Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 10

Monitor - 14.04.2011, Blaðsíða 10
10 Monitor FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 2011 Hindberjaverðlaunin velja það versta sem kemur frá Hollywood á hverju ári. Skammarverðlaun VERÐLAUNAFLOKKAR Versti leikarinn Versta leikkonan Versti aukaleikarinn Versta aukaleikkonan Versta kvikmyndaparið Versta handritið Versti leikstjórinn Versta kvikmyndin Versta endurgerðin eða framhaldið Golden Raspberry eða Razzie-verðlaunin eru kvik- myndaverðlaun fyrir verstu kvikmyndir, leikara og leikstjóra á hverju ári. Þau voru stofnuð árið 1981 af útgefandanum John Wilson og eru haldin ár hvert daginn fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Verðlaunagripur- inn er gullhúðað hindber á stærð við golfkúlu sem situr á kvikmyndafilmu og kostar hver gripur um 5 dollara í framleiðslu. Meðlimir Golden Raspberry-stofnunarinnar velja hverjir hljóta verðlaunin á hverju ári en hægt er að gerast meðlimur á heimasíðu hátíðarinnar. Verðlaunin hafa notið mikilla vinsælda sem hafa aukist með hverju árinu sem líður og í ár tóku 650 blaðamenn, aðdáendur og fagmenn úr kvikmyndabransanum þátt í að velja sigurvegarana. Flestir Hindberjaverðlaunahafarnir taka ekki á móti verðlaununum sem eru skammarverðlaun. Í gegnum tíðina hafa þó nokkrir tekið við þeim og nokkrir hafa meira að segja séð sér fært að mæta á hátíðina sjálfa. THE OFFICIAL RAZZIE MOVIE GUIDE Árið 2005 gáfu Razzie-verðlaunin út handbók fyrir áhugamenn um lélegar kvikmyndir þar sem má finna þær 100 kvik- myndir sem John Wilson, stofnanda verðlaunanna, þykir hvað verstar. Bill Cosby Leonard Part 6 (1988) Versta myndin Versti leikarinn Versta handritið Cosby var fyrstur allra til að taka við verðlaununum en svo varð að hans ósk. Grínleikarinn krafðist þess að fá gullstyttuna afhenta fyrst hann hefði nú einu sinni verið valinn versti leikarinn og fékk hann verðlaunagripinn afhentan í sjónvarpsútsendingu á Fox. Halle Berry Catwoman (2005) Versta leikkonan Kvikmyndin Catwoman var tilnefnd í mörgum flokkum og Halle Berry ákvað að mæta og taka við verðlaununum á hátíðinni sjálfri. Hún stóð uppi á sviði með Óskars- verðlaunastyttuna sína sem hún fékk fyrir leik sinn í Monster‘s Ball í annarri hendi og Hindberjaverð- launin í hinni og þakkaði fyrir sig. „Takk kærlega fyrir. Ég hélt ég myndi aldrei fá þessi verðlaun,“ sagði Berry í þakkarræðunni. HALLE RASP-BERRY COSBY FÓR GREINILEGA Á KOSTUM Í LEONARD PART 6 Ben Affleck Gigli, Daredevil og Paycheck (2004) Versti leikarinn Affleck var valinn versti leikarinn fyrir frammistöðu sína í þremur kvikmyndum á sama árinu. Hann mætti ekki á afhendinguna sjálfa en kvartaði seinna í útvarpsþætti yfir að hafa ekki fengið verðlaunagripinn. Razzie-stjórn- in tók þá til sinna ráða og afhenti gripinn í sjónvarps- þætti Larry King þar sem Affleck gagnrýndi verðlaunin og fannst lítið til þeirra koma. AFLEITUR AFFLECK Sandra Bullock All About Steve (2010) Versta leikkonan Versta kvikmyndaparið Eftir að Bullock frétti af tilnefningunni gaf hún út yfirlýsingu um að hún myndi mæta á hátíðina til að taka við verðlaunagripn- um skyldi hún sigra. „Ef ég hefði vitað að maður þyrfti bara að tilkynna komu sína til að sigra hefði ég alltaf gert það á Óskarnum,“ sagði Bullock í gríni er hún tók við verðlaununum. Kvöldið eftir fékk hún Óskarsverðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Blind Side. Tom Green Freddie Got Fingered (2000) Versti leikarinn Versti leikstjórinn Versta kvikmyndin Versta kvikmyndaparið Versta handritið Dónahúmorinn í kvikmynd Tom Green hitti aldeilis ekki í mark hjá gagnrýn- endum og fékk alls átta tilnefningar til Razzie-verðlaunanna árið 2000. Green mætti í eigin persónu á hátíðina og tók með sér rauðan dregil sem hann rúllaði á undan sér inn á verðlauna- hátíðina. Draga þurfti leikarann af sviðinu er hann flutti eina þakkarræðuna þar sem hann vildi ekki hætta að spila á munnhörpuna sína. FRAMMISTAÐA TOM VAR ALGJÖRT GREEN RAZZIE Í DAG, ÓSKAR Á MORGUN

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.