Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 20

Monitor - 31.03.2011, Blaðsíða 20
Sucker Punch Leikstjóri: Zack Snyder. Leikraddir: Vanessa Hudgens, Emily Brow- ning, Abbie Cornish og Jena Malone. Aldurstakmark: Bönnuð innan 12 ára. Lengd: 109 mínútur. Kvikmyndahús: Sambíóin. Ævintýrahasarmynd um unga stúlku sem lifir í dökkum veruleika en frjótt ímyndunarafl hennar gerir henni kleift að lenda í ótrúlegum ævintýrum svo mörkin milli ímyndunar og raunveruleika eru Hopp Leikstjóri: Tim Hill. Leikraddir: Russell Brand, James Marsden og Elizabeth Perkins. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Lengd: 95 mínútur. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskóla- bíó og Laugarásbíó. Iðjuleysinginn Fred keyrir á Páskakanínuna og þarf að taka á sínum stóra og sjá til þess að Páskakanínan jafni sig til að koma í veg fyrir brostin hjörtu barna um allan heim. Það er hins vegar allt annað en auðvelt verkefni því Páskakanínan er erfiður kvikmyndir Hæð: 185 sentímetrar. Besta hlutverk: Aldous Snow í Forgetting Sarah Marshall. Staðreynd: Fór í prufu fyrir strákahljómsveitina Five á sínum tíma. Eitruð tilvitnun: „Ég er að leita að hinni einu réttu og ég mun finna hana fljótar ef ég prófa alltaf tvær í einu.“ 1975Fæddist þann4. júní í Essex á Englandi. Brand átti erfiða æsku og ólst einungis upp hjá veikri móður sinni. 1989Flutti að heimanog hætti í skóla. Byrjaði að neyta heróíns, kannabis-efna, amfetamíns, LSD og kókaíns. Gerðist grænmetisæta og hefur verið það síðan. 1995Komst inn íleiklistarskólann Drama Centre í London. Brand var á þessum tíma háður heróíni og alkóhólisti. Hann var rekinn á síðasta ári sínu við skólann eftir að hafa brotið glas á höfði sínu og stungið sjálfan sig í brjóstið og handleggi eftir léleg viðbrögð við frammistöðu hans í leikriti. 2000Byrjaði aðkoma fram sem uppistandari og vakti athygli umboðsmanns í úrslitum uppistandskeppni í Bretlandi. Vann á MTV við að kynna þáttinn Dancefloor Charts. Var rekinn eftir að hafa mætt í vinnuna klæddur eins og Osama Bin Laden þann 12. september 2001, daginn eftir árásina á tvíburaturnana í New York. 2004Sló í gegn meðuppistands- sýningunni Better Now þar sem hann talaði mjög opinskátt um neyslu sína. Á eftir fylgdu fjölmargar sýningar sem Brand sýndi um allan heim og nokkrar þeirra hafa komið út á DVD. 2008Kynnti MTV VideoMusic Awards og fékk nokkur hótunarbréf að þeim loknum. Brand líkti Britn- ey Spears við Jesú Krist, hvatti áhorfendur til að kjósa Barack Obama og kallaði þáverandi Bandaríkjaforseta, George W. Bush, vangefinn. 2008Sigraði Hollywoodsem sjálfhverfa rokkstjarnan Aldous Snow í kvikmyndinni Forgetting Sarah Marshall. 2010Trúlofaðistsöngkonunni Katy Perry. Þau giftu sig á Indlandi sama ár. Russell Brand FERILLINN 20 Monitor FIMMTUDAGUR 31. MARS 2010 Frumsýningar helgarinnar VILTU VINNA MIÐA? Monitor ætlar að gefa nokkrum heppnum lesendum miða á Kurteist Fólk. Þú þarft bara að fara inn á Facebook-síðu Monitor og velja LIKE á kvikmyndaþráð vikunnar. Á mánudag drögum við svo út nokkra vinningshafa og sendum þá í bíó. facebook.com/monitorbladid Uppáhaldskvikmynd Steinda Jr. er gamanmynd frá 10. áratugnum, Billy Madison. Hún fær aðeins 1,6 í einkunn á kvikmyndavefnum Metacritic. Popp- korn Fyrsta kvikmyndin sem segir frá samkynhneigðum einstaklingum sem fengið hefur sýningarétt í Malasíu var frumsýnd í síðustu viku og sló rækilega í gegn. Metaðsókn var á myndina sem segir frá manni sem fer í kynleiðréttingaraðgerð til að þóknast elskhuga sínum en aðgerðin gerir ekkert nema flækja málin í ástarsambandi þeirra. Mörgæsirnar úr tölvuteiknimyndinni Madagascar fá nú sína eigin kvikmynd í fullri