Monitor - 10.03.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 10.03.2011, Blaðsíða 10
10 honum tölvupóst og benda á að ég gæti til dæmis leikið systur Penelope Cruz. Gætir þú hugsað þér að starfa við eitthvað annað en leiklistina? Þegar ég var lítil ætlaði ég alltaf að verða fornleifa- fræðingur og ég er búin að hugsa mikið um það undanfarið. Ég skammaðist mín einu sinni mjög mikið fyrir þetta en núna finnst mér þetta ógeðslega töff. Ég er svo mikill dundari og sé fyrir mér að vera ofan í einhverjum skurði að bursta með tannbursta. Það væri frábær sumarvinna. Svo var ég að skoða námið fyrir jól og sá að staðan í þeirri grein er verri en í leiklistinni hvað varðar peninga. Mér finnst eins og ég væri að fara úr öskunni í eldinn með því að skipta yfir í fornleifafræðina á þessum tímapunkti. Ég held ég eigi samt einhvern tímann eftir að fara í einhverja kúrsa í fornleifafræðinni og hef ekki gefið drauminn upp á bátinn. Monitor FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Fyrir svona tíu árum síð- an fannst mér mjög flott að vera kölluð Penelope Cruz. Svo fóru gaurar á djamminu að spyrja mig: „Hei, hvar er Tom Cruise?“ Þá varð þetta hallærislegt.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.