Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 3

Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 3
Ívikunni mátti sjá ýmsarfurðuverur hoppandi og skoppandi út um allar trissur undir þeim formerkjum að þar væru á ferðinni menntskælingar að dimmt- era. Með öðrum orðum er tímabil „dimmiteringa“ eða dimission, árlegur viðburður í ýmsum framhaldsskólum landsins, gengið í garð. Eins og margir vita gengurdimission í grófum dráttum út á það að nemendur sem eru á leið í sín síðustu próf í menntaskólanum sínum klæða sig upp í búninga og mála bæinn rauðan. Þessu fylgja síðan ýmsar sérhefðir sem eru breytilegar milli skóla. Á meðal þeirra framhaldsskóla sem viðhalda dimission-hefðinni eru MH, MR og MS. Athyglisvert væri aðvita hvaðan hefðin er sprottin og jafnvel hver upphaflega pælingin á bak við hana var. Var bara einhver mennt- skælingur sem datt í hug einn daginn að það að klæða sig upp í búning og drekka væri fullkomin leið til að kveðja framhalds- skólann sinn? Hvað sem því líður er mikilvægast að fólk láti sér ekki bregða þótt það sjái hóp af Stubbum eða Disney-fígúrum á skralli um bæinn því að öllum líkindum eru það bara saklausir menntskælingar á tímamótum í sínu lífi að skemmta sér. Skyndibitastaðurinn Ali Baba hefur staðið við Ingólfstorg í nokkur ár núna. Þar eru fáan- leg helfersk kebab sem klikka ekki. Mennt- skælingar og aðrir sem vinna í miðbænum eru algeng sjón á staðnum í hádeginu á virkum dögum en einnig er staðurinn tilvalinn stoppustöð að miðbæjarskralli loknu um rauða nótt. Ofar öðru er réttur númer sex, Shawerma-rúllan. Frönsku sokkabuxurnar frá DIM eru ómissandi í fataforða hvers kvenmanns. Aðalpartítrix helgarinnar er að eiga að minnsta kosti eitt par af sokkabuxunum sem fá einfald- lega ekki lykkjufall. Hægt væri að velta sér upp úr götunni í miðbæ Reykjavíkur án þess að lykkjufall líti dagsins ljós. Tónlistarhátíðin Reykjavík Music Mess sem fram fer um helgina er splunkuný á nálinni. Hér er á ferðinni metnað- arfullt framtak með þrusu- hljóm- sveitum. 15.- 17. apríl eru því allir tónlista- runnendur hvattir til að flakka á milli Nasa, Sódómu og Norræna hússins þar sem reikna má með ósviknu tónleikafjöri. Sjá nánar á bls. 8 í blaðinu. Monitor mælir með Í GOGGINN 3 fyrst&fremst Ritstjóri: Björn Bragi Arnarsson (bjornbragi@monitor.is) Umbrot og hönnun: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Einar Lövdahl Gunnlaugsson (einar@monitor.is) Gunnþórunn Jónsdóttir (gunnthorunn@monitor.is) Sigyn Jónsdóttir (sigyn@monitor.is) Auglýsingar: Jón Ragnar Jónsson (jonragnar@monitor.is) Forsíða: Sigurgeir Sigurðsson Myndvinnsla: Hallmar F. Þorvaldsson Grafík: Elín Esther Útgefandi: Árvakur Prentun: Landsprent Sími: 569-1136 Netfang: monitor@monitor.is FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Monitor Feitast í blaðinu Dagur Sigurðsson. Sló rækilega í gegn á Söngkeppni fram- haldsskólanna á Akureyri. Viðtalið. Halldór Gylfason er með meðaleinkunnina 6,5 í lífinu eins og í skólanum. Skammarverðlaun Hollywood. Hress umfjöllun um Razzie-verð- launin góðu. 12 Lokaprófið. Vignir Snær Vigfússon þreytti Lokaprófið og stóðst það með stæl. Blóðug banda- slit. Umfjöllun um krassandi endalok hljóm- 16 10 Ritstjóri Monitor var valinn Ræðumaður Íslands árin 2004 og 2005. Í NÆRFATASKÚFFUNA „Þetta var ótrúlega sætur sigur og um leið mjög fyndinn í ljósi þess að enginn okkar er frjálshyggjumað- ur og við allir frekar vinstrisinnaðir,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, stuðningsmaður í ræðuliði MR-inga, sem fór með sigur af hólmi í úrslitaviðureign MORFÍS þar sem rökrætt var um frjálshyggju fyrr í