Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 18

Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 18
18 Monitor FIMMTUDAGUR 31. MARS 2011 Marga dreymir um að öðlast heimsfrægð og sumir væru til í að gera allt fyrir frægð- ina. Hér eru nokkrar góðar aðferðir fyrir þá sem stefna á toppinn eða vilja einfaldlega bara vekja meiri athygli á sjálfum sér. Langar þig að slá í gegn? HEIMSMET Í FLESTUM GRÍMUKLÆDDUM STRUMPUM SLEGIÐ Heimsmet Það hljómar kannski erfitt en allir ættu að geta fundið sér eitthvað til að slá heimsmet í. Til dæmis er skráð í heimsmetabók Gu- inness met í að rista brauð. Þú gætir jafnvel fengið sem flesta til að koma saman og setja hendurnar upp í loft á sama tíma. Það er meira að segja hægt að öðlast frægð við að reyna að slá heimsmet nú þegar YouTube er komið til sögunnar. Það virðist vera hægt að slá heimsmet í hverju sem er. Líklega tímafrekt. Góðgerðarstörf Gefðu mikinn pening eða eyddu miklum tíma í góðgerðarstörf og reyndu að komast í helstu fjölmiðlana. Góðverk eru alltaf vinsæl. Um daginn fjölluðu allir helstu fjölmiðlarnir um konu sem tók upp plastflösku af gólfi í verslunarmiðstöð og henti henni í ruslið. Auðvelt, ekki satt? Erfitt að safna miklum pening til að gefa.ALLIR VITA HVER MÓÐIR TERESA ER Raunveru- leikaþættir Þessi leið til frægðar er mál- ið fyrir þá sem eru tilbúnir til að opinbera líf sitt fyrir almenningi. Það eru kannski ekki margir möguleikar á að taka þátt í raunveru- leikaþáttum á Íslandi en ekki gefast upp því þú þarft ekki að leita lengra en til Bretlands til að finna um það bil þúsund slíka. Krefst engra hæfileika. Gæti reynst erfitt andlega. KARDASHIAN SYSTURNAR EIGA SINN EIGIN RAUNVERULEIKAÞÁTT Hæfileikar Ef þú syngur vel, getur leikið eða hefur einhvern frábæran hæfi- leika er það gullni miðinn til Hollywood. Samkeppnin er reyndar fáránlega hörð en málið er að reyna að vera öðruvísi en hinir til að vekja athygli. HVAÐ ÆTLI ÞAÐ TAKI LANGAN TÍMA AÐ LÁTA SÉR VAXA SVONA NEGLUR? Gefandi. HEATHER MILLS ER SJÚK Í GÓÐGERÐARSTÖRF EN HÚN VAR LÍKA GIFT PAUL MCCARTNEY Varanlegur árangur. Hörð sam- keppni. Uppfinning Mögulega erfiðasta leiðin til frægðar en án efa ein sú skemmtilegasta. Það virðist sem allt hafi nú þegar verið fundið upp en finnirðu upp eitthvað sem almenningur vill kaupa ertu á grænni grein. Gæti rakað inn milljónum. Litlar líkur á árangri. BEYONCÉ KANN ÞETTA MARK ZUCKERBERG FÉKK MEIRA AÐ SEGJA BÍÓMYND UM SIG YouTube Gerðu eitthvað fáránlegt, taktu það upp á myndband og settu á YouTube. Aðdáandi Britney Spears sem bað fólk um að láta hana í friði varð frægur á einni nóttu svo hugmyndin þarf ekki einu sinni að vera góð. Ódýrt í framkvæmd. Yfirleitt nauðsyn- legt að gera sig að fífli um leið. CHRIS CROCKER BER HAG BRITNEY FYRIR BRJÓSTIKEENAN CAHILL ER UPPÁHALD ALLRA Í HOLLYWOOD Sambönd Til að gulltryggja frægðina er ótrú- lega sniðugt að vera skyldmenni einhvers frægs einstaklings, eiga í ástarsambandi við frægan einstakling eða einfaldlega þekkja einhvern frægan. Paris Hilton er til dæmis ekki fræg fyrir neitt annað en að vera dóttir föður síns og reyndar mikið partíþol. Krefst engra hæfileika. Tímafrekt að koma sér í sam- band við fræga einstaklinga. PARIS HILTON ER MEÐ ÞEIM ATHYGLISSJÚKARI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.