Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 8

Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 NU-METALL Á ÍSLANDI Nu-metal bylgjan náði fótfes tu hér á landi eins og annars staðar. Á árunum 1998-2002 mátti heyra dántjúnaðan angistarm álminn úr öðrum hverjum bíl skúr á landinu. Ókrýndir kon ungar stefnunnar hér á landi voru strákarnir í Spitsign. Í kringu m sveitina myndaðist lítill en ástríðufullur kjarni sem enn má finna leif ar af í dag. Spitsign-strákarn ir fóru í ólíkar áttir eftir að s veitin var lögð niður. Meðlimi hennar mátti síðar finna í hljómsveitum á borð við Mínus, Reykjavík! og Quarashi. En Spitsign voru ekki lengi e inir í paradís. Holskefla bílsk úrsbanda á borð við Toymac hine, B-Eyez, Elexír, Delta-9 og d.u.s.t. fylg du í kjölfarið. Listinn er nokk uð langur. Sum bandanna gá fu út demó, örfáar gerðu breiðskífur, en flestar þeirra aðeins fáein lö g sem skiptu um hendur á s krifuðum diskum á tónleikum. Vefsíða n Dordingull.com var stofnuð til þess að halda um heimas íður þessara hljómsveita, umbreyttist í Ha rðkjarna.com og lifir enn í da g, með breyttum áherslum þ ó. Hvað varð um nu-metalinn? Uppruninn Mönnum greinir á um hver raunverulegur uppruni nu-metalsins sé. Auðveldast er að benda á Kaliforníu-sveitina Korn sem gaf út sína fyrstu breiðskífu í lok ársins 1994. Það tók þá þrjár plötur að verða að því ofvaxna batteríi sem þeir á endanum urðu, en strax eftir fyrstu plötuna spruttu upp ótal margar sveitir sem vildu vera eins og þeir. Aðrir telja upprunann staðsettan ári fyrr þegar kvikmyndin Judgment Night kom út. Tónlistin úr myndinni varð geysivinsæl og samanstóð af lögum í flutningi stærstu sveita þungarokksins annars vegar og rapps hins vegar. Thrash-kóngarnir í Slayer voru paraðir saman með Ice-T, Everlast og félagar í House of Pain gerðu lag með Helmet, nýbylgjubörnin í Sonic Youth áttu lag með Cypress Hill og svo mætti lengi telja. Kokkteillinn þótti vel heppnaður og sýndi fram á það að rapp og rokk gæti átt samleið. Rage Against the Machine Enn aðrir vilja rekja upprunann til hljómsveitarinnar Rage Against the Machine. Þó þeir séu ekki nákvæmlega samkvæmt nu-metal forskriftinni þá má færa rök fyrir því að þessi ágæta sveit hafi verið seinni tíma nu-metal sveitum þó nokkur áhrifavaldur. Rage-liðar sömdu einföld lög, oft í Drop- D stillingunni (auðveld gítarstilling fyrir byrjendur) og frontmaðurinn Zach De La Rocha rappaði og öskraði á víxl. ÚtBre1ð5la nU-meTal fl3nsunnar Eins og fram hefur komið voru það drengirnir í Korn sem fóru fyrstir manna „alla leið“ með nu-metalinn. Á fyrstu plötunni spiluðu þeir furðulega blöndu af hiphoppi og þungarokki, sungu um angist táningsins og skreyttu músíkina á köflum með sekkjapípu. Á næstu plötum urðu hiphop-áhrifin meira áberandi. Söngvarinn, Jonathan Davis, var farinn að hneigjast til rapps og hljómurinn slípaðist smám saman. Í kjölfar vinsælda Korn komu aðrar sveitir sem sóttu í sama sarp. Limp Bizkit gengu skrefinu lengra og voru með plötusnúð innanborðs sem skratsaði á viðeigandi stöðum á meðan Fred Durst rappaði og söng um mál sem voru honum hugleikin, kynlíf og unglingaveiki. Limp-drengirnir urðu stórstjörnur líkt og átrúnaðargoð þeirra í Korn og nu-metallinn var nú orðinn áberandi í útvarpi og á MTV. Minni spámenn vildu einnig fá bita af kökunni og er listinn yfir löngu gleymdar sveitir úr þessari bylgju nánast óteljandi. Einhverjir kannast ef til vill við sveitir á borð við Snot, Powerman 5000 og Coal Chamber. Færri gætu þó raulað með þeim lag. Eldri sveitir smitast Nu-metallinn var, líkt og spænska veikin forðum daga, bráðsmitandi og vinsælar rokksveitir í eldri kantinum tóku til við að twizta. Brasilíumennirnir í Sepultura gáfu út plötuna Roots árið 1996 sem var undir miklum áhrifum frá hinni nýju bylgju, þó vissulega sé plata þeirra Chaos A.D. frá árinu 1993 fyrirboði um hina breyttu stefnu. Á Roots döðruðu drengirnir við hiphoppið, fengu til liðs við sig brasilíska frumbyggja sem börðu bumbur, og buðu plötusnúð í kaffi í einhverjum laganna. Nýju lögin voru einfaldari en áður og hljómurinn