lengd. Dreamworks fyrirtækið hefur ákveðið að framleiða myndina. Ekki er komið í ljós hvað þeir Skipper, Kowalski, Private og Rico taka sér fyrir hendur í myndinni en þeir hafa slegið í gegn í sjónvarpsþáttum vestanhafs á undanförnum árum. Melissa Rosenberg er einna þekktust fyrir að skrifa handritið að Twilight- seríunni og nú eru framleiðendur æstir í að fá hana í næsta verkefni. Það mun vera að skrifa kvikmyndahandrit upp úr vísindaskáldsögunni Earthseed eftir Pamelu Sargent. Bókin segir frá skipi fullu af DNA frá Jörðu sem leitar að öðrum plánetum til að búa á. Framhald teiknimyndarinnar Monsters Inc. hefur fengið nafnið Monsters University. Hún mun segja frá því hvernig skrímslin Sully og Mike kynntust í háskóla og voru á tímabili verstu óvinir. Billy Crystal og John Goodman munu snúa sér aftur að talsetningu fyrir félagana og Steve Buscemi verður aftur í hlutverki óvinarins Randall. Leikstjórinn Roger Michell reynir þessa dagana að fá Bill Murray til að leika í nýjustu kvikmynd sinni, Hyde Park On The Hudson. Michell vill fá Murray í hlutverk fyrrverandi Bandaríkjaforsetans Franklin D. Roosevelt en útvarpsleikritið sem myndin er byggð á segir frá ástarsambandi forsetans við fjarskylda frænku sína, Margaret Stuckley. Kurteist fólk Leikstjóri: Olaf de Fleur Johannesson Aðalhlutverk: Stefán Karl Stefánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Aldurstakmark: Leyfð öllum. Lengd: 100 mínútur. Kvikmyndahús: Smárabíó, Háskólabíó og Laugarásbíó. Óhæfur verkfræðingur lýgur sig inn í samfélag á Vesturlandi og þykist geta komið sláturhúsi staðarins í gang á ný. Óafvitandi gengur hann inn í litla heimsstyrjöld sem ríkir í einkalífi íbúa og pólitík bæjarfélagsins. Limitless fjallar um rithöfundinn Eddie Morra sem er með allt niðrum sig en áskotnast pilla sem gerir honum kleift að nota fulla getu heilans og verða ofurgáfaður. Myndin byrjar vel og nær strax að fanga athygli manns. Hún er virkilega flott og vel gerð útlitslega. Flott myndataka og skemmtilegar útfærslur á myndefninu. Leikstjórinn Neil Burger ákvað til dæmis að fara þá leið að hafa litina mismunandi eftir því hvort Eddie væri undir áhrifum töflunnar eða ekki. Það kemur skemmtilega út og er sniðug leið til að gefa manni innsýn inn í hugarheim hans á meðan áhrifin standa yfir. Fín hugmynd sem fjarar út Bradley Cooper leikur Eddie Morra og gerir það býsna vel. Cooper er alltaf að fá bitastæðari hlutverk í Hollywood og sýnir hér að hann á það alveg skilið. Robert De Niro leikur auðjöfurinn Carl Van Loon sem Eddie kynnist um miðbik myndarinnar. Mér finnst alltaf gaman að sjá De Niro en verð um leið alltaf fyrir smá vonbrigðum því maður býst alltaf við svo miklu frá honum. Það er þó kannski meira mitt vandamál heldur en hans. Hér fannst mér hann einmitt bara svipaður og hann hefur verið í síðustu myndum, ekkert nýtt en þó alltaf frekar pottþéttur. Þrátt fyrir gott útlit og góðan leik þá náði myndin ekki alveg að heilla mig. Mér fannst alltaf eitthvað vanta. Myndin byggðist upp jafnt og þétt en síðan fjaraði hún bara út. Svolítið eins og þeir hafi ekki alveg vitað hvernig þeir ættu að enda hana. Mér leiddist þó aldrei og myndin á fína spretti inn á milli. Flott útlit og skemmtileg hugmynd. Limitless nær þó aldrei að verða neitt meira en miðlungsmynd sem gleymist fljótt. Limitless K V I K M Y N D Leikstjóri: Neil Burger. Aðalhlutverk: Bradley Cooper, Anna Friel, Abbie Cornish og Robert De Niro. Lengd: 105 mínútur. Kristján Sturla Bjarnason Fín hugmynd sem fjarar út BRADLEY COOPER TREÐUR MARVAÐA EFTIR AÐ HAFA LYFJAÐ SIG VEL UPP EGGERT ÞORLEIFS OG STEFÁN KARL MÆLA MEÐ KURTEISU FÓLKI

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.