vikunni. Jóhann Páll hefur verið í ræðuliðinu öll sín ár í MR og hefur því haft augu á sigrinum lengi. „Við erum allir búnir að vinna mikið fyrir þessu og loksins rættist draumurinn,“ segir Jóhann Páll og bendir á að mikið hafi verið í húfi fyrir MR-inga í Háskólabíói á þriðjudagskvöldið. „Við vildum endurheimta Háskólabíósstoltið,“ segir hann og vísar í úrslitaviðureignina í Gettu betur sem fór nýlega fram í Háskólabíói en þá þurftu MR-ingar að láta í minni pokann fyrir sigurliði Kvennaskólans. Mikilvægara að sigra keppnina Jóhann Páll segist ekki bera kala til Þóris Freys sem hlaut titil Ræðumanns Íslands þrátt fyrir að vera í tapliði úrslitakvöldsins. „Við sættum okkur við það enda er miklu mikilvægara að vinna keppnina en að eiga ræðumanninn,“ segir Jóhann Páll og hrósar Þóri fyrir góða frammistöðu í keppninni. „Hann var flottur,“ viðurkennir Jóhann Páll sem segist ekki hafa fengið leið á liðsfélögunum þrátt fyrir alla samveruna í vetur. „Við erum fjölskylda og höfum lært að elska hvern annan.“ Úrslitaviðureign ræðukeppninnar MORFÍS fór fram á þriðjudagskvöldið. Þar öttu kappi lið Menntaskólans í Reykjavík og Menntaskólans við Sund og fór MR með sigur af hólmi. Ræðumaður Íslands árið 2011 er þó MS-ingurinn Þórir Freyr Finnbogason. Monitor ræddi við Jóhann Pál Jóhannsson úr liði MR-inga um undirbúninginn og langþráðan draum. Vala Grand Fékk mér Svakalega kúr i gær omg........ it was like being in a haven while being touch by a angel .....þetta var svakalegt nótt mar 11. apríl kl. 14:51 Sveinn Andri Sveinsson “A man is only as old as the woman he feels.” (Groucho Marx) 13. apríl kl. 01:08 Efst í huga Monitor Dimmisjón menntskælinga Óli Geir Geggjaður dagur, Getzinn kominn á ný dekk og kominn úr viðgerð, búinn að taka hellaða æfingu og gufu, núna eru bringur í grillinu og sætar kartöflur :D 11. apríl kl. 22:15 XXX X X XX Mynd/Golli Í EYRUN Loksins rættist draumurinn Sigga Kling Ég vill mann sem er meiri háttar kjút ég vill mann sem býður kellu út ég vill mann sem neglir nagla á vegg vitið þið hvar ég finn þennan eðalstegg.............tralalavoff- voff 12. apríl kl. 15:25 Vikan á... JÓHANN, MAGNÚS OG AUÐUNN SÁTTIR MEÐ BIKARINN. Á MYNDINA VANTAR LIÐSMANNINN ÓLA. 6 - óttist eigi! 22 Hefur pælt mikið í Bill Clinton MS-ingurinn Þórir Freyr var valinn Ræðu- maður Íslands í úrslitakeppni MORFÍS á þriðjudagskvöldið. „Ég er ekki alveg bú- inn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Þórir þegar Monitor náði tali af honum nývöknuðum daginn eftir sigurinn. Blendnar tilfinningar „Mér finnst þetta auðvitað geðveikt enda er þetta mikill heiður,“ bendir hann á og segist hafa þráð titilinn lengi. Hann segist þó glíma við blendnar tilfinningar eftir sigurinn enda tapaði lið hans úrslitunum með 40 stigum. „Þetta er áfangi fyrir mig sem einstakling og ræðumann en um leið svo ógeðslega leiðin- legt fyrir mig sem liðsmann,“ segir hann skúffaður með tap liðsins. Engin sérstök keppnisrútína Allir liðsmenn MS-inga voru að keppa í MORFÍS í fyrsta skipti. Hann segist ekki vera með nein sérstök brögð til að undirbúa sig fyrir keppni. „Í rauninni er ekkert sérstakt sem ég geri fyrir keppni nema að einbeita mér mikið. Ég hlusta ekki á eitthvað ákveðið Sigur- rósarlag eða neitt slíkt,“ segir ræðumaðurinn knái sem á sér þó nokkrar fyrirmyndir í ræðumennskunni. „Forverar mínir eru allir fantagóðir og þá sérstaklega Hafsteinn Gunnar Hauksson, hann er frábær ræðumaður,“ segir hann og bætir við að fyrrum Bandaríkjaforseti sé líka í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég hef pælt mikið í Bill Clinton.“

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.