? Myndbandið við lagið Pussy með Rammstein þar sem þeir eru allir naktir og eitthvað ógeð. Það skrítnasta sem þú hefur smakk- að? Froskalappir sem smökkuðust samt mjög vel. Versti ávani? Ég vil alltaf sitja með fæturna upp á stólnum sem getur verið mjög óþægilegt til dæmis þegar ég fer út að borða. fullu týpuna Góð í að leika

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.