Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 14

Monitor - 17.03.2011, Blaðsíða 14
Kvikmynd Howl’s Moving Castle gerir mig alltaf hamingjusama. Annars er The Room meistarastykki sem enginn má láta fram hjá sér fara! Sjónvarpsþáttur Það er ekkert annað í sjón- varpinu heima hjá mér en FIFA 2006 svo ætli það sé ekki bara það. Annars auglýsi ég hér með eftir einhverjum sem er með Stöð 2 og vill leyfa mér að koma í heimsókn þegar nýja serían frá Steinda Jr. verður sýnd í apríl. Bók Anybody Can Be Cool But Awesome Takes Practise eftir Lorraine Peterson sem og allt óútgefið efni frá ritlistarnemanum Pálma Frey Haukssyni. 14 Monitor FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 Síðast en ekki síst » Ólöf Rut, nemi við Listaháskóla Íslands, fílar: fílófaxið SVAVAR KNÚTUR Í GÓÐUM FÍLING Rósenberg 20:30 Svavar Knútur söngva-skáld og gleðigjafi syngur blandaða dagskrá á Rósenberg. Hinn ungi og upprennandi Daníel Jón sér um upphitun og almennan ungæðingshátt. 1.500 kall inn. STONE TEMPLE PILOTS TRIBUTE Sódóma 22:00 Gruggsveitin Stone TemplePilots hefur löngum kætt rokkhunda heimsbyggðarinnar með stuð- lögum sínum. Nú ætla nokkrir valinkunnir tónlistarmenn að heiðra sveitina sem er enn í fullu fjöri og flytja lög frá ferli hennar. Aðgangseyrir er 1000 krónur. HUNK OF A MAN Kaffibarinn 23:00 Tónleikaferðalagið umReykjavík heldur áfram hjá Hunk Of A Man sem er einnig þekktur sem Maggi Lego, Buckmaster De La Cruz Herb Legowitz og The Fox. fimmtud17mars SVEITABALL MEÐ DR. SPOCK Nasa 21:00 Það er komið að því að Dr.Spock telji í alvöru tónleika. Ferillinn verður rifjaður upp með tilheyrandi kátínu og glensi. Að sjálfsögðu mætir guli gúmmíhanskinn á staðinn í öllu sínu veldi. Auk Dr. Spock munu stíga á svið Haffi Haff, Endless Dark, Cliff Clavin og fleiri gestir. Aðstandendur lofa rokksturlun. Miðaverð er 1000 krónur. GRAPEVINE GRASSROOT CONCERT Hemmi og Valdi 21:00 Grapevine heldur áfram aðkynna íslenska grasrót. Í þetta skiptið verða það hljómsveitirnar BAKU BAKU, Hollow Veins og M3G4TR0N1K sem leika fyrir tónleikagesti. Frítt inn. föstudag18mars MUMMI, ÞUNNI OG PUB-QUIZ Rauða Ljónið 22:30 Tónlistarmaðurinn Mummi,listamaðurinn Þunni og Bívar halda uppi fjörinu á Rauða ljóninu. Kvöldið hefst á pub-quizi og endar á trúbadorastemn- ingu sem Mummi og hinn dularfulli Þunni sjá um. Tilboð á mat og drykk. Frítt inn. HEAVEN SHALL BURN Café Amsterdam 23:00 Þýsku þungarokkararnir íHeaven Shall Burn komu til landsins árið 2003 og hafa þráð að snúa aftur hingað síðan. Upphitun verður í höndum Gone Postal, Angist og Ophidian I. Miðaverð er 2000 krónur. laugarda19mars SÓDÓMA Tvípunktur Laugard. kl. 16 og 20 Rás 2 í samstarfi við Sódómu Reykjavík hóf í síðasta mánuði tón- leikaröðina Tvípunktur. Haldnir verða tvennir tónleikar sama daginn, einn laugardag í hverjum mánuði. Fyrri tónleikarnir eru áfengislaus skemmtun og eru opnir öllum en þeir seinni eru einungis fyrir 18 ára og eldri. „Hugmyndin að seríunni er sú að okkur fannst þörf fyrir að leyfa fjölskyldufólki og ungu fólki að sjá alvöru hljómsveitir í alvöru umhverfi með alvöru sándi,“ útskýrir Gylfi Blöndal, umsjónarmaður Sódómu Reykjavík. „Þetta er okkar framlag til að byggja upp nýjan hóp af tónleikagestum sem eru ekki enn komnir á aldur,“ bendir Gylfi á og vonast til að tónleikaröðin fái góðar viðtökur. „Tónleikarnir eru til dæmis mjög sniðugir fyrir helgarpabba,“ segir Gylfi og fagna helgarpabbar sem eru uppiskroppa með hugmyndir væntanlega þessu skemmtilega framtaki. Hljómsveitirnar Agent Fresco og Cliff Clavin rokka á Tvípunkti á laugardaginn kl. 16 og 20 en um kvöldið bætist svo við IKEA Satan til að sprengja þakið endanlega af húsinu. Miðaverð á fyrri tónleikana er 500 krónur fyrir yngri en 18 ára og 1000 krónur fyrir 18 ára og eldri. Um kvöldið kostar svo 1.000 krónur inn fyrir alla. Tilvalið fyrir helgarpabba Plata Mér finnst Prins Póló vera skemmtilegasta hljómsveit í heimi! Var í teiti um daginn þar sem ég var ekki samræðuhæf því ég var svo mikið að hlusta og hafa gaman af textunum. Tengi sérstaklega vel við textabrotið: „Vildir mig ekki þá, vildir mig ekki síðar og þú vilt mig ekki enn. Þó ég spyrji eftir þér á hverjum degi þá viltu aldrei vera memm.“ Verð einnig að skella þumli á nýju frá Sin Fang og Kurt Vile. Vefsíða Fæ ekki nóg af Manbabies. com. Svo er líka flott framtak í gangi á Eyjogisla.com. Staður Hveragerði. Vegna: a) sundlaug- arinnar, b) heita lækjarins í Reykjardal og c) Bóbó. VALDIMAR, ÉG OG SPACEVESTITE Sódóma 22:00 Valdimar og HljómsveitinÉg hafa slegið í gegn að undanförnu og ætla að spila á tónleikum á Sódómu á föstudaginn. Hljómsveitin Spac- evestite hitar upp en þar er á ferðinni ung og spennandi hljómsveit úr Hafnarfirðinum. Aðgangseyrir er 1000 krónur. OMAM, OO OG WK Faktorý 22:00 Hljómsveitirnar Of MonstersAnd Men, Orphic Oxtra og Who Knew verða í fullri lengd á Faktorý. Tónleikarnir eru haldnir til að afla fjár fyrir Of Monsters And Men þar sem þau eru á leiðinni í hljóðver að taka upp sína fyrstu breiðskífu. Aðgangseyrir er 1000 krónur. MONSTERS AND MEN

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.