var dýpri. Allt samkvæmt hinni nýju uppskrift. Gömlu brýnin í Slayer voru varkárari í nálgun sinni á nu-metalinn. Þeir létu sér nægja að stilla gítarana niður um heilnótu og poppa sig upp. Platan Diabolus in Musica var hægari og auðmeltari en fyrri verk, gítarsólóum fækkaði um helming og textasmíðarnar leituðu meira inn á við. En það voru ekki bara rokksveitir sem námu land á rappslóðum. Rapparar fóru í auknum mæli að herða sig. Sjálfur Ice Cube rappaði stundum með rokksveitum og Cypress Hill gáfu út þungarokksplötu. Meira að segja næntís-goðið Vanilla Ice tók ímynd sína og tónlist í nu-metal meikóver og gaf út plötuna Hard to Swallow. Heimsyfirráð Nu-metal æðið náði hámarki á árunum 1998-2001. Á MTV mátti vart sjá tyggjókúlupoppara lengur. Allir voru húðflúraðir, með rafmagnsgítar og derhúfu. Gítarsóló höfðu ekki heyrst í mainstream þungarokki í mörg ár og þekktasta þungarokkshátíð heims, Donington-hátíðin, hafði verið lögð af. Gamla þungarokkið þótti ekki lengur móðins og nú fóru menn á Family Values-túrinn (furðulegt rapp/rokk- hringleikahús runnið undan rifjum Korn og Limp Bizkit). Enginn var maður með mönnum nema hann stafsetti hljómsveitarnafn sitt með furðulegum táknum, bókstöfum og tölum. Korn voru, eins og frægt er orðið, stafsettir með R-ið á röngunni (KoЯn), og nöfnin urðu æ glórulausari. (həd) p.e., Puddle of Mudd, Kill II This og Lostprophets voru aðeins nokkur fjöldamargra banda sem gáfu skít í hefðbundna stafsetningu og málfræði. Hnignun og yfirhylming Upp úr 2001 fór þrettándinn að þynnast. Ekki er alveg vitað hvað gerðist, en nu-metallinn fór smám saman að þykja hallærislegur. Líklegast var ástæðan sú að listamennirnir gengu svo langt í æðinu að þeir enduðu sem paródía af sjálfum sér. Fléttaðir hökutoppar og silfruð andlitsmálning þótti um miðjan síðasta áratug álíka aulaleg og skræpótt rave-tíska fyrri hluta 10. áratugarins og hægt og rólega fóru stærstu nöfn nu-metalsins yfir í hefðbundnara rokk. Í seinni tíð er þessi merkilega en stórundarlega tónlistarstefna eins og vandræðaleg fermingarmynd. Fyrirsætan skammast sín og geymir myndina í læstum skáp uppi á háalofti. Að sama skapi reyna margar sveitir að gera lítið úr eldri afrekum sínum á sviði nu-metals. Sérstaklega gömlu sveitirnar sem hermikrákuðu út einni eða tveimur plötum í þessum stíl áður en þær héldu áfram sinni upprunalegu stefnu. Nu-metallinn er kominn og farinn. Það þýðir víst lítið fyrir þessar sveitir að afneita þáttöku sinni því sönnunargögnin liggja fyrir. Yfirleitt í formi rykfallinna geisladiska í hirslum ungra manna á aldrinum 25-30 ára. Þar liggja þeir með sín ömurlega ljótu umslög og stórkostlega fyndnu lagaheiti. Þetta er ekkert til að skammast sín fyrir. Ég er þrælsekur sjálfur. Þetta er spurning sem fáir spyrja sig að dags daglega , enda er þessi tegund tónli star oftast álitin smánarbl ettur á rokksögunni. Þó er það a lltaf merkilegt þegar vinsæ l tónlistarstefna fer að sofa að kvöldi og vaknar aldrei aftur. Nu-metal blaðran sp rakk og leifar hennar þutu út í loftið með aumu freti. Hljóm sveitirnar voru mýmargar, en aðeins örfáar sveitir lifðu n u-metal bylgjuna af. Hauku r Viðar Alfreðsson fer yfir ri s og hnignun nu-metalsins . HVAÐ ER NU-METALL? Nu-metall er tegund rokktón listar sem öðlaðist miklar vinsældir upp úr miðju m tíunda áratugnum og lifði í tæp tíu ár. Aldrei var b úið til fullnægjandi orð um fyrirbærið á íslensku, en nýmálmur og rapp-rokk voru meðal þeirra heita sem notuð voru en festust þó aldrei. Tónlistin var í grun ninn þungt rokk, en ólíkt hefðbundna þungarokk inu voru gítarriff nu- metalsins einföld og lagaupp byggingin líkari því sem gengur og gerist í popp tónlist. Stundum voru hiphop-áhrifin í stóru hlutve rki. Rapparar í stað söngvara og plötusnúðar í s tað sólógítarleikara. Erindin oftar en ekki röppuð og viðlögin annað hvort sungin eða öskruð af mikilli angist. RAGE AGAINST THE MACHINE HAFÐI MIKIL ÁHRIF JONATHAN DAVIS ÚR KORN NOTAR EKKI PANTENE PRO-V MY WAY OR THE HIGHWAY... FRED DURST Á WOODSTOCK ‘99

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.