Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 17

Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 17
17FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Monitor Augnskuggar sem henta hár- litnum þínum Ekki fara allir litir öllum vel. Stíllinn er sniðugur að vanda og hér eru nokkur ráð sem hjálpa þér að vera sæt og seiðandi sjö daga vikunnar. Áður en þú berð á þig augnskugga er gott ráð að bera ljósan felara á T-svæðið og undir augun, það dregur þau enn frekar fram. Ef þú ert... ...dökkhærð, kemstu líklegast upp með að ganga með flesta liti á augun- um. Bestu litirnir fyrir dökkhærða eru hins vegar gylltir og mjúkir litir á borð við ferskju- og kóralliti en einnig dökkir jarðtóna litir. Ekki gleyma maskaranum. ...ljóshærð hefurðu kannski tekið eftir því að það er erfiðara að bera skæra og dramatíska liti. Allt sem þykir djarft, verður enn- þá hvassara á blondínu, svo ekki missa þig í skinkunni. Keyptu þér rauðleita og rómantíska liti fyrir varirnar en jafnvel daufa liti á augun svo sem fölbleikan eða brúnan. ...rauðhærð er jafnvel erfiðara fyrir þig en aðra að finna þér lit einfaldlega vegna þess að rauð- hærðir eru yfirleitt með mjög ljósa húð á móti sterka rauða litnum. Það er oft fallegt að nota ljósa liti saman með ljósri húð. Ef þú ert með rauðbrúnt hár er tilvalið að nota t.d. kampavíns- lit eða gráa tóna. Karakterar úr EVE Online mættu í Laugardalshöllina ÞÚ FERÐ EKKI MEÐ SVONA FÖRÐUN ÚT AÐ SKEMMTA ÞÉR ÞAÐ ER MIKIL VINNA AÐ GERA SVONA HÁRGREIÐSLU STELPURNAR VORU MÁLAÐAR EINS OG FÍGÚRUR Í EVE ONLINE GEIRI OG BEGGA STÓÐU SIG VEL OG STELPURNAR KLÁRAR Í SLAGINN Tölvuleikjafyrirtækið CCP hélt EVE Online fanfest hátíðlega síðustu helgi og var það stærsta hátíð þeirra til þessa. Miðar á hátíðina, sem haldin var í Laugardalshöllinni, mokseldust og komu rúmlega þúsund spilarar EVE Online til landsins. Á laugardeginum spilaði hljómsveitin Booka Shade ásamt FM Belfast og fleirum og var því mikið fjör í höllinni. Stíllinn kíkti á undirbúning fyrir kvöldið en þá var verið að gera nokkrar stúlkur að EVE Online fígúrum. Ásgeir Hjartarson og Bergþóra Þórsdóttir sáu um hár og förðun og hafa gert það fyrir síðustu hátíðir. „Við vorum með 16 stelpur sem við förðuðum eins og Galliente-tribe úr EVE Online leiknum,“ segir Ásgeir.  ámorgun í Kringlunni opnunartilboð Frábær tilboð í tilefni opnunarinnar í verslun okkar í Smáralind vila Kringlan | Smáralind | www.vila.dK Kjóll áður 8990 nú 4990 Bolur s/s áður 2990 nú 990 Jakki áður. 7990 nú 3490 Blúndukjóll áður 6990 nú 3490 Buxur áður 7500 nú 3990 Kjóll áður 6900 nú 3990 Kjóll áður 5990 nú 2990

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.