Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Það er ótrúlega svekkjandi að eyðileggja nýja kjólinn eða uppáhaldsskyrtuna sína með því að hella niður á sig. Monitor tók saman nokkur húsráð en tekur enga ábyrgð á fatnaði lesenda. Er mamma hætt að þvo af þér? BLÓÐ Það getur komið fyrir besta fólk að skera sig illa við matargerð og oftar en ekki fer blóðið í spariföt kvöldsins. Þá skal strax nudda blettunum upp úr saltvatni og köldu vatni. Að því loknu er best að láta flíkina liggja í saltvatni áður en hún er þvegin venjulega. BLEK Vinnuslys eru af ýmsum toga og eitt þeirra er þegar penninn lekur yfir nýju skyrtuna. Finndu sam- starfskonu sem er með hársprey í veskinu og úðaðu miklu magni af því á blettinn. Láttu hárspreyið þorna og skelltu svo skyrtunni í næsta þvott. Einnig er sniðugt að láta flíkina liggja í mjólk yfir nótt áður en hún er þvegin. RAUÐVÍN Ef þú sullar niður rauðvíni í partíi þarf að hafa hraðar hendur. Besti rauðvínsblettahreinsirinn er einnnig tíður partígestur svo ekki örvænta. Taktu tusku, dýfðu henni ofan í hvítvín og dumpaðu létt yfir blettinn. Ef bletturinn er of stór til að framkvæma hvítvínstrikkið er best að sturta úr saltstauknum yfir blettinn. GRASGRÆNA Til að fjarlægja óþolandi gras- grænubletti úr fötum skal fyrsta nota mjólk og svo uppþvottalög. Byrjaðu á að dýfa blettinum ofan í mjólkina og skolaðu svo vel með vatni. Því næst skal skella uppþvottaleginum á blettinn í 4-6 klukkustundir. Passið að upplita ekki efnið með því að hafa löginn og lengi á! Það er líka hægt að nota spritt á grasgrænu með því að nudda blettinn ákaft. FITA Löðrandi franskar og sveittir hamborgarar skilja oft eftir sig vegsummerki á fötum neytenda. Til að fjarlægja fitubletti er best að setja smá myntuolíu á þá og þvo svo í heitu vatni. Það gæti þurft að endurtaka ferlið nokkrum sinnum svo ekki gefast upp í fyrstu lotu. VAX Blettir eftir bráðnað vax eru kannski ekki þeir algengustu en geta verið mjög erfiðir viðureignar. Straujaðu blettinn með brúnum pappír yfir. Lyftu pappírnum oft til að gá hvernig gengur. Ef allt gengur að óskum ætti pappírinn að sjúga í sig vaxið og bletturinn að hverfa. Ef allt klikkar... Helltu einni dós af kóki með næsta þvotti til að ná öllum erfiðu blettunum úr. Drykkinn fræga má víst nota til að gera margt annað en að svala þorstanum svo sem taka ryð af hlutum, þrífa glugga, stilla verki, ná svertu úr pottum, drepa skordýr og laga magakveisur.

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.