Monitor - 10.03.2011, Síða 14

Monitor - 10.03.2011, Síða 14
Kvikmynd Black Swan. Fyrir utan það að vera vandræða- lega ástfanginn af Natalie Portman þá er þessi mynd á allan hátt stórkostleg. Sjaldan séð mynd sem er jafn „intense“. Sjónvarpsþáttur It´s Always Sunny In Philadelphia eru (að Arrested Develop- ment undanskildum) fyndnustu þættir sem ég hef séð. Full- komlega siðlaust og svart. Það versta er að aðalpersónurnar minna mig á bestu vini mína. Úps? Bók Ég er að læra bókmenntafræði í HÍ og hef aldrei lesið jafn lítið af bókum mér til yndisauka. Undanfarið er ég búinn að vera ótrúlega bóhem og lesa Ummynd- anirnar eftir Óvíd á kaffihúsum bæjarins, bæði fyrir skólann og mér til gamans. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 10. MARS 2011 Síðast en ekki síst » Árni Þór, gítarleikari í Rökkurró, fílar: Plata Spiderland með Slint. Safe-choice við svona spurningum. Ef þú hefur ekki hlustað á þessa plötu, drífðu í því strax. Inniheldur eitt tilfinninga- þrungnasta lag sem ég hef heyrt og er einfaldlega betri en flest annað sem hefur verið tekið upp. Vefsíða Threadless.com. Ég held að 90% af öllum stuttermabolum sem ég á séu af þessari síðu. Mér var bent á hana fyrir nokkrum árum síðan og ég get skoðað hana endalaust. Mér finnst líka ótrúlega fínt að allir bolirnir eru búnir til eftir myndum sem notendur senda inn. Staður Kaffibarinn, sér- staklega í miðri viku. Það eru fáir staðir sem mér líður betur á. Þetta er eins og ein stór félagsmiðstöð. Gott fólk, góð stemning og besti kranabjór í Reykjavík. LOKAPRÓFIÐ | 10. mars 2011 | skólinn Þú færð meira, meira eða miklu meira í Vodafone Gull 20% fleiri innifaldar mínútur og SMS í farsíma Skráðu þig í 1414 strax í dag vodafone.is

x

Monitor

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.