Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 4

Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 4
4 Monitor FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Háskólalíf á Akureyri Monitor ræddi við nokkra nemendur Háskólans á Akureyri sem fluttu þangað úr höfuðborginni og forvitnaðist um félagslífið, námið og helstu kosti þess að búa á Akureyri. Myndir/Skapti Smábæjar- menningin heillar Af hverju ákvaðst þú að fara í Háskólann á Akureyri? Smábæjar- menning heillar mig þó Reykjavík sé líka frábær. Svo er mjög mikil alþjóðatenging í laganáminu á Akureyri og þú getur til dæmis valið hvort þú vilt taka mastersgráðuna á Íslandi eða erlendis. Tekur námið mikinn tíma í hverri viku? Já, þetta er náttúrulega krefj- andi lögfræðinám. Maður tekur próf næstum því aðra hverja viku sem er mikil keyrsla en maður heldur athyglinni vel. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lært hingað til? Mér finnst grunnfögin mjög skemmtileg sem kom mér á óvart því margir segja að þau séu svo þurr. Svo kennir Háskólinn á Akureyri fag sem heitir Alþjóðlegur einkamálaréttur sem er ekki ósvipaður Icesave-málinu svo það var gaman að fá innsýn inn í það. Hvernig er félagslífið? Það er rosa sérstakt ef maður kemur úr Verzló því þetta er lítil deild. Ég þekki alla í grunnnáminu og líka eiginlega alla í mastersnáminu. Ég sat í nemenda- félaginu og það er allt svo opið. Ef þú hefur áhuga á að gera eitthvað í félagslífinu er það ekkert mál. Hvað er það besta við að búa á Akureyri? Hvað það er auðvelt að kynnast fólki og það kemur mér líka stöðugt á óvart hvað það er allt til alls hérna. Þetta er svo vinalegur bær. ÁSDÍS AUÐUNSDÓTTIR LÖGFRÆÐI 1987 VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Ekkert slæmt við að búa á Akureyri Af hverju ákvaðst þú að fara í Háskólann á Akureyri? Ábyggilega af sömu ástæðu og þeir sem fara í Háskóla Íslands; til að mennta mig. Það er gott að vera á Akureyri. Tekur námið mikinn tíma í hverri viku? Ég er í skólanum frá 8-16 á hverjum degi svo þetta eru 40 tímar á viku. Ég er að vinna í fjórum rann- sóknum núna. Einn helsti kosturinn við að vera í Háskólanum á Akureyri er að hérna eru meiri líkur á að fá að vinna náið í rannsóknum með prófessorunum sínum. Hvernig er félagslífið? Það er hörku- gott. Núna er ég reyndar orðinn einhver skrifstofublók og tek lítinn þátt í félagslífinu. Hver var stærsta breytingin við að flytja til Akureyrar? Engin. Ennþá sama tungumálið og sama fólkið, minni Ártúnsbrekka, færri bílar og betra að vera hérna. Hvað er það versta við að búa á Akureyri? Ég held það sé ekkert slæmt við að búa á Akureyri. Ert þú byrjað að tala með norð- lenskum hreim? Ég hef reyndar alltaf talað þannig þó ég sé fæddur í Hafnarfirði. Hvort er betra að prumpa í stamp- inn eða drekka kók í bauk? Það hlýtur að vera best í prumpa í bauk. Mjög öflugt félagslíf Af hverju ákvaðst þú að fara í Háskólann á Akureyri? Þetta byrjaði nú eiginlega þannig að ég fór í fjarnám í Háskólanum á Akureyri í eitt ár. Fjarnámið hentaði mér á þeim tíma og svo leist mér svo vel á skólann að ég ákvað að skrá mig í staðnámið. Tekur námið mikinn tíma í hverri viku? Það er mjög misjafnt. Verkefnavinnan og hópavinnan tekur hvað mestan tíma held ég og oft þarf ég að læra frameftir nóttu þegar það eru stór verkefnaskil sem er stressandi en samt ákveðin stemning. Hvernig er félagslífið? Það er mjög gott. Það er sérstakt nemendafélag fyrir hverja deild og viðskiptafræðideildin er með mjög öflugt félagslíf. Nóg af vísindaferðum og bjórkvöldum og svoleiðis. Hver var stærsta breytingin við að flytja til Akureyrar? Ég bjó hjá foreldrum mínum áður svo mesta breytingin var líklega að flytja að heiman. Hérna getur maður líka gengið allt og lífið er rólegra. Hvað er það besta við að búa á Akureyri? Fólk er miklu afslappaðra yfir lífinu og ekki mikið stress og læti. Ert þú byrjaður að tala með norðlenskum hreim? Nei, ekkert slíkt. Sumir hérna tala mjög afgerandi en ég heyri engan mun hjá flestum. Talar stundum með norð- lenskum hreim Af hverju ákvaðst þú að fara í Háskólann á Akureyri? Námið var ekki í boði annars staðar á Íslandi og ég var spennt að prófa eitthvað nýtt. Tekur námið mikinn tíma í hverri viku? Já, það gerir það. Þetta tekur mikinn tíma enda krefjandi nám og mjög skemmtilegt. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur lært hingað til? Hvernig líkaminn virkar og hvað það er margt sem getur haft áhrif á okkur sem persónur. Hvernig er félagslífið? Það er rosa- lega gott og alltaf eitthvað um að vera sama hvort það er á vegum nemendafélagsins eða annarra. Hver var stærsta breytingin við að flytja til Akureyrar? Að fara frá fjölskyldunni og það er rosalega mikill snjór hérna miðað við í Reykjavík. Hvað er það besta við að búa á Akureyri? Stuttar vegalengdir og svo er veðrið einhvern veginn hlýrra og minni rigning. Ert þú byrjuð að tala með norð- lenskum hreim? Já, ég held það komi fyrir stundum. R-in og k-in eru orðin harðari. Hvort er betra að prumpa í stampinn eða drekka kók í bauk? Klárlega að drekka kók í bauk. MARÍA EINARSDÓTTIR IÐJUÞJÁLFUNARFRÆÐI 1986 FJÖLBRAUTARSKÓLINN Í GARÐABÆ SVEINN ARNARSSON ÞJÓÐFÉLAGSFRÆÐI 1984 FLENSBORGARSKÓLINN Í HAFNARFIRÐI EINAR HALLSSON VIÐSKIPTAFRÆÐI 1987 VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.