Monitor - 14.04.2011, Page 8

Monitor - 14.04.2011, Page 8
8 Monitor FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 AGENT FRESCO VERÐA Í HÖRKUSTUÐI Á REYKJAVIK MUSIC MESS Tónlistarhátíðin Reykjavik Music Mess verður haldin í fyrsta skipti um helgina. Monitor kynnti sér hvað verður í boði fyrir gesti. Messuð helgi framundan HAVARÍ OPNAR BRÍARÍ Tómstundahúsið Havarí mun opna skammtímaútibú í húsakynnum Hostel Kex á meðan hátíðinni stendur. Þar verður boðið upp á tónlist, myndlist, veggspjald vikunnar, ókeypis tónleika, ódýrar plötur og allskyns gúmmulaði. Þar mun einnig miðasala og afhending armbanda fyrir Reykjavik Music Mess fara fram. STAKIR MIÐAR Hægt verður að kaupa staka miða á viðburði Reykjavik Music Mess svo lengi sem húsrúm leyfir. Miðar verða seldir við hurð á hverjum stað fyrir sig og gildir miðinn fyrir viðkomandi stað. Miðaverð er 1.500 krónur nema á tónleikana á NASA á sunnudags- kvöldinu en þar er miðinn á 3.990 krónur. Miðarnir á þá tónleika verða einnig fáanlegir í Bríarí frá og með fimmtudeginum 14. apríl. DAGSKRÁIN Föstudagur Tími Norræna húsið Sódóma 20:15 Prinspóló 21:00 Samaris 21:45 Nive Nielsen 22:00 Miri dj sett 22:30 Sóley 22:45 Nolo 23:15 Stafrænn Hákon 23:30 FOSSILS 0:15 Swords Of Chaos 1:00 Einar Örn + SWC 1:45 Æla 2:30 Miri dj sett Laugardagur Tími Norræna húsið NASA 20:15 AMFJ 20:30 FM Belfast dj sett 21:00 Hellvar 21:15 Miri 21:45 Tomutonttu 22:00 Borko 22:30 FOSSILS 22:45 Sin Fang 23:15 Orphic Oxtra 23:30 Lower Dens 0:15 kimono 1:00 Reykjavík! + Lazyblood 2:30 Quadruplos Sunnudagur Tími Norræna húsið NASA 20:15 Hljómsveitin Ég 20:30 Kippi Kaninus 21:00 Mugison 21:15 Sudden Weather Change 21:45 Lára Rúnars 22:00 Skakkamanage 22:30 Agent Fresco 22:45 Deerhunter Nive Nielsen Hin grænlenska Nive Nielsen er vinsælasti tónlistarmaður Græn- lands um þessar mundir. Hún var nýlega tilnefnd til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir lagasmíðar og tónlistarflutning. Nive leikur aðallega á ukulele og segist elska kúrekastígvél. FOSSILS Danski dúettinn FOSSILS gefur sig út fyrir að skapa tónlistarlega tjáningu sem sker inn að beini. Útkoman er hart, þungt og flókið rokk sem er einungis framkallað af bassa- og trommuleik. Virkilega áhugaverð hljómsveit hér á ferð fyrir pönkara eða þá sem fíla almennilegan metal. Tomutonttu Samkvæmt heimildum Monitor er tomutonttu finnskt orð yfir einhvers konar rykveru. Tónlist- armaðurinn Jan Anderzen skipar hljómsveitina Tomutonttu sem skapar hljóðheim úr röddum, dýrahljóðum, gömlum upptökum og ýmsu fleiru sem honum lystir. Borko Íslenski tónlistarmaðurinn Borko er líklega með fyndnustu sjálfslýsing- una á heimasíðu Reykjavik Music Mess. Þar segist hann vera meðhöf- undur margra frægra laga á borð við Last Christmas, Knowing Me Knowing You og Suicide Is Painless sem er þemalagið úr kvikmyndinni Ghostbusters. Ekki er vitað hvort um sanna staðhæfingu sé að ræða en það er á hreinu að enginn má missa af tónleikum hins stórkostlega Borko sem segist einnig vera mikið fyrir að pynta hryðjuverkamenn. Orphic Oxtra Balkansveitin sem hefur sigrað hug og hjörtu Íslendinga í vetur treður upp á Reykjavik Music Mess. Ekki er vitað hvernig hljómsveitin nær alltaf að troða sér á eitt svið en meðlimir eru alls tólf talsins. Þau lýsa tónlist sinni sem kaótískri og segja hana henta best í brúðkaup, jarðarfarir, eftirpartí og drykkjufögnuði í skjóli nætur. Quadruplos Hinn rafmagnaði íslenski furðu- dúett Quadruplos samanstendur af þeim Tomio Newmilk og Magnoose og fyrir helgina hafa þeir fengið frábæran liðsauka. Þau Marlon og Tanya Pollock eru svokallaðir MC‘s sem verður að teljast forvitnilegur titill en um leið einstaklega spennandi. Deerhunter Spaðaásinn á Reykjavik Music Mess er indísveitin Deerhunter sem er ein sú alflottasta í dag. Tónlistin er frábær en allir ættu að skella sér á tónleika Deerhunter til að sjá söngvarann Bradford Cox syngja lögin af innlifun sem á sér varla hliðstæðu. Lower Dens Bandaríska hljómsveitin Lower Dens er einna frægust fyrir forsprakka sinn. Hér er á ferðinni gífurlega svöl new wave-popp-póst- pönk-sveit með söngkonuna Jana Hunter í fremstu víglínu. Gítar, bassi, trommur og frábær söngkona. Þarf eitthvað fleira? Sudden Weather Change Strákarnir í Sudden sýna enga miskunn þegar þeir hækka vel í gíturunum og spara ekki feedback-ið á tónleikum. Sviðsframkomu þeirra hefur verið líkt við pólitískar uppreisnir 8. áratugarins og hið árlega nautahlaup í Pamplona á Spáni en ekki er vitað hvort þeir hafi komið þangað. Mynd/Sigurgeir

x

Monitor

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.